Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1944, Page 32

Íþróttablaðið - 01.02.1944, Page 32
24 ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ ilh\j íþróttablaðið. Á liðnu ári hefur kaupendatala blaðsins þrefaldast og vonum vér að geta þrefaldað þá kaupendatölu, sem nú er á þessu ári. Takmarkið er, að íþróttablaðið, máigagn íþróttamanna, komizt inn á bvert heimili á landinu. Vinsældir blaðsins fara sívaxandi, enda á það nú marga ágæta stuðningsmenn Getum vér ekki látið lijá líða að geta þeirra, sem skarað hafa fram úr. Helgi Vigfússon Klausturhólum, Grímsnesi, sendi blaðinu ásamt vin- samlegu bréfi kr. 100.00, sem greiðslu fyrir 7. og 8. árgang þess. Ernst R. Jensen og Þorsteinn Bernhardsson, Ivlapparst. 28, Revkjavík, hafa hvorir fyrir sig greitt kr. 50.00 fyrir 7. ár- gang blaðsins. Af útsölumönnum blaðs- ins hefur Haraldur Sigurgeirsson verzlm., Akureyri skarað fram úr mörgum ágætum útsölumönnum þess, með því að útvega því rúma 90 kaup- endur og gert full skil fyrir þá alla. Um leið og vér þökkum hinum mörgu ágætu útsölumönnum og kaup- endum blaðsins fyrir góð skil á and- virði þess og því auðsýnda margvís- leg vinsemd og stuðning, leyfum vér oss að biðja þá útsölumenn og kaup- endur, sem ennþá hafa ekki greitt 7. árgang blaðsins, að senda það nú til afgreiðslumanns þess, Þórarins Magnússonar, Haðarstig 10. Þeir, sem ekki liafa greitt 7. ár- gang blaðsins fyrir 15. apríl getum við ekki talið kaupendur þess. Blaðstjórnin. Iþróttaheimili I.S.Í. Nýlega hefur komið bréf frá fjármálaráðuneytinu, þar sem sam- bandinu er afhent byggingarlóð um 390 fermetrar við Sölvhólsgötu fyrir iþróttaheimili í. S. í. Lóðin er 15 m. með götu. Þá hefur íþróttaheimilinu borizt áheit frá Kristjáni Erlendssyni að uppbæð kr. 100.00. Skíðaiandsmót Í.S.Í. Ákveðið er að það fari fram á Siglu- firði undir umsjón íþróttaráðs Siglu- fjarðar (um páskana). Fulltrúi Í.S.Í. á mótinu verður Hermann Stefáns- son íþróltakennari, Akureyri. Afmæli Í.S.Í. Á afmælisfundi sambandsins 28. jan. s.l. var samþvkkt eftirfarandi á- skorun til sambandsfélaganna: „Afmælisfundur Í.S.Í. lialdinn 28. jan. 1944 í lleykjavík samþykkir að skora á öll sambandsfélög Í.S.Í. að auka og efla virðingu æskulýðsins fyr- ir íslenzka fánanum, með því að bafa hann við hún á öllum hátíðisdögum sínum, íþróttamótum og félagsfund- utn.“ í tilefni af 32 ára afmæli Í.S.Í., sem hátíðlegt var baldið með methöfum ársins 1943 og fleiri gestum, barst sambandinu að gjöf frá tveim vel- unnurum sinum veggmynd af Jóni Sigurðssyni og Alþingishátíðarbókin en íþróttamenn tóku sem kunnugt er þátt í þeim hátíðahöldum með fim- leikahópssýningum, úrvalsflokka karla og kvenna í fimleikum. Atdv þess sent úrslit Íslandsglímunnar fórtt þar frarn. Ný sambandsfélög. Þessi félög hafa gengið í Í.S.Í.: U. M.F. Glaður, Furufirði. Tala félags- manna 37. Formaður Jón E. Jónsson Furufirði. U.M.F. Holtshrepps, Fljót- unt. Tala félagsmanna 44. Formaður Jón Hermanrisson, Haganesvík. Golf- samhand íslands, sem í eru 3 félög, er bafa alls 233 félagsmenn. Golfsam- bandið var stofnað 14. ág. 1942. For- seti þess er Helgi H. Eiríksson, skóla- stjóri. Tala sambandsfélaga Í.S.Í. e1' nú 160 nteð yfir 21. þús. félagsmenn. Staðfest met. í stangarstökki 3,53 st. Sett 24. okt. i Vestmannaeyjum af Guðjóni Magnús- synr (Týr). Staðfest 11. nóv. 1943. Sendikennarar Í.S.Í. Axel Andrésson hélt 3ja vikna nánt- skeið á Hvanneyri. Lault því 6. nóv.s.l. Nemendur vortt 63. Þá hefur Axel baldið víða námskeið á Austurlandi og er þar enn. Alls hefur Axel And- résson haldið 30 námskeið í knatt- spyrnu og handknattleik og hafa þátt- takendur verið 2640. Ósltar Ágústsson hélt íþróttanám- skeið hjá íþróttafélagi Grindavíkttr mánaðartíma. Þátttakendur voru 75. Einnig hélt bann námskeið hjá U.M.F. Santhyggð í Árnessýslu. Þátttakendu; voru 18. Þá liélt hann hálfsmánaðar- nántskeið hjá U.M.F. Ásahrepps og U.M.F. Baldri í Hraungerðishreppi Þátttakendur voru 29. Óskar heldur nú íþróttanámskeið í Eyjafirði. Kjartan Bergmann Guðjónsson hélt glímunámskeið í Reykholtsskóla frá 8. rióv. til 2 des. og voru þátttakendur 57. Hann heldur nú glímunámskeið á Vestfjörðum. Staðfestir íþróttabúningar. Fyrir knattspyrnufélag Akraness, íþróttafélag Hvanneyrar, U.M.F. Neista í Strandasýslu og glímubúningur fyr- ir Knattspyrnufélag Reykjavíkur. !--------------------------------- ÍÞRÓTTABL AÐIÐ. Útgefandi: íþróttablaðið h/f. Ritstjóri: Þorsteinn Jósepsson. Ritnefnd: Benedikt Jakobsson, Þorsteinn Einarsson. Blaðstjórn: Ben. G. Waage, Kristján L. Gestsson, Jens Guð- björnsson, Sigurjón Pét- ursson, Þorst. Einarsson. Afgreiðslum.: Þórarinn Magnússon, Haðarstíg 10. Utanáskrift: íþróttablaðið, Póst- hólf 367, Reykjavík. Verð: Kr. 20.00 pr. árg. Kr. 2.50 pr. tbl. Herbertsprent ----------------------------------1

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.