Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 38
knattspyrnumaður. — Það var pabbi
sem skapaði áhuga minn á knattspyrnu,
hefur Best sagt, — og það var hann sem
gekk fram fyrir skjöldu þegar ég ætlaði
að gugna á því að fara til Manchester
United í Old Trafford. Ég kom til fé-
lagsins þegar ég var aðeins 15 ára, en
mér leiddist svo mikið, og leið af heim-
þrá, að ég fór til Belfast eftir tveggja
daga veru þama. Pabbi taldi þá kjark-
inn í mig, og brátt var ég aftur í Man-
chester. í þetta sinn gekk mér betur,
ekki sízt vegna þess að framkvæmda-
stjóri Manchester United, Matt Busby,
kom mér fyrir hjá gamalli konu sem átti
heima utan borgarinnar, og hún var
mér einstaklega góð.
George Best var snemma svo heill-
aður af knattspyrnunni, að um nám
varð ekki að ræða hjá honum. Knatt-
spyrnan var honum allt, jafnvel trúar-
brögðin sátu á hakanum.
— Þegar ég var drengur lét ég meira
að segja trúarbrögðin afskiptalaus,
sagði Best, — ég er mótmælandi en var i
skóla í kaþólsku hverfi. Oft lenti ég í
slagsmálum við kaþólikkana þegar ég
var á leið til og frá skólanum, en þeir
gátu ekki æst mig upp til neinna
hefndaraðgerða, né dregið mig inn i
það fáránlega stríð sem þama stendur.
Styrjöldin í Norður-írlandi hefur
George Best þó ekki sloppið við. Þegar
hann var hvað frægastur kom það oft
fyrir að hann fékk lögregluvernd sólar-
hringunum saman, vegna þess að hon-
um hafði verið hótað árásum. Fyrir leik
í Newcastle fékk hann t.d. hótun um að ,
verða skotinn á vellinum.
— Ég var dauðhræddur í þeim leik,
Skeggjaður og hippalegur hefur George
Best jafnan þótt, en það hefur ekki
komið svo mikið að sök.
og stóð ekki kyrr eina einustu sekúndu,
hefur Best sagt, — meira að segja ekki
þegar leikurinn var stöðvaður. Ég hljóp
eins mikið og ég gat í krákustigum. Eftir
leikinn hundskammaði ég félaga mína
fyrir að hafa ekki faðmað mig, eftir að
ég skoraði eina mark leiksins, en þá
hefðu þeir um leið verndað mig fyrir
hugsanlegri árás.
Best hefur jafnan sem minnst viljað
segja um borgarastríðið í írlandi. —
Auðvitað hugsa ég oft um þessi átök
hefur hann sagt, og þau snerta mig á
vq'ÆJ i Jfe ' " ■ Mjb • < W ■
þann hátt að fjölskylda mín hefur orðið
fyrir barðinu á þeim. Einu sinni þegar
önnur yngri systir mín var á leiðinni á
dansleik var skotið á hana. Skotið fór í
annan fót hennar, en sem betur fer
slapp hún við alvarleg meiðsli. Ég hef
líka orðið þess var að sumir gera allt
sem þeir geta til þess að koma nafni
mínu inn í þessi átök. Ég frétti t.d. einu
sinni að ég hefði gefið Jan Paisley 3
milljónir króna vegna byggingar einnar
af kirkjum hans. Þetta var tóm vitleysa.
Með því að gefa peninga til þessara
bygginga hefði ég sjálfsagt undirritað
eigin dauðadóm.
George Best segir að frægðin sem
hann hlaut í Manchester hafi reynst sér
dýru verði keypt. — Ég kom mér upp
verzlunum og næturklúbbum í borg-
inni, og það kom oft fyrir að fólk gekk
framhjá þessum fyrirtækjum mínum og
hrækti á rúðurnar, eða rak tunguna út
úr sér framan í mig. Á kvöldin kom það
líka oft fyrir að hópur fólks var á sveimi
í kringum íbúðarhús mitt, og jafnvel lá
þar á gluggum. Þegar ég sýndi mig var
hrópað að mér ókvæðisorðum, eða þá
að skorað var á mig í slagsmál. Já, og
ósjaldan var mér hótað því að verða
tekinn og klipptur og rakaður. Feður
héldu að ég hugsaði ekki um annað en
dætur þeirra og eiginmenn héldu líka
að ég hefði sérstakan augastað á kon-
unum þeirra. Ég var satt að segja al-
gjörlega undrandi á því hvað margir
ömuðust við síðu hári og skeggi mínu:
Jafnvel Jesús Kristur var ekki gagn-
rýndur fyrir að vera síðhærður og með
skegg.
George Best var fyrsti knattspyrnu-
maðurinn sem lét sjá sig á knatt-
spyrnuvöllunum með mikið hár, og
Portúgalirnir kölluðu hann „E1 Beatle“
þegar hann og United höfðu fjaðrastíft
lið þeirra Benfica í hinum fræga 5—0
leik þessara félaga.
— Ég gleymi aldrei þeim leik, hefur
Matt Busby, þáverandi framkvæmda-
stjóri Manchester United oftsinnis sagt.
— Við héldum fund fyrir leikinn,
sagði framkvæmdastjórinn, og þar var
ákveðið að leika mjög varlega, sérstak-
lega fyrstu tuttugu mínútumar. Leggja
alla áherzluna á vömina og það að fá
ekki mark á okkur. En Best hlýtur að
Nú er Best loksins genginn í það heil-
aga. Eiginkonan er bandarísk ljós-
myndafyrirsæta, Angela MacDonald
James að nafni.