Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 11
Við fengum af því fréttir þegar átökin voru sem mest við kórónuveiruna á síðast- liðnum útmánuðum að víða væru erfiðleikar á heimilum, of beldi og óhamingja. Okkur var líka sagt að tilvera margra barna væri bág vegna fátæktar og í sumum tilvikum vegna slæmrar hegðunar foreldra. Mér þykja þessar fréttir vondar, mjög vondar. Það er ekkert sama- semmerki milli skorts á fjármunum og skorts á kærleika. Þetta sá ég glöggt þegar ég kenndi börnum um árabil í stórborg í Bandaríkjunum. Kærleikurinn og umhyggjan heima fyrir réðst einfaldlega ekki af fjár- hag foreldra. Leyfið mér að deila með ykkur eftirfarandi hugsunum, nú þegar líkur eru á að við, þjóðin öll, gætum verið að sigla inn í þrengingatíma. Þegar ég var barn söng ég í sunnu- dagaskólanum: Gættu að þér litla tunga hvað þú segir – því vor faðir himnum á horfir litlu börnin á, og svo framvegis. Mér þótti þetta alvarlegt mál og undrað- ist hvað guð væri voldugur að geta fylgst með öllum börnum, ekki bara okkur sem bjuggum við Laugaveg- inn og á öllu Íslandi heldur börnum í öllum heiminum! Aldrei datt mér í hug að fylgst væri með fullorðnu fólki og foreldrum enda áreiðanlega ekki ástæða til þess. Börn eru nefni- lega með þeirri náttúru fædd að þau treysta fullorðnu fólki. Og oftar en ekki er fullorðna fólkið sem betur fer traustsins vert. Páll postuli segir í bréfi sínu til Kólossumanna: „Þér feður, verið ekki vondir við börn yðar svo að þau verði ekki ístöðulaus“. Þegar ég er að hlusta á fréttir af afleitri hegðun barna og unglinga verð ég oft bæði döpur og reið. Í fyrsta lagi sækja á áleitnar spurn- ingar um forsögu þeirra unglinga sem eru til umræðu. Af hverju er sjálfsmynd þeirra orðin svo veik að þau villast af leið? Og í öðru lagi: hvernig stendur á því að einhver tiltekin frétt af óæskilegri hegðun unglinga verður til þess að allir unglingar eru settir í einn hóp, ungl- ingar þetta, unglingar hitt? Ég hef talað við marga unglinga sem eru sárir og reiðir yfir þessum unglingamerkimiðum. Sannleik- urinn er sá að meirihluti unglinga er mesta sómafólk. Raunar er til- hneiging til að setja annan aldurs- hóp, gamalt fólk, líka í einn dilk. Þó á gamla fólkið það eitt sameiginlegt að það hefur lifað mörg ár. Það er hægt að vera vondur við börnin sín á margan hátt. Það er að vera vondur við unglinga að setja alla í einn hóp, oftar en ekki vand- ræðahóp. Það er að vera vondur við börnin sín að vanrækja það að venja þau á reglusemi til orðs og æðis, leiðbeina þeim í hvívetna og kenna þeim muninn á réttu og röngu. Ég tel að okkur beri skylda til að standa skil á þessum þáttum gagn- vart ungu fólki hvort sem það eru börn okkar eða annarra. Börn og unglingar eiga rétt á þessari leið- sögn, þessu uppeldi. Til þess að þetta takist þarf fullorðna fólkið að gæta að sér hvað það hugsar, hvað það segir og gerir. Það gerist nefnilega einhvers staðar á þroskaferli vitsmunalífs- ins að börnin fara að fylgjast með foreldrum sínum og öðru fullorðnu fólki, börn verða unglingar sem fá fyrirmyndir heima og heiman. Svokallaðir vandræðaunglingar koma ekki til okkar utan úr geimn- um. Ég hafna kenningum kirkjunnar um erfðasyndina en er hrædd við orð og athafnir sem sum börn þurfa að búa við í bernsku og æsku og ekki eru öll börn heppin með for- eldra. Hins vegar efast ég ekki um erfðagæskuna, trúi því að öll börn fæðist góðar og heilar manneskjur. Að lokum þetta til umhugsunar: Þegar þú ert að heimta að hlustað sé á þig – ertu þá alveg viss um að það sé gott fyrir barnið og ungl- inginn að heyra það sem þú ætlar að segja? Hugleiðingar á tímum veiru Bryndís Víglundsdóttir kennari Þegar ég er að hlusta á fréttir af afleitri hegðun barna og unglinga verð ég oft bæði döpur og reið. 12% LUMAR ÞÚ Á STÓRFRÉTT? Sendu okkur þá fréttaskot í gegnum frettabladid.is. Þú nnur hlekkinn undir blaði dagsins og á slóðinni www.frettabladid.is/frettaskot. Greiðum 5.000 kr. fyrir fréttina ef hún birtist í Fréttablaðinu og 10.000 kr. ef hún birtist á forsíðu blaðsins! MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS Alþingiskosningarnar 2016 vöktu von í brjósti margra. Hlutfall kvenna komst upp í 48% í fyrsta sinn, tveir innf lytj- endur hlutu föst sæti á Alþingi og meðalaldur var í lægri kantinum, 43 ár. Mörg okkar trúðu því að nú væru bjartari tímar fram undan, að hindranir á grundvelli kynferðis og uppruna væru á undanhaldi og ungt fólk væri að komast til aukinna áhrifa. Ári síðar kom þó bersýnilega í ljós hversu lítið þarf til að tapa þeim árangri sem hefur áunnist. Hlutfall kvenna hrundi niður í 38%, enginn innf lytjandi náði kjöri og meðal- aldur kjörinna fulltrúa hækkaði upp í 50 ár. Þó vissulega megi setja þessa þróun í samhengi við það að á sama tíma blésu pólitískir vindar Miðf lokknum inn á þing, verður skuldinni ekki skellt á þann flokk einan og sér. Tómlæti gagnvart sjónarmiðum ungs fólks er verulegt áhyggjuefni. Á tímum þar sem ungt fólk verður stöðugt virkara í baráttunni gegn kynbundnu misrétti, rasisma og loftslagsbreytingum glíma þau eldri við risavaxin verkefni í krafti umboðs síns á Alþingi án samtals, samráðs eða virkrar hlustunar á það sem unga fólkið hefur fram að færa. Fyrir utan hægfara og slök við- brögð við kröfum ungu kvennanna í #freethenipple og #höfumhátt hefur ekkert verið aðhafst gegn þeim stofnanabundna rasisma sem endurspeglaðist í hræðilegum bruna á Bræðraborgarstíg og Black Lives Matter hreyfingin hefur lítil sem engin áhrif haft á störf þings- ins þó tilefnið sé ærið. Vikulegum mótmælum í þágu loftslagsins síðastliðin tvö ár hefur verið mætt með því að töluleg markmið í loftslags áætlun ríkisstjórnarinnar högguðust ekki um prósentustig á sama tíma. Kröfum stúdentahreyf- ingarinnar um mannsæmandi kjör var svarað með óbreyttri og allt of lágri grunnframfærslu í nýju náms- lánakerfi og viðbrögð ráðherra við því að námsfólk vildi njóta atvinnu- leysistrygginga á þeim óvissutím- um sem voru í sumar voru að „allir vilji fjármagn til að gera ekki neitt“. Í dag er alþjóðlegur dagur ung- menna, sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka að þessu sinni tækifærum ungs fólks til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins, ýmist með óformlegum hætti eða með beinni þátttöku í formlegum stjórn- málum. Þetta er góður dagur fyrir okkur kjörna fulltrúa að átta okkur á að hagsmunir ungs fólks eru svo samofnir þeim áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir, að það ætti að vera hryggjarstykkið í allri stjórnmálaumræðu. Ef okkur á að takast að breyta öllum kerfum samfélagsins þannig að þau vinni í þágu allra, þá verða fleiri raddir að heyrast. Ungt fólk af öllum kynjum og alls konar uppruna, líkamsgerð og litarhafti hefur reist kröfur sem byggja á mikilvægri reynslu og þekkingu. Það hefur lengi þurft að þola lýðræðishalla þegar kemur að vægi á framboðslistum stjórnmála- samtaka. Þessu þarf að breyta til að stjórnmálin þjóni ungu fólki ekki síður en öðrum þjóðfélagshópum og nýti krafta þess í þágu sam- félagsins. Sjónarmið ungs fólks verðskulda athygli en ekki tómlæti Andrés Ingi Jónsson alþingismaður utan þingflokka Í dag er alþjóðlegur dagur ungmenna, sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka að þessu sinni tækifærum ungs fólks til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins, ýmist með óformlegum hætti eða með beinni þátttöku í form- legum stjórnmálum. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.