Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 26
Ég þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október.  Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. 09.08.2020 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 12. ágúst 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN Við elskum súkkulaði Hvert er þitt Omnom? Einhvern veginn tókst þeim sem iðulega hafa rangt fyrir sér þegar þeir stinga niður penna, að vera samir við sig þegar kom að skrifum um nýlega auglýsingu Íslandsstofu til að laða ferðamenn til landsins. Auglýsingin, sem var tveggja vikna átaksverkefni, er vel heppnuð. Hún fangar vel til- finningu fjölda fólks um heim allan, sem hefur verið lokað inni, nánast eins og glæpamenn, svo mánuðum skiptir, vegna aðgerða stjórnvalda til að bregðast við COVID-19. Fjöldi fólks mátti rétt skreppa út úr húsi til að kaupa í matinn, annars varð það að dúsa heima. Maðurinn er félagsvera og þarf að valsa um og hitta fólk. Spjall í gegnum netið dugar ekki til, þótt það sé ágætis sárabót. Höfundar auglýsingarinnar voru einmitt í þessum sporum, fastir heima við og þurftu á Íslandi að halda, svo vitnað sé í herferðina. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir heilmargar fjölskyldur eru ung börn að fara yfir um af eilífri inniveru og taumlausu sjón- varpsglápi og tölvuleikjaspilun. Flestar íbúðir í stórborgum eru litlar og treysta íbúarnir á lysti- garða og kaffihús því það er ekki garður við húsin. Víða eykur sumarhitinn á óþægindin. Að sjálfsögðu líður flestum illa við þessar aðstæður. Og dauð- langar til að öskra, f lækjast um víðerni og finna sálarró, þótt það væri ekki nema í skamman tíma. Auglýsingin talar inn í þennan veruleika. Hljóðstyrk hátalaranna sem hleyptu öskrunum til okkar var stillt í hóf. Þess vegna fylgdi garginu ekki hljóðmengun og þeir sem kvarta yfir sjónmengun taka sig of hátíðlega. Þetta voru einungis tveir litlir kassar á fáeinum stöðum. Þetta er skemmtileg auglýsing. Erlendir fjölmiðlar virðast vera á sama máli og hafa birt yfir 800 greinar um markaðsátakið. Það er merkilegt hve margir gagnrýnendur auglýsingar- innar gátu ekki sett sig í fótspor margra annarra Vesturlanda- búa. Það tók þó steininn úr þegar Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar og eindreginn Evrópusambandssinni, sagði að auglýsingin hefði verið svo illa heppnuð því auglýsingastofan hefði lítil tengsl við Ísland. Alþjóðasinninn gerðist þjóð- ernishyggjumaður á augabragði … vegna auglýsingar sem hitti í mark. Merkilegt að hann skuli treysta útlendingum fyrir laga- setningu hérlendis en ekki til að semja auglýsingar um landið. Við Íslendingar erum heppnir. Hér er gott að búa og ferðatak- markanir hafa verið minni en víða annars staðar. Lélegt að láta lítils háttar óp lengst frá manna- byggðum slá sig út af laginu. Fínasta garg Helgi Helgason hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri gagnavers Verne Global á Íslandi sem staðsett er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Helgi mun hafa umsjón með daglegum rekstri, leiða fyrirhugaða stækkun og útvíkkun þjónustu- framboðs. Helgi, sem gekk til liðs við Verne Global 2008, segist „spenntur að taka við stöðu framkvæmdastjóra, og taka þátt í því að þróa áfram gagnaver á heimsmælikvarða, þar sem við nýtum sérstöðu Íslands varðandi hreina orku, öruggt rafmagn og hagstæða loftkælingu.“ Fyrr á árinu gekk Verne Global frá hlutafjáraukn- ingu frá hluthöfum og lánsfjármögnun frá Arion upp á 27 milljónir dala, til að auka afkastagetu gagnaversins. Aukin afkastageta mun hjálpa því að anna eftirspurn frá bæði núverandi og mögu- legum viðskiptavinum eftir ofurtölvulausnum. Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors, hafði forystu um stofnun Verne Global 2007 ásamt General Catalyst. Wellcome Trust, einn stærsti bakhjarl rannsókna í líf- og læknisfræði í heim- inum, fjárfesti í gagnaverinu 2010. – þfh Helgi stýrir Verne Global á Íslandi Helgi Helgason

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.