Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 31
Heimsbikarkeppnin í Diisseldorf Hlutverka- skipti á toppnum Vaktaskipti á toppnum í 1500 metra hlaupinu, sögðu blaðamenn eftir keppnina á Rheinstadion í Diiss- eldorf. Þeir sem höfðu þau skipti voru Ný-Sjálendingurinn John Walker, heimsmethafi í míluhlaupi og 21 árs krangalegur Breti frá Brighton, Stephen Ovett að nafni. Stakk Ovett keppinauta sína af í hlaupinu, en John Walker hætti hins vegar þegar um 100 metrar voru eftir í markið, og þótti mörgum það súrt í broti og ekki stórmannlegt hjá methafanum að gef- ast upp þegar hann sá að hann átti ekki sigurmöguleika. Þótt sigur Ovetts í Dusseldorf væri hans mesti sigur á hlaupabrautinni til þessa, er hann þó löngu kunnur sem góður hlaupari. Hann var ekki nema 17 ára þegar hann vakti fyrst athygli með afrekum sínum, en þá varð hann brezkur meistari í 800 metra hlaupi. Ári síðar hlaut hann silfurverðlaun í þeirri grein á Evrópumeistaramótinu í Róm. Á Ólympíuleikunum í Montreal var Ovett meðal keppenda, en náði ekki sérlega góðum árangri. Þar fylgdist hann með Alberto Juantorena, Kúbumanninn sem hlaut gullverðlaun bæði í 400 og 800 metra hlaupi, og sannfærðist um að þennan mann gæti hann aldrei sigrað. Því sneri Ovett sér að lengri hlaupum, með von um að geta blandað sér 1 baráttuna í þeim á Ólympíu- leikunum í Moskvu. Árangurinn lét ekki á sér standa. I fyrsta skipti sem hann hljóp 5000 metra hlaup náði hann tímanum 13:53,4 og bætti þann árangur í 13:25,0 mín. í næsta hlaupi sínu. 1 Diisseldorf var Ovett hinn sterki í 1500 metra hlaupinu og bætti sinn bezta árangur um heilar þrjár sekúndur, hljóp á 3:34,5 mín. Hefði hann ekki fallið í þá freistni að veifa til áhorfenda þegar hann var orðinn öruggur sigurvegari, er mjög sennilegt að hann hefði getað bætt Evrópumet Frakkans Hean Wadoux, en það er 3:34,0 mín. — Ég hljóp til þess að vinna, ekki til að setja met, sagði Ovett eftir hlaup þetta. — Metið kemur síðar. — En hvað skeði hjá John Walker? — Það steig einhver ofan á mig og þar með missti ég taktinn í hlaupinu, sagði Walker. — Ég sá að ég átti enga möguleika og ákvað því að hætta hlaupinu. Ég á mína slæmu daga sem aðrir, en ég mun ekki láta Frá 1500 metra hlaupinu í Diissel- dorf. John Walker hefur enn foryst- una, en Steve Ovett fylgir honum fast á eftir og fór frammúr örskömmu eftir að myndin var tekin. Að baki þeim má m.a. sjá Austur-Þjóðverjanna Júrgen Straub. mig þótt svona færi. Stephen Ovett er frá- bær hlaupari, sem ég á örugglega eftir að mæta á hlaupabrautinni oft í framtíðinni, og þá gefst mér tækifæri til þess að svara fyrir mig. — Þetta er rétt hjá Walker, sagði Ovett, — það er ekki hægt að dæma um hvor okkar er betri eftir eitt hlaup. Walker hefur hlaupið mjög vel í sumar og nánast verið ósigrandi. Núna var líka mikið álag á hon- um. Allir kröfðust sigurs af honum, og helzt heimsmets. Það er ekki gott að hlaupa undir slíkri pressu. Raunir Eins og jafnan á stórmótum fengu ekki allir íþróttamenn- irnir óskir sínar uppfylltar í heimsbikarkeppninni í Diissel- dorf. Þar skiptust á skin og skúrir, heppni og óheppni, eins og alltaf áður. Fáir keppendur á þessu móti voru jafn- óheppnir og sænski hindrunarhlaupar- inn Dan Glans, en hann var álitinn mjög sigurstranglegur í sinni grein og hafði lengi vel forystuna 1 hlaupinu. Þegar hann var að fara yfir hindrunina við vatnsgryfjuna í næst síðasta sinn varð hann fyrir því óhappi að detta og fór bókstaflega í kaf í gryfjuna. Var Glans 1 stórhættu þar sem hann var að brölta á fætur í gryfjunni, meðan keppinautar hans voru að fara framhjá, en slapp sem betur fer við það að fá gaddaskó þeirra í sig. Auðséð var að Glans leið mjög illa er hann gat komizt úr gryfjunni og inn á grasvöllinn. Hann hrópaði hástöfum á hjálp og bað um að fá íspoka. Enginn kom honum til hjálpar, og stóð fyrirliði Evrópuliðsins sem Glans var fulltrúi fyrir, Finninn Gustav Laurel í ströngu við verði á vellinum um að fá að koma Glans til hjálpar. Fór svo að lokum að Glans varð að brölta á fætur og staulast að miðstöð sjúkraliða á vellinum, þar sem hann var athugaður lauslega. Síðan var kallað á sjúkrabíl og Glans fluttur í skyndi á sjúkrahús. Kom þar í ljós að liðbönd höfðu slitnað í ökla hans og þurfti hann að gangast undir töluverða aðgerð. Glans fékk fljótlega félagsskap á stofuna sem hann lá á. Vestur-þýzki hindrunarhlauparinn, Frank Baum- gartl, hafði einnig meiðzt í hlaupinu og varð að gangast undir aðgerð. — Það versta var að við gátum lítið talað sam- an, þar sem ég kann ekki þýzku og hann ekki sænsku, sagði Glans. Dan Glans hefur skriðið upp úr vatnsgryfjunni og liggur á grasinu við brautina illa haldinn. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.