Fréttablaðið - 04.07.2020, Síða 18
Ragnhildur Ágústsdóttir vakti mikla athygli með pistli sem birtur var í Kjarnanum fyrir þremur árum en hún ákvað í kjölfar Metoo-
byltingarinnar að stíga fram og
lýsa kynbundnu of beldi sem hún
sagðist hafa orðið fyrir í starfi árið
2009. Ragnhildur, sem þá var for-
stjóri fjarskiptafyrirtækisins Tals,
lýsti því í pistli sínum hvernig þrír
menn tengdir félaginu, sem þá
vildu bola henni úr starfi forstjóra,
lokuðu hana inni í fundarherbergi,
meinuðu henni útgöngu og neyddu
til að skrifa undir uppsögnina án
þess að fá svigrúm til að ráðfæra sig
við lögfræðing eins og hún sóttist
eftir að gera.
„Ég var beðin um að taka við
starfinu um jólin 2008 og lendi svo
í þessu vorið 2009. Ég gekk þá með
mitt annað barn og þegar ég missti
vinnuna einbeitti ég mér frekar
að meðgöngunni og í framhaldi
fæðingarorlof inu.“ Ragnhildur
viðurkennir að eftir á að hyggja
hafi hvíldin reynst góð en að þetta
hafi vissulega verið henni erfið lífs-
reynsla.
„Ég ákvað að kúpla mig algjörlega
út úr þessum geira og hafði engan
áhuga á að fara þangað aftur. Ég ýtti
reynslu minni aftast í hugskotið og
það var ekki fyrr en Metoo-bylting-
in komst í hámæli að ég fór að ræða
þetta atvik. Ég hafði ekki talað um
það við neinn nema mína nánustu
fjölskyldu.
Þetta var auðvitað erfið og leiðin-
leg lífsreynsla en ég held að hún hafi
einnig styrkt mig. Þannig lít ég á erf-
iðleika; við lendum öll í einhverju í
lífinu og þetta er aðallega spurning
um hvernig við tökumst á við það.“
Aðspurð segist Ragnhildur vera
betri í að setja mörk eftir atvikið.
„Ég held jafnframt að það hafi gert
mig að öflugri manneskju, stjórn-
anda og starfskrafti.“
Flutti utan í kjölfar
uppsagnarinnar
Fjölskyldan f lutti til Danmerkur
í kjölfar uppsagnarinnar þar sem
Ragnhildur fór í meistaranám í
stjórnun og stefnumótun. Synirnir
voru þá orðnir tveir og sá yngri
aðeins eins árs gamall þegar Ragn-
hildur hóf nám við Copenhagen
Business School.
„Þegar við komum heim tók ég
við starfi stjórnendaráðgjafa hjá
Expectus og naut starfsins en sakn-
aði þess þó að vera sjálf í verkefn-
unum og framkvæmd. Ég er mjög
framkvæmdaglöð og oft á tíðum
óþolandi mikill „doer“,“ segir Ragn-
hildur og viðurkennir um leið að
hún eigi ekki sérlega auðvelt með að
slaka á. „Ég þrífst á lífi, fjöri og fólki
og því að sjá árangur erfiðis míns.“
Ragnhildur færði sig yf ir til
Advania. „Þar stökk ég á bólakaf í
djúpu laugina og fór að vinna við
upplýsingatækni þar sem ég leiddi
rekstrar- og hýsingarumhverfið
í cloud-vegferðinni. Mér finnst
tækniumhverfið spennandi og það
skiptir ekki máli í hvaða bransa þú
ert í dag, þú þarft að vera læs á tækni
og ég leit því á þetta sem tækifæri
fyrir mig til að komast betur inn í
þennan heim,“ segir Ragnhildur
sem er upphaflega menntuð í við-
skipta- og hagfræði.
„Þegar sóst var eftir mér í starfið
spurði ég hvers vegna og fékk það
svar að það vantaði einmitt mann-
eskju sem væri ekki endilega sér-
fræðingur í þessu umhverfi heldur
spyrði réttu spurninganna. Stund-
um hefur enginn spurt hvers vegna
hlutirnir eru gerðir einmitt svona.“
Frumkvöðlar í fjarbúð
Eftir nokkurra ár starf hjá Advania
færði Ragnhildur sig yfir til Micro-
soft þar sem hún er enn.
„Í dag vinn ég hjá Microsoft og svo
er ég í frumkvöðlabrölti á kvöldin
og um helgar,“ en Ragnhildur opn-
aði fyrir tveimur árum, ásamt eigin-
manni sínum Júlíusi Inga Jónssyni,
Það geta allir
fengið góða
hugmynd
Þegar Ragnhildur Ágústsdóttir vann að
hönnun eldgossýningar bjóst fólk ekkert
endilega við því að hún yrði að veruleika.
En Ragnhildur virðist eflast við hverja raun.
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
Ragnhildur
segir stóru
spurninguna
vera hvernig við
tökumst á við
erfiðleika því
öll lendum við í
einhverju.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal.
„Maðurinn minn er í hundrað
prósent starf i þar sem fram-
kvæmdastjóri. Við erum fjöl skyldu-
sprotafyrirtæki og með þrjú börn á
okkar framfæri og því þarf einhver
að skaffa salt í grautinn. Við fórum
þá leið að gera þetta að mestu leyti
sjálf og því var mikilvægt að ég héldi
mínu starfi.“
Þau hjónin keyptu sér hús í Vík
þar sem Júlíus dvelur stóran hluta
vikunnar en lögðu þó ekki í að flytja
alfarið þangað. „Við höfum því verið
í fjarbúð meira eða minna í tvö ár
og enn sem komið er gengur þetta.
Stundum gerir fjarlægðin fjöllin
blá,“ segir hún í léttum tón. „Þetta
er að mínu mati meiri fórn fyrir
hann, ég er þó alla vega heima með
börnunum og nýt þess þó að það
geti alveg verið krefjandi en hann
er oft langdvölum einn í Vík.“
Tveir af þremur
sonum einhverfir
Þau hjónin eiga þrjá syni, tveir eldri
synirnir eru báðir einhverfir og sá
yngsti er aðeins tveggja ára gamall
svo að heimilisálagið er töluvert.
„Við hugleiddum að f lytja í Vík á
sínum tíma en mátum það svo að
það væri of stórt skref fyrir eldri
drengina sem njóta góðrar þjónustu
í bænum.“ Ragnhildur útilokar þó
ekkert í framtíðinni. „Okkur langar
að opna sýninguna á f leiri stöðum
bæði hér og erlendis. Við erum rétt
að byrja.“
Hugmyndina að sýningunni
fengu hjónin árið 2010 þegar þau
skoðuðu gosið á Fimmvörðuhálsi.
„Þetta var ótrúleg upplifun og fólk
hagaði sér brjálæðislega við gos-
stöðvarnar. Reglurnar voru engar
enda hafði svona aðgengilegt gos
ekki átt sér stað í nútímasögu. Það
er í raun ótrúlegt að enginn hafi
slasast.“
Ragnhildur og Júlíus urðu fyrir
miklum hughrifum sem þau lang-
aði að miðla áfram. „Við vorum
frá okkur numin enda upplifunin
mögnuð.“ Þau fengu strax hugmynd
að því að setja upp einhvers konar
eldgossýningu og voru staðráðin í
að láta af því verða þegar örlögin
gripu í taumana.
„Árið eftir fengu synir okkar ein-
hverfugreiningu. Eldri drengurinn
fór fyrst í gegnum greiningarferli og
við bjuggumst alls ekki við þessari
niðurstöðu enda vissum við lítið
um einhverfu og vorum haldin
mjög miklum ranghugmyndum.
Hann var fyrirburi og við skrifuð-
um mikið á það og héldum kannski
að hann væri með ADHD. Hann var
seinn að læra að tala en ótrúlega
þægilegt og ljúft barn. Greiningin
kom okkur því algjörlega í opna
skjöldu og það fyrsta sem við hugs-
uðum var að þetta hlytu að vera
mistök.“
Fjölskyldan bjó á þessum tíma í
Danmörku og naut túlkaþjónustu
í greiningarferlinu og segir Ragn-
hildur þau undir eins hafa skrifað
niðurstöðuna á túlkunarmistök
og hugsuðu með sér að þetta fólk
þekkti greinilega ekki son þeirra.
„En þegar heim var komið förum
við bæði að lesa okkur til um ein-
hverfu, aðallega til að afsanna
greininguna,“ segir hún ákveðin.
Auðvitað var þetta tvöfalt áfall
„En eftir því sem við lásum meira
fóru að renna á okkur tvær grímur.
Vissulega var þarna margt sem
passaði við eldri strákinn en það
var miklu meira sem passaði við
þann yngri.“ Þau kröfðust þess þá
að sá yngri færi í greiningarferli og
4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð