Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 13

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 13
Guðmundur Þórarinsson meðal þeirra sem hann ann mest, ungra æskumanna, sem taka þátt í keppninni af gleði og áhuga. Guðmundur bryddað upp á mörgum nýj- ungum í frjálsíþróttastarfinu á þessum tíma, nýjungum sem orðið hafa til að auka á vin- sældir íþróttarinnar og fært henni margan nýjan iðkandann. í dag ber hinn mikli uppgangur frjálsíþróttafólks úr lR ljósastan vott um það mikla starf sem Guðmundur hefur unnið. Hefur félagið nú sigrað í 6 ár í röð í Bikarkeppni FRÍ, þeirri keppni sem árlega gefur bezta mynd af því hvaða eitt félag hefur mesta breidd og gróskumesta starfsemi á frjálsíþróttasviðinu. Þá hafa keppendur félagsins í mörg ár verið einna atkvæðamestir í flestum meiri háttar frjáls- íþróttaviðburðum landsins og ófá eru þau íslandsmetin sem keppendur undir merkj- um ÍR hafa sett á þessum árum. Þjálfari í 30 ár íþróttablaðið tók Guðmund nýverið tali og var víða komið við. Var hann fyrst beð- inn að segja frá því hvenær hann hafi byrjað að hafa afskipti af frjálsiþróttum og hjá hvaða félögum hann hafi síðan starfað. — Ég kom heim frá námi rétt fyrir ára- mótin 1947/48 og byrja svo frjálsíþrótta- þjálfun hjá Ármanni vorið 1948. Var ég hjá Ármanni fram í september 1949, en þá var mér sagt upp með eins dags fyrirvara. Hálfu ári síðar hef ég störf hjá Ungmennafélagi Reykjavíkur. Var ég hjá því félagi fram á haustið 1951, en þá held ég til iR. Hef ég síðan verið algjörlega hjá því síðan, að undanskildum árunum 1961 til ’67 en þann tíma dvaldist ég í Svíþjóð og þjálfaði hjá félaginu IFK Norrköping, sem sagt, ég hef fengizt við frjálsíþróttaþjálfun í 30 ár. Fljótlega eftir að Guðmundur hóf störf að nýju hjá IR byrjaði félagið með hlaup fyrir unglinga í Hljómskálagarðinum, en þau hlaup sem þar voru haldin voru hug- mynd Guðmundar. Fyrirkomulag þeirra og tilvera var alger nýlunda í fjálsíþrótta- starfinu hérlendis, og var hugmyndin fljótt tekin upp hjá öðrum félögum og varð að vinsælum þætti starfs þeirra. Hafa margir af fremstu einstaklingum frjálsíþrótta í dag hafið feril sinn í þessum hlaupum, hvort sem þeir hafa síðan lagt fyrir sig hlaup, stökk eða köst. Hljómskálahlaup ÍR naut mikilla vinsælda þegar í byrjun og ákvað Guðmundur og félagið að færa út kvíarnar og efna einnig til þessara hlaupa í Breið- holtinu, og einnig var árlegt hlaup haldið í Vatnsmýrinni. Iþróttablaðið spurði Guð- mund um hugmyndina að baki þessum hlaupum. Einnig báðum við Guðmund að nefna nokkra þá íþróttamenn sem hafið hafa feril sinn í þessum hlaupum. Velheppnað frum- kvöðulsstarf — Hugmyndin að baki Hljómskála- hlaupunum, en þau hófust í byrjun ársins 1969, er þannig til komin að hjá okkur var fjöldi krakka sem við höfðum lítið sem ekkert fyrir að gera. Það voru engar útiæf- ingar sem hægt var að fá þau til að fara í, svo mér datt í hug að reyna að fá þau til að hlaupa eitthvað úti. Fyrstu hlaupin fóru alltaf fram í norðan garra, en við Karl Hólm létum veðrið ekki aftra okkur því að þegar í upphafi sýndu margir unglingar hlaupun- um mikinn áhuga og mættu í hlaup eftir hlaup, en alls urðu þau 6 á vetrinum. I fyrsta Hljómskálahlaupið mættu um 30 krakkar og flestir hafa þeir orðið um 280 í einu hlaupi. Á sínum tíma var þetta nýjung í starfinu hér og gleðilegt til þess að hugsa að fyrirkomulagið hafi verið tekið upp af öðr- um felögum, bæði á höfuðborgarsvæðinu 13

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.