Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 31
ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ 23 íslenzkir íþróttamenn: Snorri Jónsson Snorri Jónsson, hinn landskunni og vinsæli knattspyrnumeistari, segir lesendum íþróttablaðs- ins frá íþróttaferli sínum. Snorri lék í Meistaraflokki Vals 1938—1942, en fótbrotnaði illa vorið Í9h?> og hefur ekki keppt síðan. Hann hefur af mörgum verið talinn ein- hver leiknasti og notadrýgsti knattspyrnumaður okkar hin síðari árin og það ekki af ástæðulausu. Fer frásögn hans hér á eftir: Ég var nokkuð innan við ferni- ingn er ég sparkaði fyrst bolta. Á þeim árum var knattspyrna aðalleikur stráka. Boltinn var venjulega tennisbolti eða litið eitt stærri og völlurinn gatan eða eitthvert autt svæði. Ég gekk í Knattspyrnufélagið Val 11 ára gamall og var í IV. aldursflokki. Þar var líf í tusk- unum. Oft komu 50—00 strákar á æfingu. I 3. og 2. aldursflokki lék ég fáa leiki, því ég var sjaldnast í bænum yfir sumarið. Snorri Jónsson. Um haustið 1938, í hraðkeppni, lék ég fyrst í Meistaraflokki fé- lagsins og bef leikið þar síðan. Árið 1939 fór ég með Val og Vík- ing til Þýzkalands. Sú ferð var mér lærdómsrík, þvi ég var lít- ið kominn inn i knattspyrnu. Flokkurinn lék tvo leiki í Brem- en og Essen við góðan orðstír. Á beimleiðinni fórum við um Khöfn og sáum tvö fremstu fé- lög Dana keppa. Þar komu fram margir beztu leikmenn Dana, svo sem Pauli Jörgensen og Kaj I Iansen. Ég bef frá upphafi leikið inn- framherja, oftast vinstra megin. Það er skemmtileg en erfið staða, og var ég oft uppgefinn ]>egar líða tók á leiktimann. Ég bef alltaf verið heldur linur skot- maður og skaut því sjaldan á mark. í bverju leikhléi var sagt við mig áður en við hlupum út á völlinn: „Snorri skjóttu meira.“ Mér er einn leikur sérstaklega minnisstæður. Það var leikur með Val móti enskum flokki, sem kom hér 1939. Þá var ég nýbyrjaður að leika með Meist- araflokki. Snemma í leiknum slvsaðist ég til að setja mark, en vann liðinu litið gagn að öðru levti. Síðast í seinni bálfleik, er mörkin stóðu 2:2 komst ég i skotfæri, en skaut ekki. Oft beyrði ég á eftir, að ég liefði látið tækifærið til vinnings ónot- að. Þessi enski flokkur var held- ur leiður og lék lítið betur en flokkar hér. Ég liefi verið svo heppinn, að hafa við hlið mér, sein útframherja, Ellert Sölvason og likaði mér vel samvinnan við bann. Síðaslliðið vor fótbrotnaði ég illa við vinnu og' verð að bætta að leika knattspyrnu. Það, sem dró mig lielzt að knattspyrnunni var gleði leiks- ins og hinir ágætu félagar í Val og i knattspyrnunni yfirleitt. Knattspyrna hefur margt fram vfir bin ströngu og einhæfu

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.