Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 54

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 54
AF HVERJU EKKIKONU? Á nýafstöðnu íþróttaþingi íþrótta- sambands Islands var kosinn nýr varaforseti og ný framkvæmdastjórn til að stýra þessum stærstu samtökum á landinu. Þrír ágætir frambjóðendur buðu sig fram til embættis varafor- seta, karlmaður og tvær konur, og niðurstaðan var sú að Magnús Odds- son frá Akranesi hlaut kosningu. Ekki skal dregið í efa að Magnús er vel að kosningunni kominn en engu að síð- ur voru úrslitin gífurleg vonbrigði fyrir konur innan hreyfingarinnar sem bundu miklar vonir við að annar hvor kvenframbjóðendanna myndi verða kosinn í embætti varaforseta. Hefði það verið í fyrsta sinn sem kona næði slíkum frama innan íþrótta- hreyt'ingarinnar. Einnig hefur það or- sakað vissa spennu á meðal lands- byggðarmanna að hlutur þeirra í framkvæmdastjórninni eykst lítið. Sumir snéru heim í héruð með því hugarfari að lengi skuli viðhaldiðsér- stöðu suðvesturhornsins innan raða leiðtoga íþróttahreyfingarinnar. ímynd íþróttasambands íslands var til umfjöllunar í sérstakri nefnd sem framkvæmdastjórnin skipaði sl. vor. Sú staðreynd að slík nefnd var skipuð gefur til kynna að menn séu farnir að velta vöngum yfir ímynd hreyfingarinnar og hlutverki hennar í auknum mæli og er það vel. Lítum á hlut kvenna innan ÍSÍ og tengjum hann ímynd samtakanna. Konur reyna að hasla sér völl í æ ríkari mæli á flestum sviðum þjóðfélagsins en með mismunandi árangri eins og gengur. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur konum reynst tiltölulega auð- velt að komasttil áhrifa-en aðeins að vissu marki. Fyrir nokkrum árum tókst tveimur konurn, þeim Katrínu Gunnarsdóttur og Lovísu Einarsdótt- ur, að brjóta sér leið inn í fram- kvæmdastjórnina og hafa átt þar sæti síðan. Fjölda kvenna er að finna í stjórnum sér- og héraðssambanda en mjög táar stýra þeim sem formenn. Að vísu ber að geta þess að konur mega líta íeigin barm þegartalað um takmörkuð áhrif þeirra í stjórnunar- stöðum vegna þess að oftar en ekki, þegar þær eiga möguleika á því að komast til mikilla áhrifa, hafa þær dregið á eftir sér lappirnar með þeim afleiðingum að karlar hafa síðan náð þeim áhrifastöðum sem þeir æskja. Engu að síður er það í hrópandi and- stöðu við þá yfirlýstu stefnu heildar- samtakanna að jafnrétti skuli ríkja þegar litið er á þá staðreynd að kona hefur aldrei verið í embætti varafor- seta ÍSÍ, hvað þá í embætti forseta. Tækifærið til að breyta þessu var ekki notað á íþróttaþinginu um daginn þrátt fyrir að tvær konur með mikla reynslu af stjórnunarstörfum innan sérsambanda og heildarsamtakanna gætu kost á sér. Nú spyrja eflaust einhverjir hvers 54

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.