Fréttablaðið - 04.07.2020, Síða 76
Lífið í
vikunni
28.06.20-
04.07.20
ÞANNIG AÐ VIÐ
ÁKVÁÐUM AÐ SKAPA
YFIRMANNALAUSAN STARFS-
VETTVANG EÐA VINNUSTAÐ OG
ÁKVÁÐUM AÐ REKSTURINN
ÆTTI AÐ SNÚAST UM VEGAN
KAFFIHÚS.
Anna Marjankowska
BAKARÍIÐ
FRÁ KLUKKAN 09:00 - 12:00
Eva Laufey og Svavar Örn
opna Bakaríið alla laugardagsmorgna.
Þetta geng ur vel og verkefnið hefur vakið nokkra athygli enda er þetta svolítið öðruvísi módel en fólk á að venj-ast, segir Raphaël Alex-
andre um Karolina Fund-söfnun
fyrir vegan kaffihúsi sem hann og
félagar hans í fjölþjóðlega hópnum
Fraktal, stefna á að opna við Hring-
braut.
„Landfræðilega komum við úr
öllum áttum og erum með ólíkan
bakgrunn,“ segir Raphaël um fólkið
í hópnum, sem hafnar kapítalískum
rekstrarmódelum, með áherslu á
flatan strúktúr og lýðræði þar sem
allir eru jafnir, í yfirmannslausu
starfsumhverfi.
Öll sem eitt
„Við komum til dæmis frá Íslandi,
Þýskalandi, Frakklandi, Afganistan,
Póllandi og Spáni,“ segir Raphaël.
„En við búum öll hérna og erum
hluti af íslensku samfélagi,“ bætir
Anna Marjankowska við og leggur
áherslu á lýðræðislega hugmynda-
fræði hópsins.
„Við erum að skapa samstarfsvett-
vang þar sem allir eru jafnir og vilj-
um breyta leikreglunum í stjórnun
og rekstri fyrirtækja,“ segir Raphaël,
um hugmyndina um vinnustað sem
starfsfólkið stjórnar sjálft. „Skipu-
lagið er þannig að það á þetta ekki
neinn, þannig að við erum að færa
okkur frá kapítalíska módelinu og
hér gildir einn maður, eitt atkvæði.“
Engir yfirmenn
„Vegna þess að við sjáum hvað er að
gerast á vinnumarkaði og höfum öll
á einhverjum tímapunkti verið að
vinna hjá fyrirtækjum og við hötuð-
um það,“ segir Anna og bætir við að í
raun og veru hafi það fyrst og fremst
verið yfirstjórnin og yfirmenn, sem
voru þyrnar í augum þeirra.
„Þannig að við ákváðum að skapa
yfirmannalausan starfsvettvang eða
vinnustað og ákváðum að rekstur-
inn ætti að snúast um vegan kaffi-
hús. Vegna þess að það kemst næst
markmiðum okkar og hugmynda-
fræðilegri sannfæringu okkar.“
Kaffihúsið sem hópurinn stefnir
að því að opna við Hringbraut 119,
yrði því fyrsta lýðræðislega sam-
vinnukaffihúsið á Íslandi, sem
verður í eigu og rekið af starfsfólki
félagsins.
Sjálfbær vettvangur
Anna og Raphaël segja að ákvörð-
unin um að opna vegan kaffihús
hafi verið borðleggjandi og í algeru
samræmi við hugmyndir þeirra
og draum um betri heim, þar sem
umhverfisvernd, mikilvægi náttúr-
unnar og dýranna sem í henni lifa,
vega hvað þyngst.
„Þess vegna viljum við svara
brýnni þörf fyrir vegan valkosti í
borginni sem er líka sjálf bær vett-
vangur fyrir alls konar viðburði.
Það er ekkert of mikið af vegan-
stöðum í augnablikinu í Reykjavík,“
segir Anna.
„Og við viljum líka gera eitthvað
fyrir nærumhverfið í leiðinni, og
eftir að hafa kannað hvað helst
vantar og hvernig mat fólk vill fá,
varð þetta niðurstaðan. Þetta á
líka að vera samkomustaður þar
sem fólk getur hitt vini sína og
rætt hugðarefni sín,“ segir Anna og
bendir á að þau finni fyrir að slíkum
stöðum fari fækkandi á Reykja-
víkurkortinu og nefnir hremmingar
Bíó Paradísar sem dæmi.
Margt ógert
Þegar sex dagar eru eftir af söfnun
Fraktal-hópsins á Karolina Fund.
com eru þau komin með 90% af
þeim 7000 evrum sem þeim reikn-
ast til að þau þurfi, svo draumurinn
um vegan kaffihúsið geti ræst.
Raphaël segir að þótt allt gangi
upp sé ómögulegt að segja til um
hvenær þau nái að opna, þar sem
óvissuþættirnir séu margir. „Við
þurfum að breyta staðnum sem er
verslunarhúsnæði í kaffihús og þar
er mikið verk óunnið. Síðan getur
tekið langan tíma að fá öll tilskilin
leyfi.“
toti@frettabladid.is
Fyrsta vegan samvinnukaffihúsið
Raphaël og Anna eru komin vel á veg með söfnun fyrir fyrsta lýðræðislega samvinnukaffihúsinu á Íslandi ásamt
félögum sínum í fjölþjóðlegum hópi sem stefnir að jafnara og betra samfélagi með því að hafna kapítalismanum.
Lýðræðissinnarnir í Fraktal-hópnum láta verkin tala, í baráttunni fyrir jafnari og betri heimi, en Anna og Raphaël
segja umhverfissjónarmið þeirra og hugmyndir um sjálfbærni smellpassa við vegan kaffihús. MYND/DANI GUINDO
3 STJÖRNU DING DONG!
Heitar umræður um Eurovision-
myndina hans Wills Ferrell gengu
með hvössum glimmerskúrum
yfir vikuna. Fréttablaðið gaf þrjár
stjörnur, þar sem hún fangar anda
viðfangsefnisins svo fullkomlega
að um einhvers konar meistaraverk
hlýtur að vera að ræða.
SYKRAÐ MÚTUFÉ
Leit stóð yfir að krökkum sem vilja
leika í dans- og söngvamyndinni
Abbababb, sem Nanna Kristín
Magnúsdóttir ætlar að leikstýra,
áður en hún snýr sér að framhaldi
Pabbahelga. Jafnvel þótt reynt hafi
verið að múta henni með kanel-
snúðum til þess að drífa í því.
ÚLFALDI Á MÝVATNI
Seinni tónleikarnir á hátíðinni Úlf-
alda úr mýflugu verða í Mývatns-
sveit í kvöld, en frændsystkinin
Soffía Kristín Jónsdóttir og Stefán
Jakobsson ákváðu að endurvekja
hátíðina eftir tíu ára hlé. Stefán
lætur svo að sjálfsögðu í sér heyra á
sviði í kvöld sem söngvari Dimmu.
BRÚÐKAUP OG JARÐARFÖR
Sjónvarpsþættirnir Jarðarförin
mín slógu svo hressilega í gegn að
handritshöfundarnir virðast hafa
fundið líf eftir dauðann, þar sem
framhald er að taka á sig mynd
með vinnutitilinn Brúðkaupið
mitt.
4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R40 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð