Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 49

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 49
reiknaður á 1000 klst. af leik, var 9,3 en sá fjöldi sem OLLI FJARVERU var hins vegar 5,5 meiðsli/1000 klst. Konur meiddust oftar en karlar á hverjar 1000 klst. leiks og einnig á hverjar 1000 klst. æfinga (p< 0,05). Meiðsli henda jafnt í keppni sem á æfingum en tíðni þeirra er hlutfalls- lega mun meiri í keppni (42,4/1000 klst.) heldur en á æfingum (3,4/1000 klst). Segja má að það endurspegli hraðann og ákafann, sem á sér stað í keppni, og sé áhættuþáttur keppnis- íþrótta. TEGUND OG STAÐ- SETNING MEIÐSLA LIÐBANDAMEIÐSLI voru algeng- ustu áverkarnir (40,9% meiðsla) og er það sambærilegt við rannsókn Collianders o.fl. (1986) i Svíþjóð. Konur höfðu meiri tilhneigingu til að beinhimnubólgu en karlar. Þetta er athyglisvert þegar litið er á mat leik- manna á þjálfun. Þar má sjá að marg- ar kvennanna eru óánægðar með þjálfun á undirbúningstímabili en sú þjálfun er grunnurinn að því að vel gangi síðar. ÖKKLINN var algengasti meiðslastaðurinn og var þá nær und- antekningarlaust um að ræða lið- bandatognun eða slit. FINGURMEIÐSLI voru næstal- gengustu meiðslin og voru fleiri kon- ur en karlar sem skráðu þau meiðsli. Yde og Nielsen (1988) benda á að fingurmeiðsli séu algengari hjá kon- um vegna lélegri knatttækni og minni styrks í fingrum og handleggjum. Þetta eru atriði, sem þjálfa mætti upp, en við bendum jafnframt á að smærri hendur eiga erfiðara með að hafa stjórn áboltanum sem er bæði stórog þungur. Keppnistímabilið 1991 -'92 var í fyrsta skipti gerð sú breyting á reglum KKÍ að konur léku með léttari knött en karlar og er það vel. STAÐA LEIKMANNS Bakverðir skráðu flest meiðsli og voru liðbandameiðsli og ökkla- meiðsli algengust. Þeir skáru sig úr leikmönnum í öðrum stöðum því hjá þeim var meira um beinhimnubólgu á sköflungi. Bakverðir eru hvað mest með boltann í keppni og á æfingum þar sem líkt er eftir keppni. Þeir eru því mikið að plata andstæðinginn með snöggum snúningum og stopp- um og krefst það eðlilega meiri fóta- vinnu. Þeir leikmenn, sem þjást af beinhimnubólgu, þurfa því sérstak- lega að huga að skóbúnaði sínum og fara varlega af stað á undirbúnings- tímabilinu. í atvinnumennsku í Bandaríkjunum hafa bakverðir lægri meiðslatíðni en leikmenn í öðrum stöðum. Framherjar meiddust minnst ogvoru liðbandameiðsli langalgeng- ustu meiðslin meðal þeirra. Ökkla- meiðsli voru mjög tíð og nær þrefalt algengari hjá þeim en miðherjum. Þetta mætti skýra með því að þeireru meira á hreyfingu en miðherjarnir (sem eyða mestum tíma undir körf- unni), bæði í vörn og sókn, og stökkva meira í fráköstum. Miðherj- arnir skráðu fleiri vöðvameiðsli en liðbandameiðsli, öfugt við leikmenn í hinum stöðunum. Þeir eru oftast hæstu menn liðsinsog þvíe.t.v. svifa- seinni. Þeir skráðu oftar mar og meiðsli á hnjám en aðrir leikmenn. Líklega lenda þeiroftarog/eða íharð- ara samstuði við aðra leikmenn undir körfunni. ORSAKIR MEIÐSLA Annað Orsakir meiðsla í körfuknattleik. Tæplega fjórðungur meiðsla var ÁLAGSMEIÐSLI og maður leiðir ósjálfrátt hugann að því hvort hægt sé að koma í veg fyrir einhvern hluta þeirra með endurskoðun þjálfunar og álags. í rannsókn Yde og Nielsen (1988) urðu FINGURAVERKAR (16,1%) allir við boltasnertingu og álíta Yde og Nielsen að til að varna þeim mætti reyna að þjálfa upp styrk í fingrum og handleggjum ásamt þjálfun í griptækni. Við teljum, í Ijósi mikils fjölda fingurmeiðsla kvenna, aðónógáhersla sé lögðá þessi atriði í þjálfun kvenfólks. Algengasti bráðaáverki var snúningsáverki (39,5% bráðaáverka). Var það al- gengasta orsök meiðsla hjá báðum kynjum og áberandi stór hluti Fingurmeiðsli eru algengari hjá kon- um vegna lélegri knatttækni og minni styrks í fingrum og handleggj- um. meiðsla karla. Orsakir voru ekki jafn einsleitar hjá konum og stærri hluti þeirra meiðsla varð vegna samstuðs, höggs eða falls. I um 14% meiðslatil- vika taldi leikmaður að aukin aðgát hans eða annars leikmanns hefði get- að komið í veg fyrir meiðslin. í 11% tilvika nefndu leikmenn betri líkams- þjálfun og í 10,5% tilvika töldu leik- menn að betri skór hefðu getað varn- að meiðslum. ALVARLEIKI MEIÐSLA - FJARVERA Langstærstur hluti SKRÁÐRA MEIÐSLA taldist ekki alvarlegur þótt hann hafi háð leikmanni í leik og í um 82% tilfella ollu meiðslin 0-7 daga fjarveru. Ef aðeins er litið á þau MEIÐSLI, SEM OLLU FJARVERU FRÁ LEIK, sést að tæp 70% þeirra voru minniháttar, um 21% miðlungi alvarlegri og rúm 9% alvarleg. Þessar tölur koma heim og saman við rann- sókn Collianders á sænskum körfu- knattleik og í rannsókn Yde og Niel- sen kom fram sama hlutfall alvar- legra meiðsla. Ef litið er á HEILDARmeiðslatíðni á 1000 klst. er hún meiri hjá konum en körlum sem snýst svo við þegar 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.