Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 63

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 63
 ÍÞRÓTTIR £t ÚTILÍF »1 Utilíf Byssur eru af mismunandi gerð- um og kosta mismunandi mikið. Þetta safn var myndað í Goða- borg. Efst er fimrn skota Win- chester (pumpa) sem kostar kr. 55.200. Næst er Ebai, tvíhleypa (Spönsk, hlið við hlið) kr. 54.500. Þá er einhleypt Stevens, kr. 15.000 og loks þriggja skota Mossberg, (Bolt action) á kr. 37.500. Allar þessar haglabyssur eru cal. 12. Ein er sú íþrótt sem íþróttaskríb- entar gefa ekki mikinn gaum að öllum jafnaði, það er skotfimi. Á íslandi er þó töluvert stór hópur manna sem leggur stund á þessa íþrótt og hún er líka alþjóðleg keppnisgrein. Skotfélag Reykjavíkur og önnur slík félög gangast fyrir keppnum í þessari grein og þá fáum við stundum að sjá myndir af einhverri kempu með byssu um öxl og bikar í hendi, en þess á milli eru „skothvellirnir" dempaðir. Skotfimi hefur þó þá sérstöðu meðal íþróttagreina að það er sérstaklega gaman að stunda hana utan æfinga- svæðisins og má kannske segja að þar njóti hún sín best. Það er líka hægt að hagnast töluvert á þessari íþrótt. Hér fyrr á árum þegar fá- tækt var mikil varð byssan oft barn- mörgum fjölskyldum til bjargar. Fátæk- legur kosturinn var bættur með fugli, sel eða jafnvel hreindýri, sem hafði fallið fyrir byssu heimilisföðurins. Þetta er sem betur fer liðin tíð, en enn eru þeir fjölmargir sem ná sér í rjúpu í jólapott- inn og hafa jafnvel töluverðar aukatekj- ur af því að selja það sem þeir veiða umfram eigin þarfir. Skyttur og boðorð þeirra Fjölbreytt bráð Þegar talað er um fuglaveiðar dettur mönnum helst í hug rjúpa og gæs. En það er þó alger óþarfi að einskorða sig við þessar tegundir, þótt gómsætar séu. Á Islandi eru hvorki meira né minna en þrjátíu og þrjár tegundir fugla sem má veiða. Reyndar eru þeir ekki allir ætir, sumt eru vargfuglar sem veiðimenn hjálpa til að halda í skefjum. Leyfi til að veiða sumar tegundimar eru árstíðabundin og að sjálfsögðu hlíta allir góðir veiðimenn reglum sem þar um eru settar. Til glöggvunar birtum við hér töflu sem sýnir friðunar- og veiðitíma þeirra fuglategunda sem ekki njóta algerrar friðunar. Forráðamenn fþróttablaðsins hafa hug á að hafa reglulega þætti um byssur og byssusport í blaðinu og er það vel. En þar sem þetta er sú fyrsta (sem höf. er Rifflar eru ekki síður fjölbreyttir. Efst er Brno, 22 cal. á kr. 38.200. Næst er Marlin (Lever action) í.22 Magnum á kr. 45.000. Þá er Brno cal. 222 á kr. 76.500 og loks Sako cal. 243 á kr. 107.000. (Myndir J. Long). kunnugt um) er kannske rétt að miða hana dálítið við byrjendur í faginu. Það skal þó tekið fram strax að þótt vonandi komi hér fram punktar sem einhverjum koma að gagni er langt frá að þetta sé nein tæmandi leiðsögn. Hvaða byssu? Það fyrsta sem menn hugsa um þegar þeir fá áhuga á skotfimi eða veiðum er, eðlilega, hverskonar byssu þeir eigi að fá sér. Auðvitað er ekki hægt að gefa út neina allsherjarreglu um þetta, en níu af hverjum tíu skotmönnum hafa þó lík- lega byrjað með 22 cal. riffil. Og níu af hverjum tíu munu telja það hentugustu byrjunina. Rifflar af hlaupvídd .22 eru léttir, þægilegir í meðförum og hafa ekki mjög hátt. Þeir „slá“ líka sama og ekkert og eru því miklu hentugri til fyrstu æfinga en stærri vopn sem bæði slá mikið og hafa hátt. Auk þess eru þeir margfalt ódýrari í rekstri. Veiðimönnum ber siðferðileg skylda til að æfa sig vel í skotfimi áður en þeir ganga til veiða. Ekkert er góðum veiði- manni ógeðfelldara en að særa bráð sína. Hann skýtur því ekki fyrr en hann er viss um að fella hana í einu góðu skoti. SJÁ NÆSTU SÍÐUR 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.