Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ íþróttir og útilíf Málgagn iþróttasambands (slands Ritstjóri: Sigurður Magnússon Skrifstofa ritstjórnar: íþróttamiðstöðinni Laugardal Útgefandi: Frjálst framtak hf. Framkvæmdastjóri: Jóhann Briem Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18 Símar 82300, 82302 Blaðið kemur út annan hvern mánuð Árgjald kr 2.370 Útlit: Árni J. Gunnarsson Setning og umbrot: Prentstofa G. Benediktssonar Prentun: ísafoldarprentsmiðja Prentun kápu: Prenttækni Héraðssambönd innan ÍSi: Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Héraðssamband Strandamanna Héraðssamband Suður-Þingeyinga Héraðssamband Vestur-ísfirðinga Héraðssambandið Skarphéðinn iþróttabandalag Akraness iþróttabandalag Akureyrar fþróttabandalag Hafnarfjarðar iþróttabandalag isafjarðar iþróttabandalag Keflavíkur iþróttabandalag Ólafsfjarðar iþróttabandalag Reykjavíkur iþróttabandalag Siglufjarðar iþróttabandalag Suðurnesja iþróttabandalag Vestmannaeyja Úngmenna- og íþróttasamband Austurlands Ungmennasamband A.-Húnvetninga Ugmennasamband Borgarfjarðar Ungmennasamband Dalamanna Ungmennasamband Eyjafjarðar Ungmennasamband Kjalarnessþings Ungmennasamband N.-Þingeyingc Ungmennasamband Skagafjarðar Ungmennasamband V.-Húnvetninga Ungmennasamband V.-Skaftfellinga Ungmennasambandið Úlfljótur Sérsambönd innan iSi: Badmintonsamband (slands Blaksamband íslands Borðtennissamband islands Fimleikasamband íslands Frjólsíþróttasamband islands Glímusamband islands Golfsamband Islands Handknattleikssamband islands Júdósamband islands Knattspyrnusamband fslands Körfuknattleikssamband islands Lyftingasamband íslands Siglingasamband íslands Skíðasamband islands Sundsamband íslands Ritstjórnarspjail Ratleikur á stefnuskrá ÍSÍ Ný íþróttagrein, sem hlotið hefur nafniö Ratleikur (á erlendu máli Orien- tering) hóf göngu sína hér á landi um miðjan ágúst sl. að Hallormsstað. Með þeim viðburði er hafinn nýr og merkur áfangi í íþróttastarfinu. Erlendis er ratleikur ein allra vinsælasta almenningsíþróttin, enda sérlega heppileg sem fjölskylduíþrótt, í senn skemmtileg og þroskandi. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, sem annaöist um þetta fyrsta ratleiksmót í nánu samstarfi við ÍSÍ, hefur leyst af hendi visst brautryðjenda- starf, sem væntanlega á eftir aö breiðast út og festa rætur sem víðast á landinu. Enda þótt Hallormsstaðaskógur með allri sinni fegurð og víðlendi, sé einkar heþpilegur staður fyrir ratleik, eru margir aðrir staðir vel fallnir í þessu skyni, eins og t.d. Kjarnaskógur við Akureyri og Vaglaskógur, Dimmuborgir í Mývatnssveit, Heiðmörkin við Reykjavík, Þingvellir, Skaftafell, nokkrir staðir í Borgarfirði svo eitthvað sé nefnt. Á öllum þessum stöðum og ýmsum öðrum er auðvelt að koma uþþ aðstöðu fyrir ratleik, sem heimamenn og ferðamenn þúsundum saman gætu fært sér í nyt. Nýir samstarfsaðilar Annar merkur áfangi hefur náðst með tilkomu ratleiksins: 1. Skógræktarmenn hafa lagzt á sveif með íþróttahreyfingunni við að efla áhuga almennings fyrir útivist og hollri hreyfingu. 2. Norsk Orienterings Forbund hefur og vill áfram láta í té faglega og fjár- hagslega aðstoð. Ratleikurinn að Hallormsstað hefði ekki orðið að veruleika án samstarfs og skilnings af hálfu skógræktarinnar á staðnum. Framlag Jóns Loftssonar skógfræðings að Hallormsstað var ómetanlegt og þau ummæli nýskipaðs skógræktarstjóra, Sigurðar Blöndal, um að skógræktin vildi stuðla að stór- aukinni notkun skóganna í formi ratleiks, eru þæði ánægjuleg og uþpörv- andi. Fátt er okkur eins nauðsynlegt og að meta rétt og umgangast rétt okkar fagra land. Aukin útivist og þar með meiri kynni af landinu vega þar þyngst. Það verður því að ætla, að þegar skógræktarmenn, íþróttahreyfingin og aðrir aðilar sem vinna að útivistarmálum, taka höndum saman á þessum vettvangi, muni nást umtalsverður árangur. Norsk Orienterings forþund (norska ratleikssambandið) átti sinn drjúga þátt í að ratleikur er orðinn að veruleika hjá íþróttahreyfingunni. Einn úr alþjóðasamskiptanefnd sambandsins, Helge Bowim, blaðam. í Oslo, hefur sýnt þessu máli einstakan áhuga og lagt á sig mikla vinnu og fyrirhöfn. Norska sambandið annaðist um kortagerðina og greiddi að mestu leyti. Loks buðu ÍSÍ og ÚlA norska sambandinu að senda hingað 6 fulltrúa til að taka þátt í og aðstoða við framkvæmd ratleiksins að Hallormsstað og naut íþróttahreyfingin ómetanlegs stuðnings Flugleiða hf. til að svo gæti orðið. Það var einvalalið sem Norðmenn sendu hingað þar sem meðal þátttak- enda var heimsmeistarinn Egil Johansen og landsliðsþjálfarinn Öjvind Mjö- en. Hafa Norðmenn með framlagi sínu sýnt norrænt samstarf í verki eins og þezt verður á kosið og ber að þakka þeim sérstaklega fyrir mikinn áhuga og gott samstarf. [þróttablaðið fagnar þessum nýja áfanga og væntir þess að héraðssam- bönd og íþrótta- og ungmennafélög sem víðast á landinu kynni sér mögu- leikana á að taka ratleik á stefnuskrá sína. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.