Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 20
Þetta eru ekki framkvæmdir á vegum einkafyrirtækja heldur ríkisins að mestu leyti þannig að það er ljóst að þær munu klárast. Fjármagnið mun ekki skorta. Þröstur Þórhalls- son, fasteignasali hjá Mikluborg Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Framboð á skrifstofuhús-næði í miðborginni mun aukast til muna á næst-unni. Samantekt Mark-aðarins gefur til kynna að hátt í 44 þúsund fer- metrar geti f lætt inn á markaðinn á næstu þremur árum og ef ráðist verður í uppbyggingu á Stjórnar- ráðsreitnum til að sameina skrif- stofur ráðuneytanna eykst magnið til muna. „Ef við tökum fyrir skrifstofu- húsnæði þá er ljóst að það er mikið framboð að fara að koma inn á markaðinn,“ segir Þröstur Þór- hallsson, fasteignasali hjá Miklu- borg, sem hefur víðtæka reynslu af viðskiptum með atvinnuhúsnæði. Hann telur útlit fyrir að nokkrir tugir þúsunda fermetra geti komið inn á markaðinn á allra næstu árum. „Það þarf líka að hafa í huga að þetta eru ekki framkvæmdir á vegum einkafyrirtækja heldur ríkisins að mestu leyti þannig að það er ljóst að þær munu klárast. Fjármagnið mun ekki skorta,“ segir Þröstur. Landsbankinn stendur að upp- byggingu á nýjum höfuðstöðvum við Austurhöfn sem munu kosta um Heilmikið framboð í farvatninu Útlit er fyrir að tugir þúsunda fermetra af skrif- stofuhúsnæði komi inn á markaðinn á næstu árum. Forstjóri Eikar segir markaðinn í góðu standi en að miðbærinn eigi undir högg að sækja. Landsbankinn mun selja gamla aðalútibúið. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans verða um 1,8 milljörðum króna dýrari en frumáætlun frá árinu 2017 gerði ráð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 11,8 milljarða króna. Uppbyggingin gerir bankanum kleift að komast úr 21 þúsund fermetra skrifstofu- rými í 10 þúsund fermetra. Þannig mun losna um verulegt rými þegar bankinn flytur starfsemina en verk- lok eru áætluð árið 2022. Höfuðstöðvar Landsbankans í dag eru í þrettán húsum í miðborg- inni og eru einungis fjögur þeirra í eigu bankans. Stór hluti af skrif- stofurými bankans í miðborginni er í eigu Eikar fasteignafélags. Í svari Landsbankans við fyrir- spurn Markaðarins kemur fram að bankinn hafi ákveðið að selja fasteignir sínar í miðborginni. Af þeim er Austurstræti 11, sem hýsir aðalútibúið, langstærst og nam fast- eignamat þess árið 2019 1.913 millj- ónum króna. Nýja húsnæðið við Austurhöfn mun spanna 16.500 fermetra. Landsbankinn gerir ráð fyrir að nýta 60 prósent hússins, eða um 10 þúsund fermetra, en leigja frá sér eða selja um 40 prósent, eða um 6.500 fermetra. Nýtingaráætlun bankans er óbreytt, að því er kemur fram í svari bankans. Í áætlunum er miðað við að leiga eða sala á þeim hluta nýja hússins sem verður leigð- ur eða seldur standi að minnsta kosti undir byggingarkostnaði. „Það verður alltaf einhver eftir- spurn eftir skrifstofuhúsnæði í miðbænum en þetta er mikið magn og það getur tekið tíma að koma öllum þessum fermetrum í vinnu,“ segir Þröstur. Hann bætir við að glæsileiki og einstök stað- setning nýrra höfuðstöðva Lands- bankans auðveldi bankanum að leigja eða selja hluta hússins þegar það verður fullbyggt. Bankasýsla ríkisins hafði komið þeim sjónarmiðum á framfæri við bankaráð Landsbankans að mikil- vægt væri fyrir bankann að draga úr fjárhagslegri áhættu vegna bygging- ar nýrra höfuðstöðva, meðal annars í ljósi þess að bankinn myndi ein- ungis nýta hluta af þeirri byggingu. „Ekki hefur verið lagt sérstakt mat á hvort fjárhagsleg áhætta hafi aukist vegna COVID-19 en við gerum áfram ráð fyrir að nútíma- legt, umhverfisvottað skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á góðum stað í miðborg Reykjavíkur verði eftir- sótt til framtíðar, jafnt til útleigu og til eignar,“ segir í svari bankans við fyrirspurn Markaðarins. Hluti af nýju byggingunni mun hýsa verslun og þjónustu. Þröstur bendir á að verslunarhúsnæði í mið- borginni hafi gefið eftir og víða má sjá tóma verslunarglugga á Lauga- veginum. „Rekstrarkostnaður atvinnu- húsnæðis hefur hækkað mikið á síðustu árum og við það bætist að markaðurinn er enn að jafna sig á uppbyggingunni á Hafnartorgi. Það getur tekið tíma,“ segir Þröstur. Ef ferðamenn byrji ekki að streyma til landsins fyrr en á næsta ári verði ástandið áfram erfitt. „En varðandi framtíð verslunar- húsnæðis í miðborginni þá má ekki gleyma því að nýjar íbúðir í Þverholti, Bríetartúni, Hverfisgötu, Hafnartorgi og Austurhöfn koma til með að taka til sín vel á annað þús- und nýja íbúa sem vilja örugglega versla í sínu nærumhverfi,“ bætir Þröstur við. „Það kann að hljóma undarlega en ég sé fyrir mér að það gætu skap- ast kauptækifæri fyrir verslunar- húsnæði í miðbænum fljótlega.“ Þá bendir hann einnig á að vel hafi gengið hjá þeim sem standa að 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.