Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 49

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 49
reiknaður á 1000 klst. af leik, var 9,3 en sá fjöldi sem OLLI FJARVERU var hins vegar 5,5 meiðsli/1000 klst. Konur meiddust oftar en karlar á hverjar 1000 klst. leiks og einnig á hverjar 1000 klst. æfinga (p< 0,05). Meiðsli henda jafnt í keppni sem á æfingum en tíðni þeirra er hlutfalls- lega mun meiri í keppni (42,4/1000 klst.) heldur en á æfingum (3,4/1000 klst). Segja má að það endurspegli hraðann og ákafann, sem á sér stað í keppni, og sé áhættuþáttur keppnis- íþrótta. TEGUND OG STAÐ- SETNING MEIÐSLA LIÐBANDAMEIÐSLI voru algeng- ustu áverkarnir (40,9% meiðsla) og er það sambærilegt við rannsókn Collianders o.fl. (1986) i Svíþjóð. Konur höfðu meiri tilhneigingu til að beinhimnubólgu en karlar. Þetta er athyglisvert þegar litið er á mat leik- manna á þjálfun. Þar má sjá að marg- ar kvennanna eru óánægðar með þjálfun á undirbúningstímabili en sú þjálfun er grunnurinn að því að vel gangi síðar. ÖKKLINN var algengasti meiðslastaðurinn og var þá nær und- antekningarlaust um að ræða lið- bandatognun eða slit. FINGURMEIÐSLI voru næstal- gengustu meiðslin og voru fleiri kon- ur en karlar sem skráðu þau meiðsli. Yde og Nielsen (1988) benda á að fingurmeiðsli séu algengari hjá kon- um vegna lélegri knatttækni og minni styrks í fingrum og handleggjum. Þetta eru atriði, sem þjálfa mætti upp, en við bendum jafnframt á að smærri hendur eiga erfiðara með að hafa stjórn áboltanum sem er bæði stórog þungur. Keppnistímabilið 1991 -'92 var í fyrsta skipti gerð sú breyting á reglum KKÍ að konur léku með léttari knött en karlar og er það vel. STAÐA LEIKMANNS Bakverðir skráðu flest meiðsli og voru liðbandameiðsli og ökkla- meiðsli algengust. Þeir skáru sig úr leikmönnum í öðrum stöðum því hjá þeim var meira um beinhimnubólgu á sköflungi. Bakverðir eru hvað mest með boltann í keppni og á æfingum þar sem líkt er eftir keppni. Þeir eru því mikið að plata andstæðinginn með snöggum snúningum og stopp- um og krefst það eðlilega meiri fóta- vinnu. Þeir leikmenn, sem þjást af beinhimnubólgu, þurfa því sérstak- lega að huga að skóbúnaði sínum og fara varlega af stað á undirbúnings- tímabilinu. í atvinnumennsku í Bandaríkjunum hafa bakverðir lægri meiðslatíðni en leikmenn í öðrum stöðum. Framherjar meiddust minnst ogvoru liðbandameiðsli langalgeng- ustu meiðslin meðal þeirra. Ökkla- meiðsli voru mjög tíð og nær þrefalt algengari hjá þeim en miðherjum. Þetta mætti skýra með því að þeireru meira á hreyfingu en miðherjarnir (sem eyða mestum tíma undir körf- unni), bæði í vörn og sókn, og stökkva meira í fráköstum. Miðherj- arnir skráðu fleiri vöðvameiðsli en liðbandameiðsli, öfugt við leikmenn í hinum stöðunum. Þeir eru oftast hæstu menn liðsinsog þvíe.t.v. svifa- seinni. Þeir skráðu oftar mar og meiðsli á hnjám en aðrir leikmenn. Líklega lenda þeiroftarog/eða íharð- ara samstuði við aðra leikmenn undir körfunni. ORSAKIR MEIÐSLA Annað Orsakir meiðsla í körfuknattleik. Tæplega fjórðungur meiðsla var ÁLAGSMEIÐSLI og maður leiðir ósjálfrátt hugann að því hvort hægt sé að koma í veg fyrir einhvern hluta þeirra með endurskoðun þjálfunar og álags. í rannsókn Yde og Nielsen (1988) urðu FINGURAVERKAR (16,1%) allir við boltasnertingu og álíta Yde og Nielsen að til að varna þeim mætti reyna að þjálfa upp styrk í fingrum og handleggjum ásamt þjálfun í griptækni. Við teljum, í Ijósi mikils fjölda fingurmeiðsla kvenna, aðónógáhersla sé lögðá þessi atriði í þjálfun kvenfólks. Algengasti bráðaáverki var snúningsáverki (39,5% bráðaáverka). Var það al- gengasta orsök meiðsla hjá báðum kynjum og áberandi stór hluti Fingurmeiðsli eru algengari hjá kon- um vegna lélegri knatttækni og minni styrks í fingrum og handleggj- um. meiðsla karla. Orsakir voru ekki jafn einsleitar hjá konum og stærri hluti þeirra meiðsla varð vegna samstuðs, höggs eða falls. I um 14% meiðslatil- vika taldi leikmaður að aukin aðgát hans eða annars leikmanns hefði get- að komið í veg fyrir meiðslin. í 11% tilvika nefndu leikmenn betri líkams- þjálfun og í 10,5% tilvika töldu leik- menn að betri skór hefðu getað varn- að meiðslum. ALVARLEIKI MEIÐSLA - FJARVERA Langstærstur hluti SKRÁÐRA MEIÐSLA taldist ekki alvarlegur þótt hann hafi háð leikmanni í leik og í um 82% tilfella ollu meiðslin 0-7 daga fjarveru. Ef aðeins er litið á þau MEIÐSLI, SEM OLLU FJARVERU FRÁ LEIK, sést að tæp 70% þeirra voru minniháttar, um 21% miðlungi alvarlegri og rúm 9% alvarleg. Þessar tölur koma heim og saman við rann- sókn Collianders á sænskum körfu- knattleik og í rannsókn Yde og Niel- sen kom fram sama hlutfall alvar- legra meiðsla. Ef litið er á HEILDARmeiðslatíðni á 1000 klst. er hún meiri hjá konum en körlum sem snýst svo við þegar 49

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.