Fréttablaðið - 12.08.2020, Side 12

Fréttablaðið - 12.08.2020, Side 12
Má þá ekki lengur dekka nema vera tvo metra frá? Má ekki stilla upp varnarvegg nema með tveggja metra reglunni? Það er margt í þessum drögum sem heldur engu vatni fyrir mér en á sama tíma skil ég að það þurfi að setja ein- hverjar reglur. Arnar Sveinn Geirsson, forseti leik- mannasamtaka Íslands 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð FÓTBOLTI Leikjum Glasgow Celtic í skosku deildinni gegn St. Mirren í kvöld og Aberdeen á laugardag hefur verið frestað eftir að leikmað- ur liðsins, Boli Bolingoli, skrapp til Spánar án þess að láta félagið vita og spila svo gegn Kilmarnock á sunnudag. Hann fór ekki í sóttkví og hefur beðist afsökunar á hegðun sinni. Celtic sagði í yfirlýsingu erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi í núverandi aðstæðum og bætti við að þá skorti hreinlega orð til að lýsa hegðun Bolingoli. Glasgow Celtic mætir KR í næstu viku og kemur því til leiksins ískalt. Nicola Stur- geon, forsætisráðherra Skotlands, skammaði leikmanninn á blaða- mannafundi í gær, en fótboltamenn hafa verið töluvert til umræðu í Skotlandi fyrir allt annað en góða hegðun í COVID-ástandinu. Stutt er síðan að tveir leikmenn Aber- deen smituðust á bar af veirunni. „Ekki búast við að Celtic og Aber- deen spili í vikunni og við sjáum til með framhaldið. Þau fá hér með gult spjald – næst verður það rautt,“ sagði forsætisráðherrann ákveðinn. Neil Lennon, knattspyrnustjóri Glasgow Celtic, var allt annað en skemmt á blaðamannafundi í gær. „Einn dagur á Spáni, það er ekkert rökrétt við það,“ sagði Lennon og sagði að leikmaðurinn hefði ekki sagt neinum frá ferðalagi sínu, sem hafi sett alla í hættu. „Hann æfði alla vikuna og setti alla í hættu í þeirri búbblu sem hér er. Um leið og hann reimaði á sig skóna á sunnudag setti hann alla í hættu og leikmenn og starfsfólk Kilmarnock líka. Við höfum beðið öll félög í deild- inni afsökunar sem og fótboltasam- félagið í heild.“ Hann bætti við að Celtic hefði í raun orðið reitt og agndofa yfir hegðun Bolingoli. Félagið hafi reynt að koma fótboltanum aftur af stað og virt allar reglur. „Einn sjálfselsk- ur einstaklingur hefur valdið okkur miklum vonbrigðum með gjörðum sínum,“ sagði hann um leikmann sinn. – bb Celtic mætir KR eftir skammir FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Íslands birti drög að reglum sem eiga að bjarga Íslandsmótinu. Drög- in eru 12 blaðsíður og þar eru ítar- legar leiðbeiningar um hvernig leik- menn þurfa að haga sér milli æfinga og leikja. „Ósanngjörn krafa,“ segir forseti leikmannasamtakanna. „Persónulega finnst mér þetta ósanngjörn krafa á leikmenn nema það verði komið til móts við þá á einhvern hátt,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti leik manna- samtaka Íslands, um drög KSÍ um hvernig sé hægt að blása lífi í Íslandsmótið á ný. KSÍ birti drög að reglum sem telja 12 blaðsíður og eiga að bjarga mótinu. Þar er að finna nokkuð ítar- legur kafli um leikmenn og hvernig þeir þurfa að haga sér milli æfinga og leikja og í leikjum. Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir starfsmenn liða þurfa að lág- marka samskipti við aðra og forðast fjölmenna staði eins og verslanir, veitingastaði, bíó og skemmtistaði. Ef það er þó nauðsyn skal alltaf halda tveggja metra fjarlægð og vera með andlitsgrímu. Á heimasíðu KSÍ segir að regl- urnar séu meðal annars byggðar á almennum sóttvarnakröfum heilbrigðisyfirvalda á Íslandi, en styðjist einnig við sambærileg gögn meðal annars frá Þýskalandi, Dan- mörku og UEFA. Arnar Sveinn segir að íslenska deildin sé, þó sumir formenn keppist við að kalla fótboltann á Íslandi atvinnugrein og leikmenn atvinnumenn, ekkert annað en hálfatvinnumennska og það sé erfitt að biðja áhugamenn að haga sér eins og atvinnumenn. „Sumir hafa ágætlega upp úr því að spila fótbolta á Íslandi en það er mikill minnihluti, og örugglega fleiri sem fá lítið sem ekkert en þeir sem hafa það fínt. Að ætlast til þess að skikka leikmenn, sem f lestir eru að gera þetta í bland við vinnu eða skóla, til þess að haga sér eins og atvinnu- menn í þessu umhverfi – mér finnst það ósanngjörn krafa og ég sé það ekki gerast.“ Hann segir að samráðið við KSÍ hafi verið gott og sambandið hafi unnið vel með hagsmunaaðilum en þegar drögin voru samin var ekkert samráð haft og las Arnar Sveinn drögin eins og flestir aðrir á heimasíðu KSÍ. „Hvað þetta varðar höfðum við ekkert heyrt og lásum um þetta um leið og fréttin birtist. Og það er verið að biðja um helling frá leikmönnum. Er það eðlilegt að þessi krafa sé sett á leikmenn og hvað þýðir þetta? Er þetta eitt af skilyrðunum til að fótboltinn fari af stað og ef svo er, hvernig er hægt að setja svona skil- yrði á leikmenn án þess að rætt sé við þá? Fyrir mér er þetta enn þá frekar óljóst. Ég sé ekki hvort þetta eru skilyrði eða tilmæli. Ef það kemst upp að leikmenn séu að fara út á mannamót einhvern þriðjudaginn er þá mótinu stofnað í hættu? Það eru margar spurningar í þessu.“ Séu drögin skoðuð og skyldur leikmanna skoðaðar eru þær orðn- ar töluverðar. Á æfingum þarf að bera grímu en samt ekki meðan á Ósanngjörn krafa KSÍ til leik manna í nýjum drögum KSÍ birti drög að reglum sem eiga að bjarga Íslandsmótinu. Drögin eru 12 blaðsíður og þar eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig leikmenn þurfa að haga sér milli æfinga og leikja en þeir eru beðnir um að haga sér eins og atvinnumenn. „Ósanngjörn krafa,“ segir forseti leikmannasamtakanna, Arnar Sveinn. Leikmenn þurfa að hlíða Víði ef undanþága fæst til að spila fótbolta að nýju hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leikmenn mega ekki heilsast fyrir leiki heldur aðeins klappa. Þá er regluverk- ið í kringum leikdag orðið mjög ítarlegt. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR æfingunni stendur. Sótthreinsa þarf allan búnað í líkamsræktaraðstöðu félaganna og alltaf halda tveggja metra reglunni þar inni. Leikmenn mega ekki deila vatnsbrúsa og á liðsfundum skal notast við andlits- grímur. Þá má ekki fara í viðtöl við fjölmiðla aðra en sjónvarpsrétthafa nema með fjartækni. Eftir leiki er ekki lengur matur í boði heimaliðsins heldur þurfa leik- menn sem og aðrir að koma með mat í lokuðum ílátum. Á leikdag þarf helst að koma á sínum einkabílum. Skylda er að vera með grímu í búningsklefa á leikdag og ekki vera inni í klefanum lengur en 30-40 mínútur fyrir og eftir leiki. Engar liðsmyndir eru lengur leyfðar, liðin ganga sitt í hvoru lagi og er bannað að heilsa og óheimilt er að fagna mörkum nema með brosinu einu saman. Alls ekki með snertingu. Þá er bannað að hrækja og markmenn fá ekki að hrækja í hanskana sína. Leikmenn þakka ekki fyrir leik- inn og takast ekki í hendur eftir leiki. Arnari finnst þó margt orka tvímælis. „Auðvitað skilur maður sambandið í því að það þurfti að gera einhverjar ráðstafanir til að fá þessa undanþágu. Maður spyr sig samt á móti – er þetta gott fyrir íþróttina og það verður að koma í ljós. Það er margt í þessum drögum sem er hægt að skoða. Það má ekki fagna með snertingu en það eru einhverjar hornspyrnur í hverjum leik og ein- hverjar aukaspyrnur. Má þá ekki lengur dekka nema vera tvo metra frá? Má ekki stilla upp varnarvegg nema með tveggja metra reglunni? Það er margt í þessum drögum sem heldur engu vatni fyrir mér en á sama tíma skil ég að það þurfi að setja einhverjar reglur.“ Ljóst er að mótið mun lengjast eitthvað en reynt verður að ljúka mótinu fyrir 1. desember. Arnar segir að samkvæmt sínum upp- lýsingum muni samningar leik- manna framlengjast sjálfkrafa um þann tíma sem mótið tekur. „Félag- ið þarf að standa við sínar skuld- bindingar og leikmenn líka. Þetta eru þær fréttir sem ég fékk frá KSÍ um mitt sumarið. Hvort það hafi eitthvað breyst veit ég ekki. Nú er þetta ekki aðeins út október heldur mögulega út nóvember. Geta félögin staðið við sitt? Geta félögin staðið við sitt þegar engar tekjur eru að koma inn? Þetta er eitthvað sem á eftir að útfæra og þarf að gerast fyrr en síðar. Það gengur ekki að 15. október þegar flestir samningar renna út að þá væri ennþá einn og hálfur mán- uður eftir af mótinu. Félögin sjá kannski fram á að geta ekki greitt leikmönnum eða staðið alfarið við sitt og leikmenn vilja þá ekki spila undir þeim aðstæðum. Hvað gerist þá?“ Arnar segir að hann finni auð- vitað til með KSÍ að finna lausnirn- ar í þessu erfiða árferði. Það sé þó þeirra starf. „Samúð mín er alveg hjá vinum mínum í Laugardalnum í KSÍ en á sama tíma er þetta þeirra vinna að finna út úr þessu og hvort sem er um heimsfaraldur að ræða eða ekki þurfum við að finna lausn á mótahaldinu. Það verður áhuga- vert ef undanþágan fæst því þá verður þetta skýrara og væntanlega kynnt betur. Þá verður áhugavert að heyra hvað leikmenn eiga að gera milli æfinga og leikja. Það er helvíti djarft að ætlast til að leikmenn hitti enga milli æfinga og leikja. Þetta verður áhugavert eins og tímarnir sem við lifum á.“ benediktboas@frettabladid.is KR-ingar fara til Skotlands í næstu viku nema Skotar hreinlega banni Celtic að spila. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Í dag mun KSÍ funda með félögum í efstu og næstefstu deild þar sem farið verður yfir komandi sóttvarnareglur, fari boltinn aftur af stað. Síðar í vikunni er áætlað að funda með öðrum deildum og fjöl- miðlum. Þetta kemur fram á fót- bolta.net en á heimasíðu KSÍ segir að Mótanefnd KSÍ hafi fundað á mánudag varðandi þann mögu- leika að leyfi fáist til að hefja keppni í mótum sumarsins aftur á föstudag. Fyrsti leikurinn sem er áætlaður er stórleikur KR og FH og topp- slagur í Lengjudeildinni þar sem Framarar mæta ÍBV. Ef undanþágan fæst er ljóst að spilað verður undir ströngu og vökulu auga yfirvalda jafnvel þótt ekkert COVID-smit tengist fótbolta hér á landi. – bb KSÍ vonast til að byrja á föstudag SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.