Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 54

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 54
AF HVERJU EKKIKONU? Á nýafstöðnu íþróttaþingi íþrótta- sambands Islands var kosinn nýr varaforseti og ný framkvæmdastjórn til að stýra þessum stærstu samtökum á landinu. Þrír ágætir frambjóðendur buðu sig fram til embættis varafor- seta, karlmaður og tvær konur, og niðurstaðan var sú að Magnús Odds- son frá Akranesi hlaut kosningu. Ekki skal dregið í efa að Magnús er vel að kosningunni kominn en engu að síð- ur voru úrslitin gífurleg vonbrigði fyrir konur innan hreyfingarinnar sem bundu miklar vonir við að annar hvor kvenframbjóðendanna myndi verða kosinn í embætti varaforseta. Hefði það verið í fyrsta sinn sem kona næði slíkum frama innan íþrótta- hreyt'ingarinnar. Einnig hefur það or- sakað vissa spennu á meðal lands- byggðarmanna að hlutur þeirra í framkvæmdastjórninni eykst lítið. Sumir snéru heim í héruð með því hugarfari að lengi skuli viðhaldiðsér- stöðu suðvesturhornsins innan raða leiðtoga íþróttahreyfingarinnar. ímynd íþróttasambands íslands var til umfjöllunar í sérstakri nefnd sem framkvæmdastjórnin skipaði sl. vor. Sú staðreynd að slík nefnd var skipuð gefur til kynna að menn séu farnir að velta vöngum yfir ímynd hreyfingarinnar og hlutverki hennar í auknum mæli og er það vel. Lítum á hlut kvenna innan ÍSÍ og tengjum hann ímynd samtakanna. Konur reyna að hasla sér völl í æ ríkari mæli á flestum sviðum þjóðfélagsins en með mismunandi árangri eins og gengur. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur konum reynst tiltölulega auð- velt að komasttil áhrifa-en aðeins að vissu marki. Fyrir nokkrum árum tókst tveimur konurn, þeim Katrínu Gunnarsdóttur og Lovísu Einarsdótt- ur, að brjóta sér leið inn í fram- kvæmdastjórnina og hafa átt þar sæti síðan. Fjölda kvenna er að finna í stjórnum sér- og héraðssambanda en mjög táar stýra þeim sem formenn. Að vísu ber að geta þess að konur mega líta íeigin barm þegartalað um takmörkuð áhrif þeirra í stjórnunar- stöðum vegna þess að oftar en ekki, þegar þær eiga möguleika á því að komast til mikilla áhrifa, hafa þær dregið á eftir sér lappirnar með þeim afleiðingum að karlar hafa síðan náð þeim áhrifastöðum sem þeir æskja. Engu að síður er það í hrópandi and- stöðu við þá yfirlýstu stefnu heildar- samtakanna að jafnrétti skuli ríkja þegar litið er á þá staðreynd að kona hefur aldrei verið í embætti varafor- seta ÍSÍ, hvað þá í embætti forseta. Tækifærið til að breyta þessu var ekki notað á íþróttaþinginu um daginn þrátt fyrir að tvær konur með mikla reynslu af stjórnunarstörfum innan sérsambanda og heildarsamtakanna gætu kost á sér. Nú spyrja eflaust einhverjir hvers 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.