Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 10
2 IÞRÓTTABLAÐIÐ Forseti Í.S.Í afhendir forseta samein- aðs Atþingis lýðvcldishamarinn. Þegar stjórn Í.S.Í. snemma í vetur tók að ræða um hinar væntanlegu íþróttasýningar á Þingvöll- um í sambandi við lýðveldisstofnunina, 17. júni s.I., var það talið mjög æskilegt, að Í.S.Í. og isl. iþróttamenn minntust Alþingis sérstaklega. En Þetta eru í stuttu máli framfarir íþróltamála ís- lendinga. Hvort frelsisbaráttan hefur örvað þær eða öfugt verður ekki dæmt um, en bent skal á það, að fá félög eða einstaklingar hafa betur bar- izt fyrir íslenzka fánanum en ungmennafélagar og íþróttamenn. Framtíð íslenzka lýðveldisins byggist á heildar- hollustu og samtökum Islendinga. Við ungmenna- og íþrcttafélagar stöndum að víðfeðmasta æsku- lýðsfélagsskap tandsins. Við getum því orkað miklu ef vilji, skilningur og fórnfýsi beinist inn á réttar brautir. Einn meginþáttur íþróttaiðkananna er að þroska samheldni, drengskap og löghlýðni. Ur leikn- um eiga þessir eiginleikar að færast inn í daglegt líf þjóðarinnar. Minnumst þess ávallt i leiknum, að við iðkum hann ekki einvörðungu fyrir sjálfa okkur. Við eigum ánægjuna og hollustuna, en þjóð- in á áhrifin, sem við berum i og með okkur af leik- vellinum út á vettvang daglegra starfa. Við berum því frekar öðrum borgurum skyldur á herðum; bæði vegna heillavænlegra framvindu íþróttamála okkar og samheldni, drengskapar og heilbrigði þjóðarinnar. eins og allir vita, sem komnir eru til vits og ára, er Alþingi elzla og frægasta stofnun vor íslend- inga frá landnámstið. Á þessum merkustu tíma- mótum í sögunni, máttu íþróttamenn þvi sannar- lega ekki láta sitt eftir liggja, en minnast þess hve mikið vér eigum Alþingi að þakka veg vorn og veldi í sjálfstæðisbaráttunni: Stjórn Í.S.Í. ákvað því að gefa Alþingi kjörgrip, fundarhamar úr fila- heini, með viðeigandi áletrun. Var það hugmynd stjórnar sambandsins að láta íþróttamenn hlaupa með fundarhamarinn frá Rvík austur á Þingvöll, og afhenda hann þar að Löghergi, áður eu lýð- veldisþingið }7rði sett. Var ráðgert að jafnmargir íþróttamenn skyldu taka þátt í boðlilaujjinu, eins og alþingismennirnir eru margir, eða 52 að tölu. Vegalengdin er um 50 rastir, eins og kunnugt er, og hefði þvi hver hlaupari átt að hlaupa tæpar 1000 stikur. En úr þessari góðu hugmynd gat eigi orðið, vegna þess að þjóðhátíðarnefndin taldi tor- merki á því; sagði að boðldaupið mundi trufla eða tefja mjög liina miklu umferð, sem um aust- urveginn yrði um þessar mundir. En fundarham- arinn, sem kallaður hefur verið Lýðveldishamar- inn, var afhentur forsetum Alþingis 16. júní s.l. i Alþingishúsinu. Voru þessar ræður þá fluttar: Ræða forseta Í.S.I., Ben. G. Waage. Hæstvirtu Alþingisforsetar! Stjórn íþróttasambands íslands leyfir sér hér með að koma á yðar fnnd, til að votta liæstvirtu Alþingi virðingu vora og hamingjuóskir á þess- um merkustu tímamótum í sögu þjóðarinnar. íþróttamenn hylla hæstvirt Alþingi á þessum sögulegu tímamótum, um Ieið og vér þökkum því ágæta forystu í málefnum þjóðarinnar, bæði fyrr og síðar. A morgun er gert ráð fvrir að stofnun hins íslenzka lýðveldis fari fram á Þingvöllum, — í hjartastað landsins. í tilefni þessa levfum vér oss að afhenda liæstvirtu Alþingi, þennan fundar- hamar að gjöf frá Í.S.Í., sem lítinn þakklætisvott

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.