Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 16
70%
er ábyrgð ríkisins á láninu
til hótelkeðjunnar.
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR
588 80 40
www.scanver.is
RAFMÓTORAR
Hagnaður sænsku fataversl-anakeðjunnar H&M hér á landi dróst saman um 53
prósent á milli ára, eða í 50 milljónir
króna rekstrarárið sem spannaði
frá 1. desember 2018 til 30. nóvem-
ber árið 2019. Samdráttinn má eink-
um rekja til þess að félagið hóf að
greiða fjármagnsgjöld, til aukinna
afskrifta og aukins launakostnaðar.
Verslanakeðjan rekur sex versl-
anir hér á landi. Þrjár H&M-versl-
anir sem voru allar opnaðar fyrir
síðasta rekstrarár, auk COS, Monki
og Weekday sem voru opnaðar á
rekstrarárinu.
Tekjur H&M á Íslandi jukust um
37 prósent á milli ára og námu 3,3
milljörðum króna á síðastliðnu
rekstrarári. Fjöldi ársverka á árinu
var 140 samanborið við 74 árið
áður. Í lok árs voru 87 prósent starfs-
manna konur en 13 prósent karlar,
að því er fram kemur í ársreikningi.
Arðsemi eiginfjár á tímabilinu
var 32 prósent. Eiginfjárhlutfallið
var 15 prósent en eigið fé var 178
milljónir króna. Vaxtaberandi lán
frá samstæðunni námu 703 milljón-
um króna. Samkvæmt ársreikningi
nema árlegar leigugreiðslur um 174
milljónum króna.
Fram kemur í ársreikningi að
verslanakeðjan muni „halda áfram
með áætlaða stækkun og opna nýja
verslun á árinu 2020.“ Upplýst var
síðastliðið sumar að H&M muni
opna verslun á Glerártorgi á Akur-
eyri í haust.
Sænska verslanakeðjan upplýsir
að í mars þegar viðbrögð stjórn-
valda við COVID-19 tóku gildi hér-
lendis hafi tekjur hafi dregist saman
um 43 prósent á milli ára. Staðan
hafi batnað aðeins í apríl og um
miðjan maí var salan níu prósent
minni en árið áður. Það gefi tilefni
til hóflegrar bjartsýni.
Í ársreikningum segir að það taki
tíma að ná stöðugleika á nýjum
mörkuðum. „Þrátt fyrir þær áskor-
anir sem fylgja COVID-19 þá er
þetta langtímafjárfesting á nýjum
markaði.“ Eins og sjóðsstreymið gefi
til kynna sé fyrirtækið með góða
lausafjárstöðu. Fyrirtækið muni
fá fjárhagslegan stuðning frá sam-
stæðunni ef þörf krefji. Ekki sé þörf
á því eins og sakir standa. – hvj
Hagnaður H&M dróst saman um
helming í 50 milljónir króna
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Samstæða H&M mun styðja við verslanir þess á Íslandi ef þörf krefur. H&M
opnaði verslun á Hafnartorgi í október árið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK.
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort tilgreina
þurfi samstæðu TM sem fjármála-
samsteypu eftir kaup fyrirtækisins
á Lykli. TM yrði eina íslenska fjár-
málasamsteypan ef svo færi.
Fjármálaeftirlitið getur ákveðið
að tilgreina fyrirtæki, sem starfa
bæði á sviði fjármála og vátrygg-
inga, og uppfylla ákveðin skilyrði
um mikilvægi og umfang, sem
fjármálasamsteypur. Samsteypur
af þeim toga þurfa að fylgja strang-
ari kröfum um fjárhag og eftirlit
heldur en hefðbundin fjármála-
fyrirtæki.
TM bíður nú eftir starfsleyfi fyrir
dótturfélagið TM tryggingar, svo
að unnt sé að færa vátrygginga-
stofninn í sérfélag. Að því loknu
verður TM eignarhaldsfélag með
tvö dótturfélög, hvort fyrir sinn
hluta starfseminnar, það er að segja
TM tryggingar fyrir vátryggingar og
Lykil fyrir fjármögnun. Þegar því er
lokið mun fjármálaeftirlitið taka til
skoðunar hvort tilgreina beri TM-
samstæðuna sem fjármálasam-
steypu, eftir því sem Markaðurinn
kemst næst.
Á síðustu árum hafa komið upp
mál þar sem f jármálaeftirlitið
hefur þurft að taka afstöðu. Eftir
að VÍS eignaðist virkan eignarhlut í
Kviku banka árið 2017 ákvað eftir-
litið að nýta lagaheimild þannig að
samstæðan yrði ekki tilgreind sem
fjármálasamsteypa. Ekki var talið
að slík tilgreining hefði verulega
hagsmuni í för með sér.
Í svari við fyrirspurn Markaðar-
ins sagðist fjármálaeftirlitið ekki
geta rætt einstök mál sem kynnu
að vera til meðferðar. Hins vegar
benti stofnunin á að þegar fyrirtæki
í samstæðu starfa bæði á fjármála-
sviði og vátryggingasviði, og umsvif
þeirra teljast mikilvæg, væri tekið
til skoðunar hvort rétt væri að skil-
greina samstæðuna sem fjármála-
samsteypu.
Sem dæmi um kröfur sem gerðar
eru til fjármálasamsteypa umfram
önnur fjármálafyrirtæki, má nefna
tilteknar fjárhagskröfur til sam-
stæðunnar, aukið eftirlit með við-
skiptum innan samsteypunnar til
að kanna aukna áhættu, til dæmis
vegna mögulegra smitáhrifa, og
hættu á hagsmunaárekstrum. Þá
eru gerðar hæfiskröfur til stjórnar-
manna og framkvæmdastjóra þess
félags sem fer fyrir samstæðunni og
auknar kröfur til innra eftirlits og
áhættustýringar samstæðunnar.
– þfh
Gætu flokkað TM sem
fjármálasamsteypu
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Icelandair Hotels, ein stærsta hótelkeðja landsins, hefur gengið frá samkomulagi við Arion banka um samtals 1.200 milljóna króna brúarl-án en ríkissjóður ábyrgist allt
að 70 prósentum af fjárhæð lánsins.
Þetta er fyrsta slíka lánið, en þau eru
einkum ætluð meðalstórum og stór-
um fyrirtækjum í rekstrarvanda
vegna kórónaveirufaraldursins til
að standa undir launum og öðrum
almennum rekstrarkostnaði, sem
hefur verið veitt af stóru viðskipta-
bönkunum frá því að byrjað var
að bjóða upp á úrræðið fyrir um
þremur mánuðum.
Tryggvi Þór Herbertsson, stjórn-
arformaður Icelandair Hotels, segir
í samtali við Markaðinn að um sé
að ræða lánalínu og að markmið
félagsins sé að reyna að draga sem
minnst á hana. Aðspurður segist
Tryggvi Þór ekki geta tjáð sig um
vaxtakjörin á láninu en viðurkenn-
ir hins vegar að þau séu ekki mjög
hagstæð, þrátt fyrir að ríkisábyrgð
sé á láninu að hluta og lága vexti
Seðlabankans um þessar mundir.
Heildarábyrgð ríkissjóðs gagn-
vart bönkunum vegna brúarlána
getur að hámarki orðið 50 millj-
arðar króna. Heildarumfang slíkra
lánveitinga getur því orðið ríf lega
71 milljarður króna, miðað við að
ábyrgð ríkisins getur numið allt að
70 prósentum af höfuðstól láns, en
hún fellur niður eftir 30 mánuði frá
veitingu láns. Fram til þessa hefur
hins vegar eftirspurn fyrirtækja
eftir slíkum lánum hjá Arion banka,
Íslandsbanka, Landsbankanum og
Kviku banka verið hverfandi.
Veiting brúarlána er háð ýmsum
skilyrðum, meðal annars að fyrir-
tæki borgi ekki út arð, kaupi eigin
hluti eða greiði út óumsamda kaup-
auka á meðan ríkisábyrgðar nýtur
við. Samkvæmt heimildum Mark-
aðarins hafa sum þessara skilyrða
valdið því að eigendur félaga hafi
af þeim sökum ekki viljað nýta sér
þetta úrræði.
Tryggvi Þór segir að starfsemi
Icelandair Hotels, sem reka fjórt-
án hótel um allt land, hafi gengið
vel úti á landi í sumar þar sem
herbergja nýtingin hafi verið yfir
90 prósent en verðið hafi hins vegar
verið mun lægra en áður. Öðru máli
gildi um hótelin í Reykjavík en þar
hefur herbergjanýtingin verið afar
dræm og allt útlit er fyrir erfiðan
vetur. Öll hótel félagsins eru opin
um þessar mundir, ef undan eru
skilin Alda, Konsúlat og Marina í
Reykjavík, að sögn Tryggva Þórs.
Icelandair Hotels eru í meiri-
hlutaeigu malasísku fyrirtækjasam-
steypunnar Berjaya Corporation.
Félagið gekk frá kaupum á 75 pró-
senta hlut í hótelkeðjunni í byrjun
apríl á árinu, af Icelandair Group
– sem fer núna með fjórðungshlut
í félaginu – en heildarkaupverð
eignar hlutarins nam 45,3 millj-
ónum dala, jafnvirði 6,2 milljarða
króna á núverandi gengi. Kaupverð-
ið var lækkað um tíu milljónir dala
frá því sem áður hafði verið samið
um, vegna kórónaveirufaraldursins.
Icelandair Group bókfærði engu
að síður hjá sér hagnað upp á 15,4
milljónir dala vegna sölunnar, að
því er fram kom í uppgjöri félags-
ins fyrir fyrsta ársfjórðung.
Tekjur Icelandair Hotels námu 97
milljónum dala á árinu 2018 og var
EBITDA hótelrekstrarins – afkoma
fyrir afskriftir, fjármagnsliði og
skatta – á sama tíma jákvæð um sjö
milljónir dala. Ársreikningur hótel-
keðjunnar fyrir árið 2019 hefur ekki
verið birtur.
Icelandair Hotels fá
1,2 milljarða brúarlán
Ríkissjóður ábyrgist 70 prósent af fjárhæð lánsins sem er veitt af Arion banka.
Fyrsta brúarlánið frá því að úrræðið tók gildi fyrir þremur mánuðum. Stjórn-
arformaður Icelandair Hotels segir vaxtakjörin ekki hafa verið mjög hagstæð.
Icelandair Hotels reka meðal annars hótelið Canopy Reykjavík við Smiðju-
stíg. Það er lokað um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Eftir að VÍS eignaðist
virkan eignarhlut í Kviku
banka árið 2017 ákvað
fjármálaeftirlitið að nýta
lagaheimild þannig að
samstæðan yrði ekki til-
greind sem fjármálasam-
steypa.
1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN