Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 47

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 47
vel að sér í bókmenntum og hefur greinilega lesið mikið. — Skólinn tekur venjulega 8 tíma á dag, sagði Vilmundur, — ég æfi í 2—3 tíma og þar af leiðandi á ég nokkurn tíma aflögu til þess að sinna öðrum hugðarefnum mínum. Ég hef mjög gaman af tónlist og þó sér- staklega bókmenntum. Ég hef alltaf bækur Steins Steinarrs með mér til Englands, og þegar ég er illa upplagður gríp ég oft í þær og sæki mér þartgað andlega uppörvun og skemmtun. Ég hef lesið mjög mikið af ljóð- um bæði yngri og eldri skálda, og hef einnig alltaf mikla ánægju af því að lesa skáldverk, sérstaklega ef þau eru ekki mjög löng. Ein- hvem veginn er það þannig að ef maður hefur áhuga á einhverju þá finnur maður sér alltaf tíma til þess að sinna þeim hugð- arefnum. Framtíðarmarkmiðin Þegar Vilmundur var spurður um fram- tíðarmarkmið hans í íþróttunum, var hann nokkuð tregur til svara. — Ég hef reynt að hafa það að leiðarljósi að segja minna og gera meira, sagði hann, — en það er út af fyrir sig ekkert leyndarmál og næsta sumar tetla ég að einbeita mér að 100 og 200 metra hlaupi og komast á Evrópumeistaramótið. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með þetta keppnistímabil, þar sem ég hafði ætl- að mér mun meira en náðist. Ég missti reyndar heilan mánuð úr vegna meiðsla sl. vor og varð auðvitað að gjalda þess. Síðar er það ætlunin að snúa sér ef til vill að 400 metra hlaupinu, en til þess að geta farið í það þarf ég að ná meiri tækni en ég hef núna yfir að ráða. Þar er ekki nóg að hafa kraftinn, heldur verður maður að kunna að slappa af í hlaupinu til þess að geta haldið hraðanum. Til þess að verða góður 400 metra hlaupari þarf maður að vera nokkuð öruggur að geta hlaupið 200 metrana á 20,5 sek. — Ég lýk námi í Bretlandi árið 1979, sagði Vilmundur, — og eftir það stefni ég að því að fara í tveggja ára sjúkraþjálfaranám í Bandaríkjunum. Þar veit ég að mér verður boðið upp á fullkomnar aðstæður. Ég gat teyndar farið þangað strax, en var ekki ánægður þegar ég komst að raun um að skólinn var ekki aðalatriði, heldur að maður æfði og keppti í hlaupum og hlypi þegar til þess væri ætlazt. Ég vil hlaupa þegar ég vil það sjálfur. En í Bandaríkjunum ætti mér að bjóðast aðstaða til þess að æfa vel fyrir Ólympíuleikana í Moskvu 1980, og einmitt á því ári ætti ég að vera í toppformi fyrir spretthlaup. Þá verð ég 26 ára að aldri, en upp úr því er hætt við að ég verði að snúa mér að öðrum greinum, ef ég held áfram í þessu, og hef ég þá mikinn áhuga á tug- þrautinni. 8000 stig í tugþraut er draumur- *nn, hvort sem hann rætist eða ekki. SKI-DOO frá BOMBARIER Stærsta framleiðanda vélsleöa í heiminum Við getum boðið til afgreiðslu fljótlega, örfáa: SKI-DOO ALPINE „Tvö 15“ belti — 65 hestafla vél, upplagður fyrir björgunarsveitir og vinnuflokka, þetta er sleðinn sem fer það sem hinir fara ekki. SKI-DOO EVEREST 78 með 17“ Belti 45 hestöfl, stór og sterkur ferðasleði, með öllum mælum og startara. Einnig fyrirliggjandi: fólks- og vöruflutningasleða aftaní vélsleða, sjá mynd. Gísli Jónsson & Co. h.f., Sundaborg 41, sími 86644. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.