Fréttablaðið - 04.07.2020, Side 37

Fréttablaðið - 04.07.2020, Side 37
kopavogur.is Tvö störf hjá Kópavogsbæ Deildarstjóri launadeildar Kópavogsbær auglýsir starf deildarstjóra launadeildar laust til umsóknar. Launadeild er staðsett á nýju ármálasviði bæjarins og heyrir undir deildarstjóra ármála. Sjö launafulltrúar starfa í deildinni og annast launavinnslu til um 3000 starfsmanna mánaðarlega. Helstu verkefni • Stýrir daglegri starfsemi launadeildar. • Veitir stjórnendum ráðgjöf varðandi launavinnslu. • Ábyrgð á mánaðarlegri launavinnslu og skilum staðgreiðslu. • Ábyrgð á framkvæmd kjarasamninga sem unnið er eftir hjá Kópavogsbæ hverju sinni. • Veitir aðstoð við gerð kjarasamninga og samskipti við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna kjaramála. • Ábyrgð á gerð stjórnenda- og tölfræðiupplýsinga úr launagögnum. • Veitir ráðgjöf til stjórnenda um launakerfi bæjarins. • Kemur að undirbúningi og gerð launaáætlunar. • Er í nánu samstarfi við mannauðsstjóra og mannauðsráðgjafa fagsviða. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun sem nýtist starfseminni. • Góð samstarfs- og samskiptahæfni. • Umtalsverð þekking og reynsla af launavinnslu. • Reynsla af stjórnun og áætlanagerð. • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu. • Góð tölvukunnátta og framsetning tölfræðilegra upplýsinga. • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. Mannauðsstjóri Kópavogsbær auglýsir nýtt starf mannauðsstjóra laust til umsóknar. Hlutverk miðlægrar mannauðsdeildar innan stjórnsýslusviðs er að veita fagsviðum bæjarins stoðþjónustu og tryggja að hvert svið starfi í samræmi við sameiginlega og yfirlýsta stefnu í mannauðsmálum. Mannauðsstjóri stuðlar markvisst að auknum gæðum í mannauðsmálum, styrkingu jákvæðs starfsanda og vinnustaðamenningar. Leitað er að einstaklingi sem hefur frumkvæði og eldmóð til nýsköpunar og framþróunar í mannauðsmálum hjá sveitarfélaginu. Helstu verkefni • Dagleg stjórnun og rekstur mannauðsdeildar. • Stefnumótun og áætlanagerð í mannauðsmálum. • Ráðgjöf, stuðningur og leiðbeiningar til stjórnenda í mannauðsmálum. • Ábyrgð og eftirlit með launasetningu og framfylgd starfsmats. • Umsjón með endurmenntun starfsmanna og stafrænni fræðslu. • Umsjón með stjórnenda, nýliða- og starfslokafræðslu. • Umsjón með öryggis- og vinnuverndarmálum. • Ábyrgð á innleiðingu og framkvæmd jafnlaunavottunar og jafnlaunagreininga. • Vinnur að innleiðingu vinnu- og gæðaferla og fylgir þeim eftir. • Ábyrgð og umsjón með vinnustaðagreiningum. • Er í nánu samstarfi við mannauðsráðgjafa fagsviða og deildarstjóra launadeildar. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun í mannauðsstjórnun. • Framúrskarandi leiðtoga-, samstarfs- og samskiptahæfni. • Umtalsverð þekking og reynsla af mannauðsstjórnun. • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu. • Reynsla og þekking á breytingastjórnun. • Reynsla og þekking á stefnumótun, teymisstarfi og verkefnastjórn. • Reynsla og þekking á mannauðs-, fræðslu- og ráðningarkerfum. • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Umsóknarfrestur er til og með 19. júlí 2020. Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um störfin veitir Pálmi Þór Másson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, palmi@kopavogur.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.