Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 27
TAKK LJÓSAVINIR Þið veitið krabbameinsgreindum ómetanlegan stuðning ljosid.is Nafn: Magnea Mist Einarsdóttir Aldur: 21. fædd 1999 Starf/nám: Var að klára 1. árið í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og ætla núna að taka smá námspásu og fara að vinna. Hvernig myndir þú lýsa tilfinningunni þegar þú mættir í ljósið: Ég var alveg pínu stressuð því ég hafði síðan ég vissi hvað Ljósið væri haldið að það væri bara eldra fólk sem færi þangað. En það var tekið alveg rosalega vel á móti mér og æðislegt fólk sem starfar þarna. Hjálpaði mér að mæta á námskeið og fleira en hefði verið gaman ef fleiri væru á mínum aldri svo maður gæti kynnst jafnöldrum í sömu sporum. Hvet því alla að fara í ljósið, sama á hvaða aldri maður er! Hvernig fréttir þú af ljósinu: Minnir að ég hafi frétt af því í gegnum ættingja. Hver er uppáhalds dagskrárliðurinn þinn í ljósinu: Námskeiðin voru æði sem ég fór á þegar ég kom fyrst í ljósið, annars hef ég verið að mæta í nudd, myndlist og íþróttatíma. Það er svona það helsta. Nýtti einhver ástvinur sér þjónustu fyrir aðstandendur: Það var enginn ástvinur minn sem gerði það, en ég myndi algerlega hvetja fólk til þess! Ljósavinir eru ómetanlegur þáttur í starfsemi Ljóssins. Með þínu framlagi geta nú yfir 500 ljósberar eins og Magnea Mist notið endurhæfingar og stuðnings í hverjum mánuði. Það er ekkert sem býr mann undir að greinast með krabbamein en með þinni hjálp getum við boðið þeim sem greinast faglega endurhæfingu. Fyrir það erum við ævinlega þakklát.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.