Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 36
Tom Hanks og Rita Wilson voru stödd í Ástralíu við upptökur þegar þau
tilkynntu það 12. mars að þau hefðu smitast af vírusnum. Þau upplifðu víst
nokkuð ólík einkenni og finna enn fyrir þreytu og einbeitingarleysi.
Alyssa Milano sagði frá því á dögunum að henni hefði
ítrekað verið neitað um skimun þegar hún veiktist. Í
blóðprufu kom svo í ljós að hún hafði fengið vírusinn.
Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, greindist
með vírusinn alveg í lok mars. Hann þurfti svo að liggja
í þrjá daga á gjörgæslu í aprílmánuði.
Leikarinn Bryan Cranston greindi frá því í lok júlí að
hann hefði fengið COVID-19 þrátt fyrir að hafa verið í
sjálfskipaðri sóttkví. Hann fékk mild einkenni.
Leikarinn Antonio Banderas smitaðist nú fyrir stuttu
á Spáni þar sem hann fagnaði 39 ára afmæli kærustu
sinnar. Þar gengur nú önnur bylgja veirunnar yfir.
Upphaflega stóð til að Andrea Bocelli héldi tónleika á landinu þann 23. maí.
Tónleikunum var frestað til 3. október og verður þá að koma í ljós hvort af
þeim verður. Bocelli smitaðist sjálfur af vírusnum í mars en hélt því leyndu.
Söngkonan Pink smitaðist ásamt syni sínum. Hún segir
það hafa verið eina sína erfiðustu lífsreynslu og að hún
sé enn að glíma við vandamál tengd COVID-19.
Kanye West fullyrðir að hann hafi smitast af vírusnum
í febrúar og þá upplifað mikinn hita, hroll og skjálfta.
Ekki er staðfest hvort hann hafi yfirleitt farið í skimun.
Heimsfaraldu r inn hefur farið mis-erfiðlega í fólk en allir ættu þó að geta viðurkennt að ástandið hefur haft
mikil áhrif á heimsmyndina. Þegar
COVID-19 fór fyrir alvöru að gera
vart við sig í febrúar var það fjarlæg
hugmynd að veiran myndi mögu-
lega hafa þau áhrif sem hún hefur
haft. Það er hugrakkt skref að deila
greiningunni með öðrum og þá sér
í lagi til að létta af þeirri skömm
sem margir segjast hafa upplifað
eftir smit. Hér eru nokkur dæmi
um heimsþekkta einstaklinga sem
smituðust. steingerdur@frettabladid.is
Hafa greinst
með vírusinn
Tom Hanks tilkynnti í mars að hann hefði
smitast af kórónavírusnum. Fleiri heims-
þekktir einstaklingar hafa smitast í kjölfar-
ið. Hér eru dæmi um nokkra sem hafa deilt
greiningu sinni og reynslu af vírusnum.
1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ