Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 53

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 53
TflW/MGfeferti/ 7. bezti golfleikari heims, en féll niður í 12. sætið 1976. — Þetta var afskaplega erfiður tími fyrir mig, sagði Watson. — Ég var eins og skákmaður sem kann ekki byrjanirnar. Þegar þær vantar gildir einu hvort menn geta teflt miðtaflið vel og endataflið ágæt- lega. — Þeir komast einfaldlega aldrei svo langt að geta sýnt þar hæfileika sína. Ég hafði ekki nema eitt ráð og það var að æfa mig og æfa mig meira og betur. Stundum lagði ég svo hart að mér að mig dauðverkj- aði í hendur og handleggi á kvöldin. Það eru gömul og ný sannindi að æfingin skapi meistarann. Þau komu fram hjá Tom Watson á yfirstandandi keppnistímabili. Árið 1977 hefur verið hans bezta ár í golf- íþróttinni til þessa og hápunkturinn var vit- anlega sigurinn í „British open“. Keppnin í „British open“ í ár var skemmtilegri og líflegri en verið hefur nokkru sinni fyrr. Fyrsta keppnisdaginn gekk stórstjömunum ekki alltof vel og ung- ur golfleikari frá Bandaríkjunum, John Schroeder, hafði forystuna að honum lokn- um. Var mikið rætt um hvort pilti þessum tækist að halda hlut sínum og leika jafnvel og hann hafði gert. Voru flestir vantrúaðir á það, enda kom fljótlega í ljós að hans tími var ekki kominn. Stjömumar: Ben Crens- haw frá Bandaríkjunum, Lee Trevino, Hubert Green, Jack Nicklaus og Tom Wat- son tóku fljótlega forystuna og þegar eftir var að leika 18 holur voru þeir Tom Watson og Jack Nicklaus hnífjafnir, höfðu báðir leikið á 203 höggum. Þegar lokaslagurinn hófst kom í lós að Watson var áberandi taugaóstyrkur. Hann neitaði meira að segja að beygja sig undir gamla hefð í keppni þessari, þá að þrír efstu menn voru myndaðir saman, áður en loka- átökin hefjast. Varð Watson óvinsæll fyrir hjá áhorfendum og þá ekki síður blaða- mönnum og ljósmyndurum sem beðið höfðu þess með eftirvæntingu að sjá kapp- ana stilla sér upp. Urðu þeir að láta sér nægja að fá mynd af þeim Nicklaus og Grenshaw saman. Taugaslappleiki Watsons kom líka strax í ljós á golfvellinum. Honum mistókst illa á 1. og 4. holu og þegar farið var að leika 5. holuna hafði Nicklaus náð þriggja högga forystu. En þar með var líka sem berserksgangur rynni á Watson. Á þremur næstu holum tókst honum með stórkostlegri frammistöðu að vinna upp forskot Nicklaus og eftir það voru þeir jafnir fram á 15. holu, en þá tókst Nicklaus aftur að ná tveggja högga forystu, eftir að Watson mistókst tvívegis stutt „pútt“. Þegar hér var komið sögu voru allir áhorfendur vissir um að sigurinn yrði gullna bjamarins, — að hann hefði náð því for- skoti sem ekki yrði af hendi látið. En á 17. holu var raunar gert út um keppnina. Par á holu þessa er 4, en Watson náði gífurlegu upphafshöggi og lenti kúlan aðeins örfáa sentimetra frá holunni. Kúla Nicklaus lenti hins vegar 6—7 metra til hægri við grasflötina. Átti Watson ekki í erfiðleikum að koma kúlu sinni í holuna í fyrsta pútti, en Nicklaus varð hins vegar að tvípútta. Þar með hafði Watson tekið for- ystu í fyrsta skipti í þessari keppni og þar sem báðir kappanir léku síðustu holuna á pari varð sigurinn hans. 268 högg notaði hann samtals, og bætti þar með verulega metið í keppni þessari, en það var 276 högg og var í eigu þeirra Arnolds Palmes og Tom Weiskopf. — Ég hef aldrei orðið eins glaður og þegar þessari keppni lauk, sagði Watson. að sigri unnum. — Brautirnar á þessum golf- velli eru hræðilega „lúmskar" og það tekur ótrúlega á taugarnar að keppa héma. Fyrir mér var það allt að sigra Jack Nicklaus — með því að gera það veit ég að ég hlýt að vera góður golfmaður. Það þarf mikið til þess að sigra Nicklaus, þar sem hann er frábær íþróttamaður, í einu orði sagt. — Ætti eg að keppa aftur á þessum velli á næstu vikum myndi ég ganga af göflunum. Það er eins og maður geti aldrei verið viss um það hér, hvert boltinn fer, eða hvar hann lendir. Tom Watson gat ekki leynt gleði sinni er hann tók við sigurlaununum í keppninni að þessu sinni. Tár runnu niður kinnar hans. — Einhvern veginn fannst mér ég eiga gripinn sem ég tók við, sagði Watson, — og það voru mér meiri vonbrigði nú en 1975 að þurfa að skila honum strax aftur, en rétt eins og í hinni frægu Wimbledon tenniskeppni, fá verðlaunahafamir ekki að hafa verð- launagripina brott með sér, heldur verða að skila þeim strax aftur. Linda Watson lét þó búa til eftirlíkingu af verðlaunabikarnum og færði bónda sínum hann við fyrsta tæki- færi. — Þessi hugulsemi konu minnar var mér mikil sárabót, sagði Watson. Eins og jafnan áður skildi keppnin í Bretlandi í sumar eftir sig margar skemmti- legar sögur af keppendunum sem þar áttust við. Ein sagan var á þá leið að Tom Watson og landi hans Arnold Palmer hittust í lyftu á hóteli. Átti Watson að hafa virt Palmer vandlega fyrir sér, og sagt síðan alvarlegur: — Heyrðu nú Arnie, þú ert að verða feitur. — Palmer svaraði játandi, þagði síðan smástund og sagði síðan við Watson. — Annars ferst þér ekki að tala, þú ert að verða horaður — á höfðinu. Fylgir sögunni að Tom Watson hafi síðan dag hvern skoðað 77/ hamingju. Jack Nicklaus varð fyrstur til að óska Tom Watson til hamingju með sigurinn í Brithis open. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.