Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 7 5 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 uppskera! Ný íslensk ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... FJÖLMIÐLAR Ríkisútvarpið hafnar alfarið ásökunum Samherja á hend- ur sér og Helga Seljan fréttamanni. Líkt og greint var frá í blaðinu í gær hefur sjávarútvegsfyrirtækið látið útbúa þætti þar sem fjallað verður um ásakanir á hendur fyrirtækinu, bæði hvað varðar brot á gjaldeyris- lögum og meintum mútum í Nami- bíu. Í fyrsta þættinum, sem birtur var í gær, var Helgi sakaður um að hafa falsað skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs sem notuð var í Kast- ljóssþætti árið 2012. Í yfirlýsingu Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og Rakelar Þorbergsdóttur frétta- stjóra er þessu alfarið hafnað og sagt að útspil Samherja sé atlaga að mannorði Helga. – ab / sjá síðu 4 Ríkisútvarpið vísar ásökunum Samherja á bug Kæling skiptir máli fyrir af la sem færður er að landi. Í gær var Jón Helgi Jónsson að ná sér í ís á Hafnarfjarðarhöfn en hann hélt í nótt til strandveiða á bátnum Díu HF. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Útlit er fyrir að framboð á skrifstofuhúsnæði í miðborginni muni aukast til muna á næstu þrem- ur árum. Samantekt Markaðarins gefur til kynna að hátt í 44 þúsund fermetrar geti flætt inn á markaðinn. „Ef við tökum fyrir skrifstofu- húsnæði þá er ljóst að það er mikið framboð að fara að koma inn á markaðinn,“ segir Þröstur Þórhalls- son, fasteignasali hjá Mikluborg. Þá hafi verslunarhúsnæði í miðborg- inni gefið eftir og víða megi sjá tóma verslunarglugga á Laugaveginum. Stór hluti af auknu framboði tengist uppbyggingu á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans við Austurhöfn. Uppbyggingin gerir bankanum kleift að komast úr 21 þúsund fermetra skrifstofurými í 10 þúsund fermetra og losnar þann- ig um verulegt rými þegar bankinn flytur starfsemina. Auk þess áformar bankinn að leigja út eða selja frá sér 6.500 fermetra. Garðar Hannes Friðjónsson, for- stjóri Eikar fasteignafélags, segir að gera þurfi skýran greinarmun á skrifstofuhúsnæði í miðbænum og annars staðar. Í heild sinni sé markaðurinn fyrir skrifstofuhús- næði í góðu standi en miðbærinn eigi undir högg að sækja. „Þróunin í miðbænum hefur ekki verið góð að vissu leyti. Fólk hefur kvartað yfir framkvæmdum, aðgengi, skorti á bílastæðum og miklum kostnaði við að leggja í miðbænum. Þetta hefur leitt af sér töluverðan f lótta úr miðbænum,“ segir Garðar, sem er þó bjartsýnn á stöðuna í miðbænum til lengri tíma litið. Tómas Hilmar Ragnarz, fram- kvæmdastjóri og eigandi Regus, segir að viðhorfsbreytingin gagn- vart vinnuaðstöðu starfsfólks sem varð á þessu ári sé komin til að vera í einkageiranum. „Engin einkafyrirtæki eru að fara að stækka verulega við skrif- stofurýmið á næstu misserum. Þessi geiri er búinn að breytast og verður aldrei eins,“ segir Tómas. Hins vegar ríki gamli hugsunar- hátturinn enn hjá hinu opinbera. Þar verði áfram tilhneiging til að sameina stofnanir í risastóru rými. – þfh / sjá Markaðinn Erfiður markaður í miðbænum Framboð skrifstofuhúsnæðis í miðbænum mun aukast verulega á næstu árum. Flutningur Landsbank- ans verður stór biti að kyngja fyrir markaðinn. Atvinnuhúsnæði í miðbænum á undir högg að sækja. Uppbygging nýs hús- næðis og flutningar ríkis- stofnana geta losað um allt að 44 þúsund fermetra í miðborginni á næstu þrem- ur árum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.