Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1944, Page 28

Íþróttablaðið - 01.02.1944, Page 28
20 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Við erum sem sagt á hlaðinu á Skógum, og nú er um að gera að láta hendur standa fram úr erm- um við að húa upp á hestana. Við ætlum nefnilega að reyna að verða ekki allt of langt á eftir Fjallamönnum, sem eru í þann veg- inn að leggja á stað upp á Fimmvörðuháls. Við höfum 8 liesta undir farangur. Og það liafurtask! Drottinn minn! Svefnpokar, úttroðnir með alls- konar dóti. Þetta er nú reyndar mesta þarfadót, sem látið hefur verið i svefnirokana og húðfötin, þvi að margir liafa húðföt. En þegar ég horfi á brúguna, sem kemur ofan af þakinu á hílnum, tek ég eftir því, að flestir bakpokarnir eru svo óeðli- lega litlir uin sig. Ég minnist þá allt i einu 4 gr. þess hluta ferðaáætlunarinnar, sem fjallar um ein- staklingútbúnað, en liún er á þessa leið: „Fólk ei' lreðið um að liafa stóra og góða bakpoka, þvi að hver einstakur verður að bera farangur sinn, annan en skíði, svefnpoka og mat.“ Nú kom það í ljós, að þessar pokagrýtur gátu varla rúmað meira en sól- gleraugu og 1—2 pör af sokkum. Allt annað liafði verið látið í svefnpokana, og báru þeir þess greini- lega merki sumir liverjir. Til þess að allt gengi sem greiðast, skiptumst við á um að aðstoða heima- raenn við að húa upp á hestana, og' fengu hinir sér hressingu inni i bæ á meðan. Var þar veitt af mik- illi rausn: heitar pönnukökur og kaffi eða nýmjólk. Var mjólkin einkar vinsæl og sást í botn á mörgum könnum áður en menn hefði fengið nægju sína. Þar sem ég hefi aldrei verið gefinn fyrir mjólkina, hrá ég mér út i skemmu með Guðmundi hónda og fékk hjá honum herta þorskhausa til að tönnla á leiðinni upp. Er nær var liðið liádegi lögðum við af stað. Leiðin frá Skógum upp á Fimmvörðuháls er ekki erfið nema þá lielzt fyrstu brekkurnar fvr- ir ofan hæina og svo hálsinn sjálfur. Gekk ferðin vel, og vorum við sviþaðan tíma á leiðinni og með Hirti frá Reykjavík að Skógum. Torfæritr eru ekki margar á leiðinni. Þó tókst okkur að komast með lappirnar, allt til klofs, niður úr ísnum á Skógá, en það er varla i frásögur færandi. „Það er hollt að þvo sér oft um fæturna," sagði einliver. Þegar að var gáð, kom i ljós, að sá hinn sami var i Náttúrulækningafélaginu. Gefur að skilja að vatnið í Skógá hlýtur að vera nær nátt- úrunni lieldur en Gvendarbrunnavatnið, sem verð- ur að fara langar leiðir í gegnum járnpípur og lilýt- ur við það að missa þau litlu hætiefni, sem í því Einn af trmsahestunum. kunna að hafa verið i upphafi. Þetta var nú sú lilið færðarinnar, sem að okkur, mannskepnunum, sneri. Hin hliðin, sú sem sneri að hestnnum, var cðruvísi. Þeir urðu að hrjótast áfram með bagg- ana sína, fjdst í aur og krapi, síðan i þæfings ó- færð, eftir að komið var upp í snjó. Það er mesta furða hvað þessi kláragrey eru þæg og þolinmóð að taka þessu öllu með jafnaðargeði. Mér komu í hug frásagnir, er ég hafði heyrt af gömlu landpóst- nnum og hestum þeirra, sem lentu í svo mörgum barðræðum í erfiðum vetrarferðum um byggðir og obyggðir. Þó var bókin um landpóstana á 120 kr. ekki komin út þá. Við komum okkur saman um að slá tjöldu: i kippkorn neðar en skálinn stendur. En hann stend- ur sem kunnugt er á hálsinum þár sem hæst ber, og er þar allvindásamt og óhægt að hemja tjöld ef hvessir, eins og komið liefir á daginn. Við tjöld- uðum i dalverpi nokkru þar sem eru upptök Skógár. Dal þennan nefndum við Unaðsdal, þvi þar var unaðslegt að dvelja. I Unaðsdal reistum við 3 snjóborgir og svaf um helmingur fólksins í þeim og hafði það gott. Þessir bæna- og páskadagar liðu í dýrðlegum fagnaði, en heldur var lítið um bæna- hald, nema ef telja skyldi kvöldsamkomur þær,

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.