Fréttablaðið - 04.07.2020, Síða 60

Fréttablaðið - 04.07.2020, Síða 60
ÞETTA ER SATT SEM VIT- UND ÍSLENSKU ÞJÓÐAR- INNAR UM SJÁLFA SIG Í 700 ÁR, HVORT SEM ÞETTA ER HELGISÖGN EÐA SAGN- FRÆÐI. Það má segja að hug-myndin að þessu öllu saman sem by r jaði m e ð L a n d n á m s -setrinu hafi kviknað þegar við vorum farar- stjórar í hestaferðum á fjöllum í mörg ár. Þetta voru vikuferðir og við dvöldum á hverju kvöldi með fólkinu í einhverjum fjallakofum og sögðum sögur. Fólk var rosalega þakklátt að heyra svona sterkar sögur úr umhverfinu,“ segir Kjartan Ragnarsson, um tilurð Landnáms- seturs og síðar Vínlandsseturs sem verður opnað í Búðardal klukkan 15 á morgun. Þau Kjartan og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, eiginkona hans, segjast hafa lært að meta Íslend- ingasögurnar í þessum ferðum. Þannig hafi þau sagt frá Hrafnkels sögu Freysgoða þegar farið var frá Fljótsdal og inn í Kárahnjúka. Egils saga hafi verið sögð þegar farið var um Borgarbyggð, Laxdæla í Döl- unum og Grettis saga fyrir norðan. „En við byrjuðum alltaf á að segja söguna af landnámi Íslands,“ segir Sigríður. Það hafi verið nauðsynleg- ur grunnur til að erlendu gestirnir skildu Íslendingasögurnar. Þess vegna sé bæði sýning um landnám- ið og Egils sögu í Landnámssetrinu í Borgarnesi sem var opnað 2006. „Þegar við vorum að fara að opna í Borgarnesi hugsuðum við hvort það væri ekki snilld að það yrði gerð sýning fyrir hverja einustu sögu. Nýta alla þessa menningu í kringum þjóðveldið sem er eitt- hvað það glæsilegasta í okkar sjálfs- vitund. Svona draumórar eru alltaf nauðsynlegir fyrst,“ segir Kjartan. Nokkrum árum síðar fundu þau fyrir þörf á að taka hugmyndina lengra. Þau skrifuðu öllum sveitar- félögum á Vesturlandi og kynntu þeim hugmyndir sínar. Eina svarið sem barst kom frá Dalabyggð. 500 árum á undan Kólumbusi „Þarna vorum við búin að grunn- hanna sýningu um þjóðveldis- tímann sem þau í Dalabyggð voru áhugasöm um. Það var nýlega búið að gera upp húsið Leifsbúð en það hafði verið í einhverri biðstöðu. Þau veltu því fyrir sér hvort þessi sýning gæti passað þar inn,“ segir Kjartan. Hann segir að sú saga gerist hins vegar að langmestu leyti á Þing- völlum. „Okkur fannst aftur á móti stórkostlegt að segja söguna um áframhaldandi landnám norrænna manna þarna. Þegar Ísland var full- numið fara þeir og nema Grænland og í framhaldinu rekast þeir fyrir tilviljun lengra vestur. Þetta eru sögur af því að norrænir menn hafi verið í Ameríku 500 árum á undan Kólumbusi,“ segir Kjartan. Við tók hönnunarferli sem stóð yfir í á annað ár en ákveðið var að nýta reynsluna frá Landnámssetr- inu og hafa veitingahús jafnframt í húsinu. Leikmyndasmiðurinn Axel Hallkell Jóhannesson hannar allt ytra útlit sýningarinnar eins og á sýningunum í Borgarnesi. „Síðan höfum við fengið menn eins og Svavar Gestsson og Rögn- vald Guðmundsson, sem er með Ólafsdal, í lið með okkur. Þeir eru báðir brottfluttir Dalamenn og hafa myndað sterkt teymi sem hefur ýtt þessu áfram og séð um fjármögn- un,“ segir Sigríður. Hjónin Bjarnheiður Jóhanns- dóttir og Reynir Guðbrandsson munu sjá um rekstur sýningarinnar Draumórar alltaf nauðsynlegir Langþráð opnun Vínlandsseturs í Búðardal verður á morgun. Hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir vilja segja söguna af landafundum norrænna manna í Ameríku og landnámi Grænlands. Sigríður og Kjartan vona að tilkoma Vínlandsseturs muni hvetja fólk til koma og kynnast dásamlegu umhverfi Dalanna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Leifur Eiríksson kaupir skip Bjarna Herjólfs- sonar í túlkun Aðalheiðar Eysteinsdóttur. MYNDIR/KJARTAN RAGNARSSON Verk Helga Björnssonar sýnir Eirík rauða kanna Grænland. en önnur hjón, þau Anna Sigríður Grétarsdóttir og Pálmi Jóhannsson, munu reka veitingahúsið. Höfði sterkt til ferðamanna Upphaf lega stóð til að opna Vín- landssetur vorið 2019 en það tafðist um ár vegna samninga um notkun á húsinu. COVID kom svo í veg fyrir opnun á sumardaginn fyrsta. Kjartan segir að Dalirnir hafi farið algjörlega varhluta af þeim uppgangi sem verið hafi í ferðaþjón- ustu frá því að gaus í Eyjafjallajökli og þar til COVID skall á. „Fjölgun ferðamanna hefur alltaf meira og meira byggst á enskumælandi fólki. Þessar sögur sem við erum að segja í Vínlandssetrinu eru auðvitað mjög spennandi fyrir þann hóp.“ „Þetta er svo mikið þeirra saga,“ bætir Sigríður við. „Ástæðan fyrir því að við veljum þessa sögu um Leif heppna, landnám Grænlands og fund Ameríku er líka sú að við teljum að hún höfði mjög sterkt til útlendinga ekki síður en Íslendinga. Það er auðvitað mikið markmið að búa til stað sem fær ferðamenn til að stoppa,“ segir Sigríður. Á hönnunartíma sýningarinnar sögðu Kjartan og Sigríður ensku- mælandi hópum frá áætlununum og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Þau tókust alveg á loft og við erum stundum skíthrædd um að við séum að taka viðskipti frá sjálfum okkur,“ segir Kjartan og hlær. Hann segir að Vínlandssetrið og Landnámssetrið eigi að geta unnið vel saman og verða miðar á sýning- arnar seldir saman. „Við vonum bara að Íslendingar komi og kynnist líka Dölunum og þessu dásamlega umhverfi. Það er styttra í Búðardal frá Reykjavík en í Jökulsárlón,“ segir Sigríður. Ekki heilagur sannleikur Sýningin í Vínlandssetri er þannig uppbyggð að einn þriðji fjallar um rannsóknarsögu landnáms Græn- lands og tilraunir til landnáms Ameríku. Svo eru Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga raktar hlið við hlið og blandað saman. „Þær eru auðvitað ekkert heil- agur sannleikur þessar sögur. En við segjum oft að við séum leikhús- fólk sem búi til handrit. Hvort þetta söguprógramm er satt eða ekki er annað mál,“ segir Sigríður. „Þetta er satt sem vitund íslensku þjóðarinnar um sjálfa sig í 700 ár, hvort sem þetta er helgisögn eða sagnfræði. Ég held að þetta sé blanda ef þessu tvennu af því þetta lifir í munnlegri geymd í 250 ár,“ segir Kjartan. Hann bendir á að fræðimenn suður í Evrópu hafi lengi litið á landnám norrænna manna í Amer- íku sem einhverjar helgisögur eða álfasögur þótt Íslendingar tryðu þeim. „En þegar húsin fundust í L'Anse aux Meadows á Nýfundna- landi þá kom bara sönnun á því að norrænir menn hefðu verið í kring- um árið þúsund á þessum slóðum.“ Gera ekki upp á milli Sjálf segjast þau ekki gera upp á milli Eiríks sögu og Grænlendinga sögu. „Það er svo mikið um Guðríði Þorbjarnardóttur í þessum sögum að maður leiðir að því líkur að þær hafi kannski lifað hjá fjölskyldu hennar. Það er svolítið magnað að nánast sama sagan sé til í tveimur bókum,“ segir Sigríður. Kjartan segir sögurnar óvenju góða heimild um munnlega geymd. „Þetta er eina dæmið þar sem sama sagan er til í tveimur útgáfum. Engin af hinum Íslendingasögunum er svona tvíuppskrifuð án vitundar um hina. Hér áður fyrr var mikið þrætt um það hvor væri eldri en ungir fræðimenn í dag eru helst á því að þær séu skrifaðar á mjög svipuðum tíma.“ Tíu listamenn voru fengnir til að vinna verk á sýninguna en meðal þeirra er Helgi Þorgils Friðjónsson, enn einn brottflutti Dalamaðurinn. „Listamennirnir taka ákveðna atburði úr sögunum og vinna úr þeim með sínum aðferðum. Það að leita til tíu ólíkra listamanna býr til ákveðinn fjölbreytileika en svo hangir þetta saman á því að þetta er línuleg saga,“ segir Sigríður. Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.