Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 29

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 29
Heimsbikarkeppnin í Dússeldorf Mesti frjálsíþróttaviðburður nýliðins keppnistímabils var sennilega hin svonefnda „heimsbikarkeppni" sem fram fór í Diisseldorf í Vestur-Þýzka- landi fyrir nokkru. Flest bezta frjáls- íþróttafólk heimsins safnaðist þarna saman til keppni, en fyrirkomulag heimsbikarkeppninnar var með þeim hætti að átta lið kepptu í karla- og kvennaflokki. I karlaflokki voru það lið Bandaríkjanna, Vestur-Þýzkalands, Austur-Þýzkalands, og síðan úrvalslið frá Evrópu, Ameríku, Afriku, Asíu og Ástralíu. í kvennaflokki kepptu sömu lið, að öðru leyti en því að Sovétríkin komu í stað Vestur-Þýzkalands. Stigabaráttan var geysilega hörð, sér- staklega þó í karlaflokknum, en þar skar síðasta keppnisgreinin, 4X400 metra hlaupið, úr um hvort það yrðu Banda- ríkin eða Austur-Þýzkaland sem hrepptu sigur í keppninni. Bandaríkja- menn hafa löngum átt mjög góða boð- hlaupssveit, og mátti telja þá örugga um sigur í hlaupinu. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Einn hlauparanna í banda- rísku sveitinni, Maxie Parks, meiddist í hlaupinu og varð að hætta og þar með varð bandaríska sveitin af 9 stigum og sigri í keppninni. Hlutu Þjóðverjarnir alls 127 stig, Bandaríkin 120 stig og V-Þjóðverjar urðu í þriðja sæti með 112 stig. f kvennaflokki varð úrvalslið Evrópu sigurvegari, hlaut 107 stig, en a-þýzku stúlkurnar urðu að gera sér annað sætið að góðu, hlutu 102 stig. Eitt heimsmet var sett í þessari keppni. Bandaríska boðhlaupssvietin í 4X100 metra boðhlaupi hljóp á 38,03 sek. — sem svarar til þess að hver hlaup- ari hafi hlaupið á 9,51 sek.! Bandarísku hlaupararnir sem settu heimsmet í 4X100 metra hlaupi í Dusseldorf. Bill Collins, Cliff Wiley, Steve Williams og Steve Riddick. „Legg ikke opp naa, Grethe . . ." Einn óvæntasti sigurvegarinn í heimsbikarkeppninni í Dússel- dorf var norska stúlkan Grete Waitz. Waitz hefur reyndar verið í fremstu röð hlaupakvenna í heimalandi sínu um alllangt skeið og átti um tíma heimsmetið í 3000 metra hlaupi. Eftir Ólympíuleikana í Montre- al, þar sem henni gekk ekki sérstaklega vel ákvað hún að draga úr æfingum sín- um og vera meira með sér til gamans, heldur en að keppa að árangri. Æfði Grete því fremur lítið í fyrravetur, en þegar dró að keppnistímabilinu jókst áhuginn á ný. Tíminn til æfinga var þó takmarkaður þar sem Grete var í fullu starfi sem kennslukona í Bjölsenskólan- um og að auki var hún að koma sér upp heimili með manni sínum, Jack, en hann er jafnframt þjálfari hennar. Þegar keppnistímabilið hófst kom fljótlega í ljós að Grete var lítið slakari en hún hafði verið áður og árangur sem hún náði í 3000 metra hlaupi á móti í Englandi skömmu fyrir heimsbikar- keppnina varð til þess að hún var valin í Evrópuliðið. f keppnisgrein Gretu, 3000 metra hlaupinu, var sigurvegarinn bók- aður fyrirfram, sovézka stúlkan Ludmila Bragina, sú er hlaut gullveðrlaun í 1500 metra hlaupi í Montreal og á heimsmet- ið í 3000 metra hlaupi 8:27,1 mín. — tími sem margur karlmaður gæti verið stoltur af að ná. Auk Braginu mættu líka þarna til leiks austur-þýzka stúlkan Ul- rike Bruns og bandaríska stúlkan Jan Merrill. en sú síðarnefnda á heimsmetið í 5000 metra hlaupi kvenna. Þessar þrjár voru taldar öruggar að hreppa verð- launasætin í hlaupinu, en Norðmenn gerðu sér miklar vonir um að Grete þeirra myndi ná fjórða sætinu. Þegar hlaupið í Dússeldorf hófst tók bandaríska stúlkan strax forystuna og fór geyst. Var auðséð að hún gerði sér grein fyrir því að hennar eina von í hlaupinu var að freista þess að hlaupa keppinauta sína af sér nægjanlega snemma — hún hafði ekki snerpu á við þær, ef gert yrði út um hlaupið á enda- sprettinum. Hinar voru ekki á því að sleppa henni frá sér og fylgdu eftir í þéttum hnapp. Var það ekki fyrr en um mitt hlaupið að togna tók úr keppenda- Framhald á bls. 66 Grethe Waitz kemur að marki sem sigurvegari í 3000 metra hlaupinu í Dusseldorf. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.