Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 17
ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ 9 Sveit Í.R., sem vann Reykjavíkurboðhlaupið. Fremsta röð frá vinstri: HeUji Eiríksson, Gylfi Hinriksson, Óskar Jónsson, Hjalti Sigurbjörns- 'son,: Ellert Sölvason, Hörður Rjörnsson. Aftari röð: Valur Hinriks- son, Kjartan Jóhannssorí, Valtýr Guðmundsson, Finnbjörn Þorvalds- son, Ingólfur Steinsson, Sigurgísli Sigúrðsson, Magnús Baldvinsson, Ásgeir Þorvaldsson og Jöel Sigurðsson. Eftir fyrsta sprettinn var Ármann kominn í örugga forustu og liélt henni fram á nœst síðasta sprétt. Í.U. var léngi framan af í öðru sæti, en á síðai'i hluta stuttu sprettanna tókst K.R., að komast í annað sætið og tiélt því sæti þar til á næst síðasta spretti, að Kjartan (Í.R.) fór fram úr bæði Brynjótfi (K.R.) og Áriia (Á.) og fékk Óskar Jónsson (I.R.), þvi fyrstur keflið við síðustu skiptinguna. Har. Björnsson (K.R.)og Sigurgeir (Á.) fengu keflið stuttu á eftir, en allir Voru Jjessir menn mjög jafnir, er inn á völlinn kom. 200 m. frá marki tók Sigurgeir endasprettinn og' fór fram úr Óskári, en það mun hafa verið of fljótt, því Óskar náði honum aftur 50 m. frá marki og sigraði með um 3—4 m. Þriðji var Haraldur (K.R.) 20—25 m. aftar og loks fjórða B-sveil Í.R. liðlega hring á eftir. Mun keppni í þessu hlaupi varla liafa verið meira spenriandi en nú a. m. k. hefur aldrei verið svona lítill munur á fyrstu þre-m sveitunum. Sveit Í.R. var skipuð þessum mönnum: Sigurgísli Sigurðsson (1075), Hörður Björnsson (800), Magnús Baldvins- son (200), Ingólfur Steinsson , Jóel Sigurðsson, Hjalti Sigurbjörnsson, Helgi Eiríksson, Ellert Sölvason, Val- týr Guðmundsson, Ásgeir Þorvalds- son og Gylfi Hinriksson (J50 m. hver)), Valur Hinriksson (200), Finn- björn Þorvaldsson (400), Kjartan Jó- hannsson (800) og Óskar Jónsson (1500). Hátíðahöld íþróttamanna 18. og 19. júní. Sett voru 2 glæsileg met. Að þessu sinni varð að fresta liá- tíðahöldum íþróttamanna um einn dag vegna lýðveldishátíðarinnar og siðan öllum frjálsífn'áttunum um ann- an dag vegna veðurs. Engu að síður lögðu íþróttamenn, stjórn f.S.Í. og formenn félaganna, blómsveig á l'eiði Jóns Sigurðssonar að morgni þess 17. júní. 18, júni g'engu íþróttamenn fylktu liði um bæinn og upp á völl. Var þetfa einhver fjölmennasta og skrauttegasta ganga, sem sézt hefur við ]>essi hátíðahöld. Stjórn Í.S.Í. gekk í fararbroddi, ásamt horgar- stjóranum í Reykjavík, Bjarna Bene- diktssyni. Forseti Í.S.Í. setti mótið með ræðu og bauð lieiðursgest m'tts- ins, dr. Richard Beck, velkominn a völlinn. Þá flutti Bjarni Benediktsson hoi'garstjóri snjalla ræðu. Siðan hóf- usl fimleikasýningar stúlkna úr Ár- manni, undir stjórn Jóns Þorsteins- sonar. Að |)ví búnu sýndi úrvalsflokk- ur karla úr Ármanni, Í.R. og K.R., undir stjórn Davíðs Sigurðssonar og að lokum sýndi úrvalsflokkur kvenna úr Í.B. og Ármanni undir stjórn Jóns ÞorsteinssOnar. Þrátt fyrir mjög ó- hagstætt veður, kulda og storm, tók- ust sýningarnar mjög sæmilega og var flokkunum óspart klappað lof í lófa. Mánudagskvöldið 19. júní fór svo fram sjálft í|>róttam ótið, Jj. e. s. keppnin í frjálsu íþróttunum. Enda j)ótt veður væri litið skárra en dag- irin áðui', náðist ágætur árangur á mótinu, sem nú skal greina: 100 m. hlaup: 1. Finnbjörn Þorvaldsson, Í.B. 11,8 s. 2. Sævar Magnússon, F.H. 12,1 sek. 3. Brynj, Ingólfsson, K.R. 12,1 sek. 4. Jón M. Jónsson, K.R. 12,4 sek. Undanrásir Jiöfðu farið fram nokkr- um dögum áður i talsverðum mót- vindi og hafði Gliver Steinn ])á bezta tímann, 11,8 sek. At' einhverjum á- stæðum gátu hvorki hann, Jóh. Bern- liard né Hjálmar Kjartansson mætt þetta kvöld, en þeir höfðu allir unn- ið sér rétt til milliriðils. IJrslitahlaup- ið var því lítið spennandi, því yfir- burðir Fiijnbjörns voru auðsæir. Má tími lians teljast pjrýðilegur, því vindur var skáhalt á móti. Sævar og Jón M. eru mjög efnilegir nýtiðar og er sá fyrnefndi þegar kunnur fyr- ir sína góðu frammistöðu í lyrra.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.