Íþróttablaðið - 01.02.1944, Qupperneq 39
ÍÞRÓTTABLAÐXÐ
XV
FLATEYJARBÓK ER í PRENTUN.
Hún verður geí'in út í fjórum bindum, alls á þrigja þúsund blaðsíður með drjúgu og skýru letri.
Ekkert verður til sparað að gera útgáfuna sem bezt úr garði. Handritinu verður nákvæmlega
fvlgt, en stafsetning þó samræmd svo að bókin verði hverjum manni auðlesin. Sigurður Nor-
dal, prófessor mun rita fcrmála fyrir hverju bindi, greinargerð fyrir sögu og efni handrits
og leiðbsiningar um lestur bókarinnar. — Útgáfan verður prýdd myndum af sögustöðum úr
handritinu.
Hvert bindi verður bundið í sérstaklega vandað skinnband.
Tvö fyrri bindin koma út í sumar og tvö síðari bindin fyrri hluta næsta árs.
Flateyjarbók er stærsta og frægasta skinnbók, sem rituð hefir verið hér á Iandi. — Hún er
varðveitt heil og ósködduð; glæsilegur minnisvarði þeirra alda, þegar Íslendingar báru af
öllum þjóðum Norðurlanda í frumlegri bókmenntastarfsemi.
Meiri hluti efnis hennar er almenningi hér á landi ókunnur.
AÐALEFNI binúanna er þetta:
1. bindi: Ólafs saga Tryggvasonar hin meiri.
2. bindi: Ólafs saga helga hin meiri.
3. bindi: Sverris saga eftir Karl ábóta Jónsson
Hákonar saga gamla, eftir Sturla ÞórS-
arson.
4. bindi: Saga Magnúsar góða og Haralds harð-
ráða hin meiri. —Annáll frá upphafi
heims til 1394.
En inn eru felldar ýmsar lieilar sögur m. a. Orkn-
eyinga saga, Færeying'a saga, Jómsvíkinga saga og
sægur af merkilegum og skemmtilegum þáttum,
t. d. af Eindriða iibreið. Eymundi Hringssyni,
Blóð-Agli, Heming Áslákssyni, Völsu þáttur og
mikið af frásögnum, sem hvergi eru nema i Flat-
eyjarbók, allt austur úr Garðaríki og vestur til
Vinlands.
Hver íslendingur, sem vill kynnast auðlegð og fjöl-
breytni fornsagnanna og sækja þangað andlega
heilsu og þrek, ætti að eignast þessa útgáfu Flat-
eyjarbókar.
Hún mun halda gildi sínu, vera hverjum eiganda
sínum -dýrmætur fjársjóður, þegar flest af því,
sem nú er prentað verður gleymt og dautt.
Eignist Flateyjarbók. Með því getið þér feng-
ið fáeina af seðlunum vkkar innléysta með gulli.
Þvi miður verður vegna pappírseklu 'að hafa upp-
lag útgáfunnar mjög takmarknð. Áskrifendur, sem
gefa sig fram fyrir 1. maí næstkomandi, fá bókina
með lægra verði en hún kostar í lausasölu. Þeir
verða látnir sitja fyrir eintökum í sömu röð sent
þeir gefa sig fram.
Ég undirritaður gerist hér með áskrifandi
að hinni nýju útgáfu Flateyjarbókar, og er
undirskrift mín bindandi fyrir allt ritið.
Hvert bindi greiðist við móttöku.
Nafn .....................................
Heimili (Póststöð) .......................
Herra yfirkennari, Bogi Ólafsson, Reykjavík.
Pósthólf 523.
Dragið ekki að sénda pantanir yðar. — Eftir tvo
mánuði getur það orðið of seint.
Verð hvers bindis —- i úrvals skinnbandi — verð-
ur til áskrifenda lcr. 100,00, og tekur herra yfir-
kennari Bogi Ólafsson, Reykjavík á móti áskrif-
endum (og áskriftarlistum).
FIj ATEY J ARITTG AFAIV.