Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.07.2020, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 04.07.2020, Qupperneq 51
Þorvaldur segir hænur afar skemmtileg dýr. Andrúmsloftið er einstakt, hér ríkir í senn kærleikur og gleði, sem hvílir á þeim grunni sem Sesselja sáði til. Ég heillaðist af Sólheimum þegar ég dvaldi hér í tíu daga námslotu í jógakennaranámi mínu árið 2012. Ég hugsaði þá með mér að það væru forréttindi að fá að búa og starfa í slíku samfélagi og það er svo sannarlega raunin, og ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast því,“ segir Kristín Björg Albertsdóttir, sem tók við starfi framkvæmdastjóra á Sólheimum 1. ágúst 2018. Kristín kann einkar vel við sig á Sólheimum, eins og reyndar alls staðar þar sem hún hefur búið á landsbyggðinni. „Ég er mikil dreif býlismann- eskja og kann vel við mig í fámenni og mikilli nánd við náttúruna. Það hefur gefið mér mikið að fá að kynnast því að lifa og starfa í fjölbreyttu samfélagi Sólheima þar sem allir eru eins og stór fjöl- skylda, en hver fær þó að fljúga eins og hann er fiðraður. Það er svo sem ekkert sem hefur komið beint á óvart, nema þá hve starfsemin er mun fjölbreyttari en ég hafði gert mér í hugarlund og hve gróskan í menningarlífi innan staðarins, svo sem tónlist, leiklist og listsköpun, er ótrúlega mikil.“ Sólheimar séu eins og vin í eyði- mörk. „Fegurðin, bæði í umhverfi og mannlífi, einkennir samfélagið á Sólheimum. Grímsnesið er allt fallegt og gróskumikið, en þegar komið er í Sólheima liggur aðal- byggðarkjarninn niðri í fallegri kvos á milli tveggja ása, umvafið skógi og fallegum gróðurreitum og þar liðast litlar götur þar sem hámarkshraðinn er 15 km/klst. Þar er mikil veðursæld, iðandi fuglalíf og heitur hver. Andrúms- loftið er einstakt, þar ríkir í senn kærleikur og gleði sem hvílir á þeim grunni sem Sesselja sáði til, sem byggir á hugmyndafræði, eða mannspeki, Rudolfs Steiners, kristilegum gildum og samspili umhverfis og manns.“ Hafi aldrei liðið eins vel Félagsþjónusta á Sólheimum er sniðin að þörfum hvers og eins. „Unnin er þjónustuáætlun í sam- vinnu við einstaklinginn og leitast við að valdefla hann út frá styrk- leikum og getu. Þá er lögð áhersla á að virkja sköpunarkraft og áhuga, með því að finna verkefni eða atvinnuþátttöku sem hentar viðkomandi. Eins og áður sagði er fjölbreytt starfsemi fyrir hendi, hvort sem er á vinnustofum eða í atvinnustarfseminni, svo flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Kristín Björg, í skapandi og hamingjuríku samfélagi Sólheima. „Það er ekki annað að heyra á fólkinu okkar en að það sé mjög sátt og líði vel. Hér eru einstakling- ar sem hafa reynslu af því að búa annars staðar en á Sólheimum, en segja að þeim hafi aldrei liðið eins vel og eftir að þeir f luttu í Sól- heima. Ég held að sú samheldni og nánd sem hér ríkir skapi ákveðið öryggi og vellíðan. Hér höfum við húsnæði, eða íbúðavalkosti, fyrir 43 fatlaða íbúa, samkvæmt núverandi samningi Sólheima við Bergrisann bs. Flestir eru í sjálfstæðri búsetu með sér íbúð, annars eru þrjú lítil sambýli með sjálfstæðum íbúðaeiningum og sameiginlegum miðlægum kjarna, það er eldhúsi og setustofu, og svo eitt stærra sambýli fyrir níu íbúa, fyrir þá sem eldri eru eða þurfa meiri þjónustu.“ Sólheimar blómstri áfram Að mati Kristínar Bjargar liggja ótal tækifæri til vaxtar og þróunar á Sólheimum. „Ég tel að hér eigi byggðin eftir að stækka og íbúum að fjölga og eins held ég að það liggi miklir vaxtarmöguleikar í sjálf bærninni, en Sólheimar eru skilgreindir sem sjálf bært samfélag og hafa alla innviði sem slíkt. Hér er öll fram- leiðsla á grænmeti með lífræna vottun og stefnt er að því að auka framleiðsluna til muna með því að koma upp lýsingu í gróðurhúsin, en framleiðslan hefur hingað til að mestu verið háð sumarbirtunni. Þá eru einnig vaxtarmöguleikar í ferðaþjónustunni, kynningum og kennslu um sjálf bærni.“ Á 90 ára afmæli Sólheima á Kristín Björg ósk til handa Sól- heimum. „Já, ég óska þess að Sólheimar eigi eftir að blómstra áfram eins og hingað til og að ætíð náist að varðveita þá fallegu sögu sem staðurinn á og að sá grunnur sem lagður var, glatist ekki. Þá óska ég að gildi Sólheima verði ætíð í hávegum höfð, kær- leikur, virðing, fagmennska og sköpunargleði. Sólheimar, til hamingju með afmælið!“ Fljúga eins og þeir eru fiðraðir Á 90 ára afmæli Sólheima óskar Kristín Björg Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima, þess að gildi Sólheima: kærleikur, virðing, fagmennska og sköpunargleði, verði ætíð í hávegum höfð. Kristín Björg Albertsdóttir er framkvæmdastjóri Sólheima. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Eitt af hlutverkunum er að sjá um hænsnabúið,“ segir Þor-valdur hlæjandi, en hann er að huga að hænunum þegar blaða- maður hringir. „Ég er fæddur og uppalinn í Garðinum, suður með sjó, en kom hingað 2004. Allar mínar rætur eru í Garðinum og ég bjóst aldrei við því að ég myndi flytja þaðan. Ég ætlaði bara að prófa þetta í þrjá mánuði og það eru komin sextán ár.“ Allt milli himins og jarðar Verkefnin eru af ýmsum toga. „Ég er húsasmíðameistari og var ráðinn hingað í viðhaldsvinnu og nýsmíði, var kallaður for- stöðumaður viðhalds. Svo hættir forstöðumaður umhverfis og bús í kringum 2010 og þá færðist það yfir á mig líka. Þá fór ég að sjá um snjómoksturinn, sláttinn og hænsnabúið og svoleiðis. Það má segja að deildin sem ég sé um sé svona alhliða þjónustudeild fyrir byggðarhverfið. Ég sé um hitaveit- una líka og allar lagnir, sorphirðu og svoleiðis.“ Starfstitlar Þorvaldar virðast ótæmandi. „Ég er víst titlaður slökkvistjóri, en það er nú bara heimatilbúin nafnbót sko,“ segir hann og skellir upp úr. „Við náttúrulega treystum alfarið á Slökkvilið Árborgar. En okkur var gefinn slökkvibíll sem kom frá Hafnarfirði. Hann er antík, Ford árgerð 1975, með átta sílindera bensínvél eins og gömlu kagg- arnir. Við höfum notað hann í ýmislegt, eins og að vökva torf- Forréttindi að búa á svona stað Þau eru mörg hlutverkin sem Þorvaldur Kjartansson, umsjónarmaður byggðarhverfis Sólheima, sinnir, en hverfinu er lýst sem litlu sveitarfélagi. Sólheimasamfélagið er yndislegt, að hans mati. þökin og smúla plön. Að segja að við séum slökkvilið væru ýkjur, en við höfum haft æfingar og leyfum heimilisfólkinu að sprauta og svona.“ Samfélagið er fámennt en góð- mennt. „Þetta er um hundrað manna samfélag. Heimilismenn eru 43 og svo er restin starfsmenn og fjölskyldur.“ Þorvaldur býr ásamt konu sinni, Ernu Jónsdóttur, sem starfar líka í Sólheimum. „Við erum bara tvö núna. Ég missti konuna mína 2012, við fluttum hingað á sínum tíma með einn tólf ára strák sem er núna farinn að búa. Lífið heldur víst áfram og ég er kominn með yndislega konu, aftur.“ Erum hér fyrir heimilisfólkið Þorvaldur segir ómetanlegt að tilheyra Sólheimasamfélaginu. „Þetta er fyrst og fremst bara yndislegt samfélag. Á kvöldin heyrist ekki hurðarskellur, hvað þá bílaumferð, mikil kyrrð og nota- legt. Þetta er dálítið eins og að vera í sumarbústað, þegar maður situr í heita pottinum á kvöldin og horfir á norðurljósin. Það heyrast engin hljóð, nema kannski í fuglunum úr fjarska. Mikil kyrrð og notalegt. Það eru forréttindi að búa á svona stað.“ Mikilvægt er að starfsfólk geri sér grein fyrir hlutverki sínu. „Það sem ég segi við mína menn er að það er grundvallaratriði að starfsmenn átti sig á því að þeir eru hérna fyrir heimilisfólkið, en ekki öfugt. Það er nauðsynlegt að vera alltaf meðvitaður um það, að við erum hérna fyrir þau, en ekki þau fyrir okkur.“ Þrátt fyrir kyrrðina er þó alltaf nóg að gera hjá Þorvaldi, óháð tíma árs. „Eins og árferðið er núna þá er þetta mikið kapphlaup við gróðurinn. Þegar maður er kominn hringinn þá er allt komið á kaf aftur,“ segir hann og hlær. Hænurnar skemmtilegar Það sé einna skemmtilegast að sinna hænunum. „Ég hef mjög gaman af hænum, er með fjórar heima líka, og svo erum við með hænsnabú hérna með sextíu hænum. Ég hef umsjón með því og unga út og svona. Þetta er lífrænt vottað hænsnabú með landnáms- hænum, það eru ekki mörg svo- leiðis á landinu.“ Ljóst er að Þorvaldi þykir afar vænt um hænurnar. „Það er ekkert vesen að vera með hænur, það er bara opið, þær fara út og inn og svo inn á kvöldin. Þetta eru skemmti- legir karakterar og gott innlegg í f lóruna. Ég er kannski ekkert voðalega góður bóndi, að því leyti að ég er ekki að slátra hænunum, þær drepast bara úr elli.“ Minkurinn og mannskepnan Hætturnar leynast þó víða. „Það er minkur og refur á svæðinu sem truf lar svolítið, því þetta eru lausagönguhænur. Við höfum verið að missa dálítið í minkinn, erum með gildrur og það kemur töluvert af minki í þær en hann er samt að ná að drepa. Við erum með lúguna það ofarlega að hann kemst ekki inn en ef það tekst þá drepur hann allt saman. Hann er algjör vargur.“ Aðkoman hefur verið óhugnan- leg. „Fyrir nokkrum árum kom einn og hann raðaði þeim öllum í röð, þær sneru eins og allt saman. Alveg eins og veiðimenn, sem raða upp og taka myndir af bráðinni. Minkurinn er eins og mannskepn- an, drepur sér til gamans.“ Þá eru refirnir ekki langt undan. „Ég er búinn að starfa í leikfélaginu alveg frá því að ég byrjaði. Fyrsta árið var verið að æfa Latabæ, þá vantaði ljósamann svo ég tók það að mér, og strákurinn minn fékk hlutverk. Ég settist stuttu síðar í stjórnina og er búinn að sitja síðan þá. Ég hef séð um að gera leik- myndir, stýra ljósum og er búinn að leika nokkur hlutverk.“ Þorvaldur er ekki í neinum vafa um hvað hafi staðið upp úr. „Uppá- haldshlutverkið er Mikki refur. Það tekur langan tíma að komast út úr því.“ 5 L AU G A R DAG U R 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 SÓLHEIMAR 90 ÁRA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.