Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 24

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 24
um okkur í mörg ár og orðinn mjög góður vinur okkar — og hafi beitt þessari aðferð til þess að halda ákveðinni fjarlægð. Þetta var ekki eins skemmtilegt fyrír leikmenn en menn fengu samt góða þjálfun og þrátt fyrir allt var þetta eftirminnileg- ur tími." — Undir stjórn hvaða þjálfara vildurðu helst vera að Kristjáni und- anskildum? „Af þeim sem eru að í dag hefur mér heyrst að Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, séekkertólíkur Kristjáni — mjög fær, skemmtilegur og léttur þjálfari." — Talandi um Þorgils Óttar, sem er sjálfstæðismaður og í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, ræðið þið einhvern tímann pólitík á æfingum? „Pólitík het'ur ekki verið rædd af neinu viti á æfingum síðan Viggó Sig- urðsson var með liðið. Hann er gegn- sýrður krati og það var stundum rosa- legt að fylgjast með honum og Þorgils þegar þeir tóku rispurnar. Eitt sinn, þegar við vorum erlendis í æfinga- ferð, sátu þeirandspænis hvoröðrum í 2-3 klukkutíma, börðu í borðið, öskruðu og stöppuðu niður fótum og létu öllum illum látuni. Þeir voru að deila um pólitík. Eg hef aldrei orðið vitni að öðru eins. Þeir voru öskuill- ir." — Hefurðu tró á Þorgils sem póli- tíkus? „Ég er kannski ekki rétti maðurinn til þess að svara því vegna þess að ég fylgist ekki nægilega vel með stjórn- málaumræðunni. Mér heyrist á mörgum að honum fari fram. Ég hef trú á honum miðað við þau kynni sem ég hefaf honum. Hann erþrjósk- ur og harður á sínu sem er líklega „Maður fer nú að fá sér herðapúða — „ÞEIR ÖSKRUÐU OG STÖPPUÐU NIÐUR FÓTUNUM" kostur í pólitík. Hann á eftir að skól- ast í þessu og verður örugglega sanngjarn ípólitíkinni íframtíðinni." — Nú ert þú „áspenanum hjá" hjá Guðmundi Árna bæjarstjóra — starfar í atvinnumálanefnd Hafnar- fjarðar. Hvaða ákvarðanir tækirðu ef þú væri bæjarstjóri Hafnarfjarðar í einn dag? „Ég myndi ganga í lið með Þorgils Óttar vini mínum og láta breyta fyrir- þetta er ekki hægt lengur." huguðu stórhýsi sem byggja á við Fjarðargötu. Ég er sammála því að reisa verslunarmiðstöð og hótel þarna en það mætti falla betur inn í það rótgróna og virðulega umhverfi sem miðbærinn er í." — Hvernig handboltamaður var Guðmundur Árni Stefánsson? „Ég var ekki byrjaður með meist- araflokki þegar Guðmundur Árni lék með FH en hann og pabbi léku sam- an. Égfór vitanlega stundum á æfing- ar með pabba og minningarnar, sem ég á frá þeim tíma um Guðmund Árna, eru brandararog aftur brandar- ar. Hann var góður handboltamaður og var fyrirliði, að mig minnir, þegar liðið varð bikarmeistari árið 1977." — Var pabbi þinn góður hand- boltamaður? „Já, ég held að hann hafi verið í sleipara lagi en hann lék með FH í 20 24

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.