Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 40

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 40
taugamar á mér í sambandi við knatt- spymuna. Til þess að lið nái árangri þurfa allir að leggja fram mikla vinnu, en alltaf eru einhverjir sem eru ekki tilbúnir til þess. f frjálsum íþróttum uppskera menn í sam- ræmi við það sem þeir vilja leggja á sig. Þar er á engan að treysta nema sjálfan sig. Þegar ég lék í knattspyrnuliði Víkings var ég afturliggjandi tengiliður og þurfti því mikið að hlaupa, bæði í vörn og sókn. Þarna gerði ég mér grein fyrir því að ég var fljótari en margur annar, og einhvern veginn var það þannig að ég fór meira og meira að hugsa um frjálsar íþróttir. Þó var engin al- vara hjá mér til að byrja með. Ég var í landsprófi um þetta leyti og hafði aðalá- huga á því að standa mig vel í skólanum og Vilmundur á fullri ferð í Kalottkeppninni sl. sumar þar sem hann varð mjög sigursæll. Vilmundur hefur náð góðum árangri i tugþraut og getur eflaust náð langt í þeirri íþróttagrein. Þarna er hann í langstökkskeppni á Laugar- dalsvellinum. verða hæstur. Þegar ég kom svo í mennta- skóla breyttust viðhorfin nokkuð. Þar þurfti maður ekki að hafa eins mikið fyrir náminu, gat leyft sér að slappa pínulítið af og gefa sér meiri tíma í íþróttirnar. Er ekki fæddur spretthlaupari Vilmundur sagði að það sem hefði orðið sér hvað mest hvatning þegar hann var að byrja að æfa frjálsar íþróttir hafi verið afrek Bjama Stefánssonar, félaga hans úr KR, á Ólympíuleikunum í Munchen 1972. — Ég tók Bjarna mér algjörlega til fyrirmyndar, sagði Vilmundur, — mér fannst hann vera algjör toppmaður og mig langaði til þess að verða eins góður og hann. Því fór ég að æfa á hverjum degi og hef gert það síðan, oftast 2-3 klukkustundir á dag. Það er mikið erf- iði að æfa svona, en maður kemst ekki langt öðruvísi. Ég er ekki fæddur spretthlaupari, en ég held hins vegar að ég hafi ákveðna hæfileika og möguleika á að ná langt ef ég æfi vel og reglulega. — Ertu metnaðargjarn? — Þessari spurningu verð ég að svara játandi. Ég hugsa stundum að ég hafi hæfi- leika til þess að verða góður íþróttamaður, og mér séu gefnir þeir til þess að nota þá. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það þýðir ekki að óska sér hins ómögulega. Ef menn ætla sér um of fer fyrir þeim eins og Galdra-Lofti, en ég ætla að gera það sem mér er mögulegt. Afreksíþróttir eru eins og húsbygging. Ef menn byrja á byggingunni þá vilja þeir ljúka henni. Það hefur enginn áhuga á því að búa í hálfbyggðu húsi, þótt sumir verði reyndar að gera það, — hætta í íþróttunum áður en þeir hafa náð því sem í þeim býr. — Og hvernig stendur ,,húsbyggingin“ hjá þér? — Ég á alla vega eftir að reisa þakið. Þótt mér hafi tekizt að ná eða jafna Islandsmet þá er það aðeins áfangi á þeirri leið sem ég ætla mér að fara. Næsta takmark er að komast í úrslit í Evrópumeistaramótinu næsta ár. Mér hefur enn ekki tekizt að ná langt á stórmóti, og mér finnst vera kominn tími til þess að svo verði. Ég var út af fyrir sig ánægður með árangurinn á heimsleikum stúdenta, en ég veit bara að ég get miklu meira en mér tókst að gera þar. En ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki alltof vel á vegi staddur. Ég er í það minnsta tveimur árum á eftir beztu spretthlaupurunum og ég á eftir að yfirstíga marga örðugleika. Ég minnist þess til að mynda að á heimsleik- unum í Búlgaríu, spjallaði ég við keppi- nauta mína, og þeir voru mjög undrandi þegar ég tjáði þeim að heima á íslandi hefði ég hvorki þjálfara né tartanvöll. Þessir menn voru undrandi á því að ég skyldi ná 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.