Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 15

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 15
og úti á landi, og að þau hafi orðið til að auka áhuga fyrir frjálsíþróttum, en það var jú m.a. markmiðið í upphafi. Það er einnig vissulega gott til þess að hugsa að þetta keppnisfyrirkomulag hafi leitt af sér marga ágæta íþróttamenn, en meðal þeirra sem hafið hafa frjálsíþróttakeppni í unglinga- hlaupum ÍR get ég nefnt að Vilmundur Vilhjálmsson var meðal keppenda í fyrsta Hljómskálahlaupinu. Sigfús Jónsson byrj- aði hjá okkur sumarið 1967, en keppti í Hljómskálahlaupunum fyrstu árin. Ágúst Ásgeirsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Lilja Guðmundsdóttir og Ragnhildur Pálsdóttir hófu sína frjálsíþróttaþátttöku í Hljóm- skálahlaupunum, en einnig minnir mig að Hafstein Óskarsson, Guðmundur R. Guðmundsson, Sigurður P. Sigmundsson, Anna Haraldsdóttir og fleiri hafi byrjað feril sinn í unglingahlaupunum okkar, sagði Guðmundur. Af þessari upptalningu, en fleiri hafa að sjálfsögðu hafið frjálsíþróttaþátttöku í hlaupunum, má sjá að Guðmundur Þórarinsson hefur unnið mikið frumkvöð- ulsstarf á sviði íslenzkra frjálsíþrótta. Tjáði Guðmundur íþróttablaðinu að hann hefði orðið fyrir miklum áhrifum í Svíþjóð þegar á lærdómsárum sínum þar, en Svía sagði hann vinna ötullega að unglingastarfi og í náminu hefði rík áherzla verið lögð á hvemig menn skyldu starfa með ungling- um. Hinn mikli uppgangur sem verið hefur hjá ÍR í frjálsíþróttum undanfarin ár hefur áreiðanlega ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með frjálsíþróttum. Guðmundur var að því spurður hvað hafi valdið þessum mikla uppgangi. — Ég held það sé óvé- fengjanlegt að styrkur frjálsíþróttadeildar ÍR í dag sé afleiðing þess unglingastarfs sem unnið hefur verið hjá félaginu á síðustu ár- um, en við eigum frambærilegt fólk í flest- um greinum. Höfum við að jafnaði haldið námskeið og sérstakar keppnir fyrir yngsta fólkið, farið í keppnis- og félagslegar ferðir í nágrannabyggðalög, haldið uppi talsverðu félagsstarfi, svo að ekki sé minnzt á ung- lingahlaupin. I ár standa málin þannig að næstum allur hópurinn er alinn upp í fé- laginu, og ég held að enginn sé í þann mund að hætta, þannig að veldi okkar mun halda áfram. Hið aukna veldi okkar bendir til þess, að mínu áliti og því miður, að ung- linga- og uppbyggingarstarf sé vanrækt verulega í hinum félögunum, á mörgum sviðum a.m.k. Eitt og eitt félag starfar sæmilega og önnur eru ef til vill á réttri leið, en í heild sinni held ég þessi mál séu nokkuð vanrækt. Of fáir æfa vel og reglulega Talandi um þjálfunarstarf var Guðmundur næst spurður að því hvort ekki væru fáir sem æfðu bæði vel og reglulega í dag og hvort slíkt væri ekki undirstaða ár- angurs. — Jú, vissulega er slíkt undirstaða ár- angurs, sagði Guðmundur. — Sem betur fer fjölgar þeim stöðugt sem æfa reglulega í dag, a.m.k. hjá okkur, en þegar ég tala um reglulegar æfingar á ég við að menn æfi minnst 4-5 sinnum í viku árið um kring, en margir æfa jú miklu oftar. Það hefur orðið Einn þeirra íþróttamanna sem Guðmundur hefur ,,alið upp" hjá IR er Þórdís Gísladóttir Ólympíufari og Islandsmethafi í hástökki. Á æfingum er alvaran náttúrulega i fyrirrúmi en á eftir slá menn svo á léttari strengi. talsverð hugarfarsbreyting með árunum varðandi þjálfun og fjöldinn eykst stöðugt sem æfir meir og meir. Þegar ég byrja frjálsíþróttaþjálfun höfðum við ekki nema 2 æfingatíma innanhúss í viku, en núna hafa ÍR-ingar innanhússæfingar á hverjum degi. — í byrjun voru mjög fáar stúlkur sem entust við æfingar og reyndar fáar sem æfðu. í dag hefur orðið hér mikil breyting á og stúlkur jafnvel í meirihluta ef boðað er til námskeiðs. En það er þó enn eins og kven- fólkið sé ekki búið að sætta sig við það ennþá að undirstaða árangurs er að menn æfi reglulega og stöðugt, og fáar leggja ennþá nógu mikið á sig. Það á reyndar við um karlmennina líka að þeir sætta sig ekki margir við að þurfa að æfa reglulega, en þeir eru þó hlutfallslega miklu fleiri, karl- mennimir, sem æfa reglulega. Ekkert skipulag þjálfunarmála íþróttablaðið spurði Guðmund, í fram- haldi af framangreindu, hvort ýmsu væri ekki ábótavant í þjálfunar- og fræðslumál- um frjálsíþróttahreyfingarinnar í heild, og hvort ekki væri margt sem þyrfti að lagfæra í þeim efnum. — Jú, á þjálfunarmálum frjálsíþrótta- hreyfingarinnar er talsverð brotalöm sem stendur, í hvaða hom sem litið er, og það versta er, að ekki er til nein áætlun eða „plan“ í þessum málum innan frjálsíþrótta- hreyfingarinnar. Of lítið er um þjálfara- námskeið til að framleiða nýja þjálfara og þau sem haldin hafa verið hafa ekki verið nægilega skipulögð. Stór hluti vandamáls- ins er fjármagnsskortur hreyfingarinnar, þó eru ekki þjálfaðir nýir menn til að taka við er þeir falla frá sem nú starfa að þjálfun. Þegar ég byrjaði þótti sjálfsagt að menn ynnu í sjálfboðavinnu að þjálfuninni og þá voru margir virkilegir áhugamenn til. Þeim fer þó fækkandi, enda vart við öðru að búast meðan þjóðfélagsþróunin heldur áfram í þeim farvegi sem hún hefur verið í. — En það vantar þó nauðsynlega alla heildaráætlun um þessi mál og nauðsynlegt að aðhafast eitthvað. í þessu sambandi má minna á að Frjálsíþróttasamband íslands hefur, að mínu viti, síðan það var stofnað ekki lagt neina áherzlu á þjálfunarþáttinn eða neitt skipulag í sambandi við þjálfun. í þessu sambandi hefur ekkert samband ver- ið haft við þjálfara, og þeir aldrei beðnir um 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.