Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 29

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 29
Heimsbikarkeppnin í Dússeldorf Mesti frjálsíþróttaviðburður nýliðins keppnistímabils var sennilega hin svonefnda „heimsbikarkeppni" sem fram fór í Diisseldorf í Vestur-Þýzka- landi fyrir nokkru. Flest bezta frjáls- íþróttafólk heimsins safnaðist þarna saman til keppni, en fyrirkomulag heimsbikarkeppninnar var með þeim hætti að átta lið kepptu í karla- og kvennaflokki. I karlaflokki voru það lið Bandaríkjanna, Vestur-Þýzkalands, Austur-Þýzkalands, og síðan úrvalslið frá Evrópu, Ameríku, Afriku, Asíu og Ástralíu. í kvennaflokki kepptu sömu lið, að öðru leyti en því að Sovétríkin komu í stað Vestur-Þýzkalands. Stigabaráttan var geysilega hörð, sér- staklega þó í karlaflokknum, en þar skar síðasta keppnisgreinin, 4X400 metra hlaupið, úr um hvort það yrðu Banda- ríkin eða Austur-Þýzkaland sem hrepptu sigur í keppninni. Bandaríkja- menn hafa löngum átt mjög góða boð- hlaupssveit, og mátti telja þá örugga um sigur í hlaupinu. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Einn hlauparanna í banda- rísku sveitinni, Maxie Parks, meiddist í hlaupinu og varð að hætta og þar með varð bandaríska sveitin af 9 stigum og sigri í keppninni. Hlutu Þjóðverjarnir alls 127 stig, Bandaríkin 120 stig og V-Þjóðverjar urðu í þriðja sæti með 112 stig. f kvennaflokki varð úrvalslið Evrópu sigurvegari, hlaut 107 stig, en a-þýzku stúlkurnar urðu að gera sér annað sætið að góðu, hlutu 102 stig. Eitt heimsmet var sett í þessari keppni. Bandaríska boðhlaupssvietin í 4X100 metra boðhlaupi hljóp á 38,03 sek. — sem svarar til þess að hver hlaup- ari hafi hlaupið á 9,51 sek.! Bandarísku hlaupararnir sem settu heimsmet í 4X100 metra hlaupi í Dusseldorf. Bill Collins, Cliff Wiley, Steve Williams og Steve Riddick. „Legg ikke opp naa, Grethe . . ." Einn óvæntasti sigurvegarinn í heimsbikarkeppninni í Dússel- dorf var norska stúlkan Grete Waitz. Waitz hefur reyndar verið í fremstu röð hlaupakvenna í heimalandi sínu um alllangt skeið og átti um tíma heimsmetið í 3000 metra hlaupi. Eftir Ólympíuleikana í Montre- al, þar sem henni gekk ekki sérstaklega vel ákvað hún að draga úr æfingum sín- um og vera meira með sér til gamans, heldur en að keppa að árangri. Æfði Grete því fremur lítið í fyrravetur, en þegar dró að keppnistímabilinu jókst áhuginn á ný. Tíminn til æfinga var þó takmarkaður þar sem Grete var í fullu starfi sem kennslukona í Bjölsenskólan- um og að auki var hún að koma sér upp heimili með manni sínum, Jack, en hann er jafnframt þjálfari hennar. Þegar keppnistímabilið hófst kom fljótlega í ljós að Grete var lítið slakari en hún hafði verið áður og árangur sem hún náði í 3000 metra hlaupi á móti í Englandi skömmu fyrir heimsbikar- keppnina varð til þess að hún var valin í Evrópuliðið. f keppnisgrein Gretu, 3000 metra hlaupinu, var sigurvegarinn bók- aður fyrirfram, sovézka stúlkan Ludmila Bragina, sú er hlaut gullveðrlaun í 1500 metra hlaupi í Montreal og á heimsmet- ið í 3000 metra hlaupi 8:27,1 mín. — tími sem margur karlmaður gæti verið stoltur af að ná. Auk Braginu mættu líka þarna til leiks austur-þýzka stúlkan Ul- rike Bruns og bandaríska stúlkan Jan Merrill. en sú síðarnefnda á heimsmetið í 5000 metra hlaupi kvenna. Þessar þrjár voru taldar öruggar að hreppa verð- launasætin í hlaupinu, en Norðmenn gerðu sér miklar vonir um að Grete þeirra myndi ná fjórða sætinu. Þegar hlaupið í Dússeldorf hófst tók bandaríska stúlkan strax forystuna og fór geyst. Var auðséð að hún gerði sér grein fyrir því að hennar eina von í hlaupinu var að freista þess að hlaupa keppinauta sína af sér nægjanlega snemma — hún hafði ekki snerpu á við þær, ef gert yrði út um hlaupið á enda- sprettinum. Hinar voru ekki á því að sleppa henni frá sér og fylgdu eftir í þéttum hnapp. Var það ekki fyrr en um mitt hlaupið að togna tók úr keppenda- Framhald á bls. 66 Grethe Waitz kemur að marki sem sigurvegari í 3000 metra hlaupinu í Dusseldorf. 29

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.