Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 21

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 21
Frjálsíþróttafólk um Guðmund Þórarinsson: Iróttablaðið fékk nokkra þeirra sem notið hafa og njóta leiðsagnar Guðmundar Þórarinssonar, til að láta í ljós skoðun sína á starfi Guðmundar. Fara svör þeirra hér á eft- ir: Friðrik Þór Óskarsson: — Ég hitti Guðmund fyrst á 17. júni mótinu 1967. Síðan hefur hann ekki einungis verið þjálfari minn og félagi, heldur einnig á margan hátt uppalandi. Guðmundur hefurorðið árangursríkasti þjálfari sem Islendingar hafa átt vegna hans brennandi áhuga á íþróttastarfinu og eindæma fórnfýsi. I þessi 10 ár sem ég hef stundað frjálsíþróttir hafa orðið gíf- urlega miklar framfarir hjá íslenzku frjálsíþróttafólki og á Guðmundur langstærstan þáttinn í þeim. að öðrum ólöstuðum. Ég á honum að þakka að áhugi minn á frjálsum íþróttum hefur farið vaxandi með ári hverju. og hef ég aldrei náð betri árangri en á sl. sumri. Hjálpaði okkur fyrstu sporin 25 íslandsmet sem ég hef sett síðan ég byrjaði í frjálsum íþróttum. en ferill minn byrjaði í Hljómskálahlaupi ÍR í febrúar 1969. Gunnar P. Jóakimsson: — Ég hóf minn feril í Hljómskála- hlaupum Guðmundar og hef síðan notið tilsagnar hans. Hans leiðsögn í upphafi og samskipti við hanns íðan hafa hjálp- að mér til að ná þeim árangri sem ég hef náð í dag. Að fá rétta tilsögn í upphafi er ákaflega mikilvægt en á þann hátt hefur Guðmundur lagt mikla áherzlu og dæmin bera vott um það mikla starf sem hann hefur unnið í þessum efnum. Ingunn Einarsdóttir: — Fyrstu árin eftir að ég kom til Reykjavíkur var ég frekar löt við æfing- ar, en Guðmundur hvatti mig óspart til að æfa og keppa. auk þess sem hann skaut skjólshúsi yfir mig um tíma er ég var húsnæðislaus, en þetta hefur allt hjálpað til við árangurinn. Guðmundur hefur um árabil tekið virkan þátt í stjórnun og rekstri frjálsíþróttadeildar ÍR. Þessi svipmynd er frá einum mjög svo tiðra funda. Þórdís Gísladóttir: — Ég hefði sennilega aldrei byrjað frjálsíþróttaæfingar ef ekki hefði komið til mikil hvatning Guðmundar í upphafi. Leiðsögn hans síðan hefur skapað þann árangur sem ég hef náð. Ágúst Ásgeirsson; form. frjálsíþrd. ÍR — Það óbilgjarna og óeigingjarna starf sem Guðmundur Þórarinsson hef- ur unnið á sviði frjálsíþrótta hefúr ekki aðeins verið félaginu til ómetanlegs gagns heldur íslenzkum frjálsíþróttum einnig. Hvað sjálfan mig snertir á ég íþróttagetu mína Guðmundi að þakka. Án hans upphaflegu og áframhaldandi tilsagnar, góðs viðmóts og mikillar hjálpsemi hefði ég líklega aldrei sett þau Jón S. Þórðarson: — Þegar ég var 12 ára kynntist ég Guðmundi gegnum Hljómskálahlaupið. Mér þótti karlinn skemmtilegur og hann kveikti áhugann hjá mér. Við erum ótrúlega mörg sem byrjuðum 1 garðin- um. Guðmundur hefur alltaf haft ein- stakt lag á krökkum, þau beinlínis laðast að honum. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.