Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 30
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar og afi,
Guðmundur Jónsson
skipstjóri,
Skipalóni 26, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar-
kirkju fimmtudaginn 13. ágúst kl. 13.
Í ljósi aðstæðna verður athöfnin einungis fyrir allra
nánustu. Athöfninni verður streymt á slóðinni https://
livestream.com/accounts/5108236/events/9251511
Hægt verður að koma saman og horfa á streymið
í Sjónarhóli, Kaplakrika.
Ruth Árnadóttir
Jón Örn Guðmundsson Bríet Jónsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir Guðmundur Árni Guðrúnars.
Daniel Guðmundur Nicholl Svanhildur Lísa Leifsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Gerður Kristín Kristinsdóttir
sem lést þann 5. ágúst
síðastliðinn, verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju 14. ágúst kl. 15.
Í ljósi aðstæðna gilda fjöldatakmarkanir
við athöfnina, en henni verður streymt fyrir vini
á Facebook-síðu Gerðar.
Sigurður Kristjánsson
Sigurborg Kristjánsdóttir
Heiðar Birnir Kristjánsson
Víkingur Kristjánsson
Hlynur Kristjánsson
Júlía Hrönn Kristjánsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þetta er geggjað og gefur mér færi á að þræða hinar ýmsu leiðir utan þéttbýlisins. Ég er svo mikill náttúrukarl og fannst alveg glatað að komast ekki út fyrir götur
bæjarins,“ segir Seyðfirðingurinn Arnar
Klemensson um þá byltingu sem varð
á hans högum nýlega þegar Lionsfólk
færði honum torfæruhjólastól. Austur
frétt sagði frá.
Arnar kveðst hafa fæðst með klofinn
hrygg. „Þannig að ég hef verið lamaður
alla mína tíð – hunds og kattar. Er fædd
ur hér á Seyðisfirði og uppalinn en fór
suður og var þar meira og minna í þrjá
tíu ár. Svo missti ég vinnuna í bænum og
var konulaus, barnlaus og húslaus svo ég
ákvað að fara heim aftur. Hér fékk ég þak
yfir höfuðið og líka vinnu. Er við gæslu
í ferjunni og skemmtiferðaskipunum,
en þau eru ekkert á ferðinni í sumar.
Ferjan kemur bara einu sinni í viku yfir
sumarið en fjölgar ferðum upp í tvær á
viku þegar vetraráætlunin dettur inn. Ég
fer ekki um borð en er nánast alls staðar
annars staðar, bæði úti og inni. Eftirlit
mitt felst í að athuga hvort fólk sé með
passa, þegar það er að smella sér inn í
ferjuna, horfa í myndavélar og fleira.“
Yrði marga daga yfir heiðina
Þó að Seyðisfjörður sé fremur þröngur
segir Arnar hann bjóða upp á mikla
möguleika fyrir sig til skemmtiferða
eftir að aðstæður hans breyttust. Kemst
hann kannski yfir Fjarðarheiði á hjól
inu? „Nei, það fer bara á átta kílómetra
hraða, ekki séns ég mundi nenna því, ég
yrði marga daga!“ svarar hann hlæjandi.
Hingað til kveðst Arnar hafa farið
ferða sinn á gamalli skutlu og rekur
aðdraganda þess að hann eignaðist tor
færuhjólastólinn: „Einn daginn síðasta
vetur festi ég mig, sem oftar, á skutlunni
og kom illa pirraður heim eftir langa
mæðu. Fór í tölvuna, gúglaði fjórhóla
drifna skutlu og setti mynd í djóki á fés
bók og sagði: „Væri ekki karlinn flottur
á þessu?“ eða eitthvað álíka. Þá bara
fór allt í gang. Seyðfirsk kona sem býr
í Reykjavík byrjaði að safna á fésbók
og fólk fór að leggja inn á hana hægri,
vinstri. Þannig gekk í hálfan mánuð,
þá tók Lions hér við keflinu. Sjálfsbjörg
styrkti verkefnið, bæjarbúar, vinir og
vandamenn. Ótrúlega fallegt dæmi.“
Nú stoppar Arnar ekki, að eigin sögn.
„Ég er ekki að grínast. Að komast ekkert
út fyrir veg, það var alveg pína. Ég á líka
hund sem þarf að hreyfa. Nú kemst ég
um ótal slóða en ég fer ekki út í náttúr
una til að spóla og eyðileggja, þó hjólið
sé á ruddadekkjum og fjórhjóladrifið.
Ég verð ekki fastur á þessu, eins og hinu.
Það var nóg að það væri spáð snjó, þá
komst ég ekkert á skutlunni. Ég hlakka
eiginlega bara til að fá snjóinn í haust.
Svo er allt á þessu hjóli. Lions lét stækka
dekkin, breyta batteríum og setja spil.
Þá get ég dregið bílana þegar þeir festast
í vetur! Ég segi svona!“
Gleymir stundum símanum
Spurður hvort auðvelt sé fyrir hann að
koma sér fyrir á nýja farartækinu svarar
Arnar: „Já, einu sinni var ég samt næst
um dottinn á hausinn en náði að grípa í
einhvern fjandann.“
Þú ert náttúrlega alltaf með síma á
þér? „Skooo, stundum gleymi ég honum.
Oftast þegar ég hef verið fastur eða batt
eríslaus hefur hann óvart verið heima.“
Ertu ekki með öryggishnapp heldur?
„Nei, það hef ég aldrei verið. Hef ekkert
við svoleiðis að gera.“
Inntur eftir aldri kveðst Arnar vera 49
ára og bætir við hress: „Það er talað um
að fólk eflist oft um fimmtugt. Það eru
25 mínútur í það hjá mér!“
gun@frettabladid.is
Nú hlakka ég eiginlega
bara til að fá snjóinn
Seyðfirðingurinn Arnar Klemensson býr við lömun en hafði alltaf mikla löngun til að
komast út fyrir bæinn af sjálfsdáðum. Hann datt í lukkupottinn þegar félagar í Lions-
klúbbi Seyðisfjarðar afhentu honum torfæruhjólastól nýverið. Síðan stoppar hann varla.
Arnar leit fram á stóraukin lífsgæði þegar hann tók við torfæruhjólastólnum af Lionsfólki. MYND/JÓN HALLDÓR JÓNASSON
Ég verð ekki fastur á þessu,
eins og hinu. Það var nóg að
það væri spáð snjó, þá komst ég
ekkert á skutlunni.
Merkisatburðir
1755 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson bora í Laugardal
við Reykjavík er þeir rannsaka jarðhita. Það er í fyrsta sinn
sem jarðbor er notaður á Íslandi.
1849 Sumir óttast að Krukksspá rætist og Dómkirkjan í
Reykjavík sökkvi, er þar standa í fyrsta sinn biskup og níu
prestar samtímis skrýddir fyrir altari.
1877 Henry Morton Stanley kemur að ósum Kongófljóts
við Boma eftir að hafa ferðast frá upptökum fljótsins við
Stóru vötnin í Austur-Afríku.
1904 Prentarar í Reykjavík stofna fyrirtækið Gutenberg
til þess að koma á fót nýrri prentsmiðju.
1908 Ford Motor Company setur Ford T á markað.
1942 Bardaginn um Stalíngrad hefst.
1942 Kvikmyndin Iceland er frumsýnd í Bandaríkjunum.
1957 Stöðumælar eru
teknir í notkun í Reykja-
vík. Gjald í þá er ein króna
fyrir fimmtán mínútur og
tvær krónur fyrir hálf-
tíma.
1975 Alvarlegt tilvik
matareitrunar kemur upp
í Reykjavík þegar 1.300
þátttakendur á kristilegu
stúdentamóti í Laugar-
dalshöll veikjast og verður
að flytja yfir fjörutíu þeirra
á sjúkrahús.
1979 Krossinn - kristið
samfélag, er stofnað á
Íslandi.
1981 Tölvan IBM Perso-
nal Computer kemur á
markað.
1993 Fyrsti íslenski
togarinn heldur til veiða í
Smugunni í Barentshafi.
1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT