Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 13
Guðmundur Þórarinsson meðal þeirra sem hann ann mest, ungra æskumanna, sem taka þátt í keppninni af gleði og áhuga. Guðmundur bryddað upp á mörgum nýj- ungum í frjálsíþróttastarfinu á þessum tíma, nýjungum sem orðið hafa til að auka á vin- sældir íþróttarinnar og fært henni margan nýjan iðkandann. í dag ber hinn mikli uppgangur frjálsíþróttafólks úr lR ljósastan vott um það mikla starf sem Guðmundur hefur unnið. Hefur félagið nú sigrað í 6 ár í röð í Bikarkeppni FRÍ, þeirri keppni sem árlega gefur bezta mynd af því hvaða eitt félag hefur mesta breidd og gróskumesta starfsemi á frjálsíþróttasviðinu. Þá hafa keppendur félagsins í mörg ár verið einna atkvæðamestir í flestum meiri háttar frjáls- íþróttaviðburðum landsins og ófá eru þau íslandsmetin sem keppendur undir merkj- um ÍR hafa sett á þessum árum. Þjálfari í 30 ár íþróttablaðið tók Guðmund nýverið tali og var víða komið við. Var hann fyrst beð- inn að segja frá því hvenær hann hafi byrjað að hafa afskipti af frjálsiþróttum og hjá hvaða félögum hann hafi síðan starfað. — Ég kom heim frá námi rétt fyrir ára- mótin 1947/48 og byrja svo frjálsíþrótta- þjálfun hjá Ármanni vorið 1948. Var ég hjá Ármanni fram í september 1949, en þá var mér sagt upp með eins dags fyrirvara. Hálfu ári síðar hef ég störf hjá Ungmennafélagi Reykjavíkur. Var ég hjá því félagi fram á haustið 1951, en þá held ég til iR. Hef ég síðan verið algjörlega hjá því síðan, að undanskildum árunum 1961 til ’67 en þann tíma dvaldist ég í Svíþjóð og þjálfaði hjá félaginu IFK Norrköping, sem sagt, ég hef fengizt við frjálsíþróttaþjálfun í 30 ár. Fljótlega eftir að Guðmundur hóf störf að nýju hjá IR byrjaði félagið með hlaup fyrir unglinga í Hljómskálagarðinum, en þau hlaup sem þar voru haldin voru hug- mynd Guðmundar. Fyrirkomulag þeirra og tilvera var alger nýlunda í fjálsíþrótta- starfinu hérlendis, og var hugmyndin fljótt tekin upp hjá öðrum félögum og varð að vinsælum þætti starfs þeirra. Hafa margir af fremstu einstaklingum frjálsíþrótta í dag hafið feril sinn í þessum hlaupum, hvort sem þeir hafa síðan lagt fyrir sig hlaup, stökk eða köst. Hljómskálahlaup ÍR naut mikilla vinsælda þegar í byrjun og ákvað Guðmundur og félagið að færa út kvíarnar og efna einnig til þessara hlaupa í Breið- holtinu, og einnig var árlegt hlaup haldið í Vatnsmýrinni. Iþróttablaðið spurði Guð- mund um hugmyndina að baki þessum hlaupum. Einnig báðum við Guðmund að nefna nokkra þá íþróttamenn sem hafið hafa feril sinn í þessum hlaupum. Velheppnað frum- kvöðulsstarf — Hugmyndin að baki Hljómskála- hlaupunum, en þau hófust í byrjun ársins 1969, er þannig til komin að hjá okkur var fjöldi krakka sem við höfðum lítið sem ekkert fyrir að gera. Það voru engar útiæf- ingar sem hægt var að fá þau til að fara í, svo mér datt í hug að reyna að fá þau til að hlaupa eitthvað úti. Fyrstu hlaupin fóru alltaf fram í norðan garra, en við Karl Hólm létum veðrið ekki aftra okkur því að þegar í upphafi sýndu margir unglingar hlaupun- um mikinn áhuga og mættu í hlaup eftir hlaup, en alls urðu þau 6 á vetrinum. I fyrsta Hljómskálahlaupið mættu um 30 krakkar og flestir hafa þeir orðið um 280 í einu hlaupi. Á sínum tíma var þetta nýjung í starfinu hér og gleðilegt til þess að hugsa að fyrirkomulagið hafi verið tekið upp af öðr- um felögum, bæði á höfuðborgarsvæðinu 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.