Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 22
Uppsafnað tap af elds­neytisvörnum Ice­landair frá ársbyrj­un 2015 og fram á mitt ár 2020 nemur um 130 milljónum Bandaríkjadala. Þetta má finna út með því að skoða virkt eldsneytis­ verð Icelandair í uppgjörum félags­ ins og bera saman við stundarverð á flugvélaeldsneyti á heimsmarkaði hverju sinni (e. spot price). Miðað við gengi dalsins í dag nemur upp­ hæðin um 17,7 milljörðum króna. Til samanburðar sækist félagið nú eftir allt að 29 milljörðum króna í væntanlegu hlutafjárútboði. Uppsafnað tap af eldsneytis­ varnarsamningum nemur því að minnsta kosti 60 prósentum af þeirri fjárþörf sem stjórnendur félagsins áætla nú fyrir hlutafjárút­ boðið. Mótaðilar Icelandair í fram­ virkum samningum sem keyptir voru til að verja eldsneytisverð, eru meðal annarra fjárfestingabank­ arnir Goldman Sachs og Macquire Group, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eldsneytisvarnarsamningar eru oft notaðir af f lugfélögum til að verja sig gegn sveiflum í eldsneytis­ verði. Einkum og sér í lagi er þar horft til sveiflna upp á við. Gjarnan verja f lugfélög sig með þeim hætti að eldsneytiskostnaður þeirra haldist inni á ákveðnu verðbili. Fari svo að olíuverð fari upp fyrir efra verðbilið fær f lugfélagið greiddan mismuninn frá mótaðila sínum. Á sama hátt þarf f lugfélagið að greiða mótaðila sínum fari olíuverð niður fyrir neðra verðbil. Sjá má á gögnum um virkt elds­ neytisverð Icelandair á árunum 2015 til 2016, mikið tap af elds­ neytisvörnum félagsins miðað við stundarverð á mörkuðum á þeim tíma. Olíuverð hafði lækkað hratt á árinu 2014 sökum offramboðs á mörkuðum og tók ekki að hjarna við fyrr en snemma árs árið 2017. Uppsafnað tap fyrir árin 2015 og 2016 var engu að síður meira en 81 milljón dala. Hagnaður upp á 34 milljónir dala varð á fyrsta fjórð­ ungi 2017, en auk fyrstu þriggja fjórðunga ársins 2018 er um að ræða einu fjóru fjórðungana á tímabilinu frá 2015 og til loka fyrsta fjórðungs þessa árs sem eldsneytisvarnir Icelandair skiluðu hagnaði. Á fjórða ársf jórðungi komu eldsneytis­ varnir félagsins nokkurn veginn út á sléttu, en meðalolíuverð á þeim ársfjórðungi stóð í um það bil 64 dölum fyrir fatið. Meðal þeirra aðila sem Icelandair ræðir nú við vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins, eru mótaðilar í þessum eldsneytis­ varnarsamningum. Sem áður segir eru það meðal annars f járfest­ ingabankarnir Goldman Sachs og Macquire Group. Sá síðarnefndi er einkar umfangsmikill við sölu áhættuvarnarsamninga til fyrir­ tækja sem bera verðáhættu vegna ýmissa hrávara. Það er ekkert óeðlilegt að kostn­ aður fylgi áhættuvörnum, enda er þeim ætlað að koma í veg fyrir að rekstur félaga taki á sig mikla skelli. Sé lítið til taps á áhættuvörnum á fyrsta fjórðungi þessa árs, er ein­ sýnt að algjört hrun á olíumörk­ uðum orsakaði það. Fram hefur komið í erlendum fjölmiðlum að írska f lugfélagið Ryanair miðaði sínar áhættuvarnir á árinu 2020 við að olíuverðið yrði að meðaltali 83 dalir á tunnuna og tap félags­ ins af samningunum metið vel norðan við einn milljarð evra, eða sem nemur um 161 milljarði króna. Svipaðar fjárhæðir var um að ræða hjá félögunum EasyJet, KLM og British Airways, svo einhver dæmi séu tekin. Það styrkir því ef laust samningsstöðu Icelandair gagnvart mótaðilum sínum í áhættuvörnum, að hvert einasta flugfélag sem hafði einhvers konar áhættuvarnir fékk stóran skell við olíuverðshrunið í kjölfar yfirreiðar COVID­19. Vinna við fjárhagslega endur­ skipulagningu Icelandair Group, sem felur í sér að ná samningum við fimmtán lánardrottna, íslensk stjórnvöld og Boeing stendur yfir, en búist er við að niðurstaða hennar liggi fyrir í vikunni, mögulega strax í dag. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs félagsins, sagði aðspurð í samtali við Fréttablaðið þann 21. júlí síð­ astliðinn að Icelandair hefði keypt olíuvarnir til þess að verja um 40­60 prósent af áætlaðri olíunotkun í hverjum mánuði, sem væri í takt við áhættustefnu félagsins, áður en kórónaveiran skall á heimsbyggð­ inni. Þá snarminnkaði olíunotkun flugfélagsins. „Við höfum verið að gera upp olíuvarnir í hverjum mánuði þegar þær falla á gjalddaga. En það eru ýmsir möguleikar í stöðunni, til dæmis að loka vörnum fram í tím­ ann og þá mögulega með afslætti eða að færa þær lengra inn í fram­ tíðina. Við heyrum af því að önnur f lugfélög hafa farið báðar þessar leiðir,“ sagði Eva. Við vinnslu fréttarinnar hafði Icelandair ek k i svarað f y rir­ spurnum Fréttablaðsins sem lutu að því hvernig eldsneytisvörnum verður háttað eftir hlutafjáraukn­ ingu, að hversu miklu leyti  nýtt hlutafé verður nýtt til að gera upp skuldir gagnvart mótaðilum í eld­ neytisvarnarsamningum, eða hvort ákvörðun hafi verið tekin um að breyta stefnu félagsins í þessum efnum. Dýrkeyptar eldsneytisvarnir flugsins á tímum sveiflukennds olíuverðs Uppsafnaður kostnaður Icelandair Group vegna eldsneytisvarna frá ársbyrjun 2015 er nærri 18 milljarðar. Mótaðilar félagsins í eldsneytisvarnarsamningum eru meðal þeirra kröfuhafa sem þarf að semja við fyrir hlutafjáraukninguna. Fjölmörg flugfélög fóru illa út úr niðursveiflu olíuverðsins á þessu ári. Icelandair keypt olíuvarnir til að verja um 40-60 prósent af áætlaðri olíunotkun. Mörg alþjóðleg flugfélög fóru illa út úr olíuverðslækkuninni fyrr á þessu ári vegna áhættuvarnarstefnu sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is ✿ Virkt eldsneytisverð Icelandair miðað við stundarverð 800 tonn 700 600 500 400 2015 2016 2017 2018 2019 n Virkt verð ICEAIR n Meðalstundarverð (FOB USG)29 milljarða áformar Icelandair að sækja í hlutafjárútboði. Á meðal mótaðila Icelandair Group í eldneytis- varnarsamningum eru fjárfestingabankarnir Goldman Sachs og Macquire Group. Breska lyfjafyrirtækið Hikma, sem stýrt er af Sigurði Óla Ólafssyni, mun hefja fram­ leiðslu á remdesivir, sem hefur reynst vel gegn kórónaveirunni, fyrir bandaríska lyfjarisann Gilead. Reuters hefur eftir Sigurði Óla, eða Sigga eins og hann er nefndur, að framleiðslan verði í verksmiðju fyrirtækisins Portúgal og hefjist bráðlega. „Skilyrði samningsins eru trúnaðarmál, við erum einfaldlega verktaki fyrir Gilead. Þeir leggja inn pantanir í takt við væntingar um sölu,“ sagði Siggi í samtali við Reuters. Rannsóknir undanfarna mánuði hafa leitt í ljós að remdesivir, sem var upphaf lega þróað gegn lifrar­ bólgu C og notað gegn ebólu, sé eitt af tveimur lyfjum sem hafa sértæka verkun á kórónaveiruna. Bandarísk stjórnvöld hafa keypt upp allar birgðir af lyfinu remde­ sivir út september og hefur Gilead því unnið hörðum höndum að því að finna samstarfsfyrirtæki í mis­ munandi heimsálfum til að auka framleiðsluna. Markmiðið er að framleiða næga skammta fyrir tvær milljónir sjúklinga á þessu ári. Siggi var ráðinn forstjóri Hikma í febrúar 2018 en hann hafði áður starfað sem forstjóri Actavis og forstjóri samheitalyfjasviðs Teva, móðurfélags Actavis. Hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu um tæp­ lega sex prósent eftir að greint var frá samningnum við Gilead og góðu uppgjöri sem fór fram úr vænting­ um greinenda. – þfh Framleiða lyfið remdesivir undir stjórn Sigga Sigurður Ólafsson, eða Siggi, er for- stjóri breska félagsins. 6% nam hækkun hlutabréfa- verðs Hikma eftir að greint var frá samningi fyrirtækis- ins við lyfjarisann Gilead. 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.