Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1944, Síða 30

Íþróttablaðið - 01.02.1944, Síða 30
22 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ískir hermenn eru á sviði tækninnar, þá er aðstaða þeirra ríijög vafasöm, ef þeir geta ekki þolað mikla líkams- áreynslu. Óvinir vorir eru harðfengir. Þeir eru i betri likamsþjálfun, livort sem þeir vinna i verksmiðjum eða berjast á vígvellinum“. Margir höfðu bent á, að ekki væri nægilegt að liervæð- ast með öflum fullkominna tækja eða með margvíslegri beizlun vélaorkunnar, likamleg „hervæðing“ þyrfti einnig að fara frarn. Bentu þessar aðvörunarraddir. á viðtæka þjálfun almennings i Þýzkalandi, Japan og Ítalíu. Ein þessara aðvörunarradda var Fr. D’Eliscu. Hann lét ekki sitja við aðvaranir einar, en gaf lit ýmsar leiðbein- ingar og seinustu leiðbeiningar lians eru nú nýlega komn- ar fyrir almenning í Ameriku. „Allir eiga að æfa sig. Allsstaðar er hægt að æfa sig“ er kjörorð D’Eliscu. Að lokinni þjálfun getur hver borgari prófað líkamshæfni sína. Hver sá, sem getur Jeyst eftirtaldar þrautir í samræmi við tilgreindar lágmarkskröfur er hæfur til þess að þjóna „Uncle Sam“ eða „verið hæfur bak við byssuna“. Til fróðleiks er rétt að birta prófraunirnar og lág- ruarkskröfurnar. Kastað „basebaH“-knetti um 39 in. (125 fet). Kastað körfuknetti rúma 18 m. (60 fet). Vegið sig yfir 1.40 m. girðingu. Hlaupið 14 úr mílu eða rúma 400 m. á 86 sek. og % mílu eða 800 m. á 3 mín 15 sek. Gengið tvær mílur eða rúma 3 km. á 23% mín. Hlaupið 100 yards (0,91 m.) á 14 selc. Stokkið yfir 1.15 m. rá með tilhlaupi. Stokkið langstökk með atrennu 3.66 m. Klifrað yfir um 6 metra hindrun. Lypt sér 6 sinnum með liöku að þverslá. Klifrað 6 m. kaðal á 20 sek. Þrístökk án at- rennu um 5.50, en með atrennu 6.10 m.“ Fleira er upptalið, en þetta er nóg til þess að gefa hugmynd um kröfur þeirra um alhliða líkamsliæfni. Fr. D’Eliscu segir: „Ef þú getur þetta, getur þú heilsað „Unclc Sam“ og sagt: Ég er tilbúinn.“ Fleiri amerísk blöð liafa rætt þessa almennings þjálfun cg hæfnispróf, og eru einróma í undirtektum sínum. Hið opinbera málgagn „Amateur Athletic Union“ í Bandaríkjunum flytur i hverju blaði seinustu mánuðina grein eftir grein til hvatningar þessu þjóðmáli. Hervæð- ingu hinnar líkamlegu orku. Sýslulaugin á Sveinseyri, V.-Barðastrandasýslu. 1898 hefst sundkennsla að Sveinseyri í torflaug, sem fær heitt vatn frá lieitri laug neðst í Eyrarhlið. Þessarar heitu íaugár getur Eggert Ólafsson í Ferðabók sinni og Bjarna Pálssonar þannig: „í Tálknafirði fyrir norðan Pat- reksfjörð eru tvennar laugar. Önnur þeirra í Eyrarhlíð. 1 henni er vatnið bezt og tærast. Hún var vígð á 13. öld af tíuðmundi góða Hólabiskupi. ..... umrædd laug, sem dregur nafn af honum og heitir Gvöndarlaug ........“ Af þessum heimildum má draga, að laug þessi hefur verið notuð i margar aldir, sem baðlaug, en um sund- iðkanir er ekki hægt að segja neitt. Á seinni hluta sund- örfunartímans (1824—1900) er hafin þar sundkennsla i torflaug. Fyrsti kennarinn er Þórður Davíðsson ættaður úr Borgarfirði syðra. Þórður ferst í mannskaðaveðri á Dýra- firði árið 1900 og við þa'ð fráfall hans fellur sundkennsla niður þar til 1910, að Finnbogi Rútur Þorvaldsson núver- andi verkfræðingur stendur þar fyrir sundkennslu. 1915—’19 fer engin sundkennsla fram, en þá hefur Vakli- mar Össurarson núverandi skólastjóri í Sandgerði sund- kennslu og hefur hana með hendi þar til 1924 að Albert Guðmundsson núverandi kaupfélagsstjóri tekur við og heldur áfram sundkennslu þar til sumarið 1942 að Magn- ús kennari Guðmundsson tekur kennsluna að sér og hefur kennt 2 s.l. sumur. í ár var 22. sundnámsskeiðið. 1931 gangast ýmsir áhugamenn fyrir því að byggð er steinsteypt sundlaug. Forgöngu í þessum frainkvæmdum hafði sýslunefnd V.-Barðastrandasýslu, en úr ríkissjóði voru veittar kr. 5000.00. Frá þvi að sundlaug þessi var reist ásamt búningsklefum liefur sundstaðurinn verið rek- inn af sundlaugarnefnd, sem hefur verið ábyrg gagnvart sýslunefndinni og fengið styrk úr sýslusjóði til rekstursins. í Tálknafirði er starfandi stúkan „Neisti“. Hún gekkst 1934 fyrir því, að byggt var vandað heimavistarhús í nánd við laugina. Bæði ríkissjóður og sýslusjóður lögðu fram til þessa mannvirkis ( kr. 5000.00 og 2000.00). í húsi þessu er svefnrými fyrir 32 manns, eldhús, borðstofa og salur (7x10 m.) ásamt fleiri vistarverum. Húsið er tví- lyft og liið vistlegasta. Vani er að halda prófdaga í sundi að loknum sumar- námskeiðum og er þá oft gestkvæmt við „Gvöndarlaug“ og foreldrar, sem komið liafa að sækja börn sin horft með ánægju á barnslíkamana halda sér uppi á sundi eða kljúfa með furðu hraða yfirborðið með snjöllum og ör- uggum sundtökum. Gagn hefur þessi starfsemi gert mikið. Næstum þvi á- þreifanlegt gagn sýna eftirfarandi frásögur um sund- nemendur frá Sveinseyrarlauginni, sem annaðhvort hafa bjargað sér eða öðrum frá drukknun: 1) Báti með 4 mönnum hlekktist á. Tveir drukkna. Einn lafir á kyli. Sá fjórði — sundnemi frá Sveinseyri — syndir til lands. 2) Eitt sumar komu sundnemar frá Flatey á Breiðafirði. Stúlka ein þaðan, sem þá lærði sund i sýslulauginni á Sveinseyri, kastaði sér síðar um sumarið til sunds út af bryggju i Flatey, til þess að bjarga barni, sem hafði fallið i sjóinn og útfallsstraumurinn var að taka. 3) Jóhann nokkur Iíristjánsson bjargaði sér á sundi ai bát, sem hvolfdi í Sandgerði, en annar, sem með hon- um var drukknaði. 4) Pétur Magnússon, sá er bjargaði manninum, sem hér um árið féll út af vélbátnum „Hermóði“ úti á Selvogs- banka í miklum sjógangi, hafði numið sund sitt í Sveinseyrarlauginni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um sögu, fyrir- homulag og gagnsemi eins sundstaðar á landinu. Blaðinu eru kærkomnir slíkir pistlar, sem þessi um ísl. íþróttamannvirki.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.