Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is En þær ráðstafanir sem gera verður þegar upp kemur smit eru mikið inngrip í líf fólks. Það er mikilvægt að fjölbreytt fólk komi að bæði gerð og vinnslu gagna þar sem það hefur bein áhrif á líf okkar allra. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Fermingarskraut í úrvali! ■ Myndaveggir ■ Nammibarir ■ Kortakassar ■ Servíettur ■ Borðrenningar ■ Blöðrur (fyrir loft/helíum) ■ Blöðrubogar/lengjur/hringir (fyrir loft) ■ Súkkulaðiegg í þemalitum veislunnar ■ Kerti ■ Og margt fleira ■ Veggborðar þar sem hægt er að raða bókstöfum saman í hvaða orð sem er, t.d. nafn fermingarbarns, „Ferming“, „Myndaveggur”, „Kort”, „Nammibar” Vöruúrvalið er að finna á facebook síðu Partýbúðarinnar Mér svelgdist heldur betur á kaffibollanum í gærmorgun þegar ég fór yfir skráningar í Gagnaþon fyrir umhverfið. Kynjahlutföllin á skráðum þátttakendum voru virkilega skökk. Þrátt fyrir að ég sé ótrúlega ánægð með þann hóp sem hefur skráð sig og ég geti ekki beðið eftir að sjá þær hug- myndir sem þau hafa fram að varpa, kom það mér tals- vert á óvart hve fáar konur hafa skráð sig. Samanborið við aðrar keppnir og hraðla í nýsköpun eru niðurstöð- urnar svipaðar. Hvernig fáum við enn fjölbreyttari hóp af fólki til þess að taka þátt í nýsköpun og þá sérstak- lega þegar kemur að gögnum og gervigreind? Þá sér- staklega fólk af öllum kynjum og bakgrunni. Stór partur af því að vinna úr gögnum er gervi- greind sem er einfaldlega gert með því að kenna forriti eða reikniriti ákveðið mynstur og mata það með gögnum. Niðurstöður eru síðan samþykktar eða ekki af einstaklingi sem þróar viðkomandi lausn. Því er mikilvægt að hópurinn sem komi að þróun gervi- greindar sé fjölbreyttur til þess að niðurstöður hafi ekki innbyggða hlutdrægni sem gæti hampað öðrum hópi umfram annan. Dæmi eru um að snjallúr sýni ekki réttan fjölda brenndra kaloría hjá barnshafandi konum þar sem formúlan sem reiknar hve miklu þær brenna tekur ekki tillit til breyttrar brennslu. Annað dæmi er forrit sem búið var til af Amazon til þess að fara yfir ferilskrár og velja hæfasta einstaklinginn í starfið. Þar sem forritið var búið til af körlum varð til innbyggð hlutdrægni sem gerði það að verkum að karlar voru valdir í störfin umfram jafnhæfar konur. Þegar kemur að hlutfalli í námi virðist það mun skárra en á vinnumarkaði og nýsköpunarsenunni. Kynjahlut- föllin þegar ég var í grunnnámi í iðnaðarverkfræði voru ansi jöfn og áhugi á áföngum tengdum nýsköpun jafnvel meiri meðal kvenna. Því spyr ég hvers vegna það sé ekki að skila sér sviði nýsköpunar. Sama gildir um hlutfall kvenkyns samnemenda minna í tölvunarfræði, af hverju eru þær ekki að skila sér út í tæknigeirann? Það er mikilvægt að fjölbreytt fólk komi að bæði gerð og vinnslu gagna þar sem það hefur bein áhrif á líf okkar allra. Ég hvet því alla til þess að taka þátt í Gagnaþoni fyrir umhverfið sem fer fram 12.-19. ágúst. Hvar eru konurnar? Kristjana Björk Barðdal, verkefnastjóri hjá Nýsköp- unarmiðstöð Íslands Ef marka má tölur um nýgreint smit undanfarna daga virðist sem tekist hafi að koma böndum á það sem menn óttuðust að myndi reynast önnur bylgja faraldursins hérlendis. Þróunin í síðustu viku var vissulega ískyggileg en tölur um nýtt smit undanfarna daga gefa tilefni til að vona að tekist hafi að kæfa bylgjuna í fæðingu. Það ber að þakka fumlitlum viðbrögðum sóttvarnayfirvalda. Þetta er þó háð þeirri óvissu að sóttvarnayfirvöld- um hefur ekki tekist að rekja öll tilfellin og óljóst hvernig drjúgur hluti þess smits sem greinst hefur undanfarið fór á milli manna. Það er óþægilegt og gæti bent til að meira smit sé grasserandi í samfélag- inu, ýmist ógreint eða smitberarnir einkennalausir. Staðan hér heima er þó stórum betri en í mörgum löndum í kringum okkur þar sem aftur hefur þurft að grípa til lokana og íþyngjandi takmarkana. Þó að hert hafi verið upp á samkomubanni hér og tveggja metra reglan gerð algild á ný, er það bara reykur af þeim réttum sem aðrar þjóðir hafa mátt gera sér að góðu. Við fengum þó að pústa aðeins yfir hásumarið áður en syrta tók yfir á ný. Allir ættu að vita að þessi veira er ekkert lamb að leika sér við. Undanfarið hafa fréttir verið fluttar af því að jafnvel þeir sem lítið veikjast geti átt í lang- vinnum eftirköstum vikum og mánuðum eftir að veikindunum lauk. Í fréttaþættinum 21 á sjónvarps- stöðinni Hringbraut á þriðjudagskvöld var annars vegar talað við Stefán Yngvason, endurhæfingar- lækni og lækningaforstjóra Reykjalundar, sem lýsti því hvers lags eftirköst fólk getur þurft að ganga í gegnum. Fram kom að tugir manna hefðu leitað til Reykjalundar vegna þessa. Hins vegar var rætt við Karólínu Helgu Símonardóttur sem sýkst hafði í mars og glímir nú enn við afleiðingar sýkingarinnar, svo sem jafnvægistruflanir, vöðvaverki, þreytu og málstol. Fleiri hafa lýst þessu sama. Fram kom að ekki virðast vera tengsl milli hversu mikið fólk veikist og eftirköst sem eiga þarf við. Fréttir úr miðborginni um helgina vekja því furðu. Stór hluti þeirra vínveitingastaða sem lögregla heimsótti virti ekki tveggja metra regluna og dæmi voru um að lögregla treysti sér ekki til að fara inn á staðina vegna mannmergðar sem þar var inni fyrir. Fyrir þetta geta veitingamenn hér á landi ekki verið þekktir. En það er ekki aðeins við þá að sakast. Gestir þeirra bera líka ábyrgð. Nú má það vel vera að alvarleg veikindi vegna veirunnar séu hlutfallslega fátíð. En þær ráðstafanir sem gera verður þegar upp kemur smit eru mikið inngrip í líf fólks. Fjórtán daga sóttkví, með til- heyrandi takmörkunum á samskiptum fólks og veru frá vinnustað ber ekki að taka af léttúð. Það vita þeir sem reynt hafa. Það er léttvægara en að sýkjast af veirunni og dvelja í einangrun en verulega íþyngj- andi engu að síður. Þess vegna telst það til áhættuhegðunar ef ekki er farið eftir reglum á stöðum þar sem fólk kemur saman, veitingastöðum, vinnustöðum eða verslunum. Hana þarf að uppræta. Sóttkví Sporðaköst og brúneggjavarp Hingað til hafa íslenskir kaupa- héðnar og stórfyrirtæki látið nægja að gefa út bækur þegar þeim finnst að sér vegið, en Samherji hefur nú brotið blað og látið gera dýran sjónvarps- þátt með f lottri grafík og öllu tilheyrandi. Meira að segja „cliff hanger“ í lokin. Þetta er vitaskuld eitthvað sem aðrir hefðu átt að vera búnir að fatta fyrir löngu og þá hefði landinn ekki misst af gullmolum á borð við Brúneggjavarpið, GAMMA- Vision eða Wintris-veituna. Framhald Ókyrrðar Helgi Seljan endaði óafvitandi í einu aðalhlutverka Samherja- þáttarins, Skýrslan sem aldrei var gerð, en plottið hvíldi ekki síst á leynilegri hljóðupptöku af samtali Helga og fyrrverandi lögreglumannsins Jóns Óttars Ólafssonar. Sá vinnur nú hjá Samherja en hefur einnig getið sér ágætisorðs sem glæpa- sagnahöfundur með bókunum Hlustað og Ókyrrð, sem ganga út á símahleranir og hljóðupp- tökur. Helgi hefði því í ljósi bókmenntasögu upptakarans ef til vill átt að hafa varann á áður en hann fór á hans fund. Jón Óttar hafði hugsað hlerunar- bækurnar sem þríleik en ekkert hefur bólað á síðustu bókinni en síðustu vendingar benda til þess að hann skortir varla yrkisefni. kristinnhaukur@frettabladid.is toti@frettabladid.is 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.