Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 20

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 20
12 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ K.H. hafði framkvæmd mótsins með höiidum og fórst það vel eins og áður. Þó er langt frá því að framkvæmd frjáls íþróttamóta hér á landi sé kom- ið á það stig, sem æskilegt er, eink- um livað snertir hæfni dómara og skipulag keppninnar, en þetta stend- ur vonandi allt til bóta. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi. Fyrsti dagur, mánudagur 10. jnlí: 100 m. hlaup (úrslit). 1. Oliver Steinn, F.H. 11,7 sek. 2. Finnbjörn Þorvaldsson, Í.H. 11,7 .s 3. Árni Kjartansson. Á. 12,0 sek. 4. Sævar Magnússon, F.H. 12.1 sek. Hérna varð keppnin afar hörð um fyrsta sætið og aðeins sjónarmunur i markinu. Finnbjörn náði bezta við- bragði, en Oliver og einkum Árni unnu báðir á síðari hluta hlaupsins. Alls var hlaupið i 3 riðlum og einum milliriðli. Oliver vann sinn riðil á ótrúlega góðum tíma — 11,3 sek —, en Finnbjörn og Sævar hina tvo á 11,8 og 11,9. Árni vann svo millirið ilinn á 12,0. Vindur var óhagslæður bæði í undanrásunum og úrslitum. Stangarstökk: 1. Þorkell Jóhannesson, F.H. 3,25 m. 2. Sigurður Steinsson, Í.H. 3,00 m. 3. Magnús Gunnarsson, F.H. 2,92 m. 4. Kjartan Markússon, F.H. 2,92 m. Drengjamethafinn, Þorkell Jóhánn- esson, var langbeztur og munaði ör- litlu, að hann færi einnig næstu hæð 3,35 m. Hinir voru allir siðri en búist var við, enda mun veðrið liafa liaft slæm áhrif á þessa keppni yfir- leitt. Endaspretturinn í 800 m. hlaupinu. 800 m. hlaup: 1. Kjartan Jóhannsson, Í.R. 2:02,2 m. 2. Hjörtur Hafliðason, Á. 2:03,0 m. 3. Brynj. [ngólfsson, K.H. 2:05,1 m. 4. Óskar Jónsson, Í.R. 2:05,6 mín. Þetta hlaup var fyrsti viðburður mótsins, Hinn bráðefnilegi Í.H.ingur, Kjartan Jóhannsson, tók strax for- ustuna og fór mjög geyst. Var það ekki fyr en V< hringur var eftir, að hinum skildist, live harður Kjarlan var í raun og veru. En þá var það líka orðið um seinan, því þótt Hörð- ur tæki skarpan endasprett, 100 m. i'rá marki, og færi fram úr Sigurgeir, sem verið hafði annar, tókst lionum ekki að hról'la við Kjartani, sem kom í mark um 5 metrum á undan eftir glæsilegt hlaup. Brynjólfur og Óskar höfðu tekið endasprettinn um svip- að leyti og Hörður og fóru báðii' fram úr Sigurgeir, sem virtist heillum horf- inn og varð að sætta sig við 5. sætið á 2:05,8 m. Munu meiðsli í fæti hafa valdið þar nokkru um. Timi Kjartans er sá bezti, sem náðzt hefur hérlendis af íslending, ásamt tíma Sigurgmrs Ársælssonar frá 1939, sem þá var met. ísl. metið er hinsvegár 2 sek. betra, 'sett af Ól. Guðm. K.R. úli i Svíþjóð 1939. Tími Óskars er nýtt drengjamet. Átti Árni Kjartansson, Á. það gamla — 2:06,7 mín ’41. Ann- ars hlupu allir 8 keppendurnir undir 2:11,0, svo þetta er eitthvert jafnasta 800 m. hlaup, sem hér hefur verið háð. Kringlukast: 1. Gunnar Huseby, K.R. 41,74 m. 2. ÓI. Guðmundsson, Í.R. 38,40 m. 3. Bragi Friðriksson, K.H. 38,32 m. 4. Har Hákonarson, Á 34,12 m. Árangurinn er talsvert verri en bú- izt var við, einkum hjá Ólafi, sem virtist þó vera að ná sér á strik þann 19. júní. Huseby skortir auðsjáanlega meiri æfingu í að kasta úr hring', þvi hann er sagður hafa kastað iðulega yfir metið á æfingum. Langstökk. 1. Óliver Steinn, F.H. 6,86 m. 2. Skúli Guðmundsson, K.R. 6,70 m. 3. Brynj. Jónsson, K.H. 6,22 m. 4. Magnús Baldvinsson, Í.H. 6,15 m. Loks tókst Óliver að slá met Sig. Sigurðssonar 6,82, sem hann hefur verið svo nærgöngull við undanfarin 3 ár.í fyrstu virtist Skúli ætla að verða honum erviður keppinautur, því hann Ieiddi með 6,70 í annari umferð, en Óliver lét engan bilbug á sér finna, heldur stökk 6,86 í næsta stökki og tryggði sér þar með fyrsta sætið og nýtt ísl. met. Keppnin um 3. sætið var engu síður hörð milli Brynjólfs og Magnúsar. Var Magnús mun óvissari á plankanum og stytti við það stökk sín talsvert. Eru þeir annars báðir mjög efnilegir. Alls fóru 6 menn yfir 6 m. og er það góður árangur, enda var frekar gott að stökkva, dálitill liliðarmeðvindur. Viðbragð i 800 m. hlaupinu. Óliver Steinn.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.