Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 38
ÞAÐ FALLEGA VIÐ TÓNLISTINA ER AÐ ÞEGAR MAÐUR VARPAR SPEGL- INUM HEIÐARLEGA AÐ SJÁLFUM SÉR VIRÐAST AÐRIR GETA SPEGLAÐ SIG LÍKA. ATALANTA vs PSG Í KVÖLD 18:50 Tryggðu þér áskrift í dag á stod2.is Pl at a n Me ð ö ðr u m orðum er ellefu laga breiðskífa frá tónlistar- og leikkonunni Elínu Hall sem kom út í júlí. Textar laganna eru inn- blásnir af dagbókarfærslum Elínar frá því hún var í framhaldsskóla. „Ég fór að safna hljóðupptökum af sjálfri mér að tala í stað þess að skrifa þegar ég var þrettán ára. Mér finnst dýrmætt að eiga þetta í dag svona langt aftur. Það hefur hjálpað mér mikið við lagasmíðar. Mér finnst ég nánast eiga tímavél á f lakkara,” segir Elín. Hún segir það þó misauðvelt að fara í gegnum færslur og sumt sem hún vilji heldur muna en annað. „En það er gott að geta minnt sig á að lífið er fullt af samblandi af lit og leiða. Ég held að platan endurspegli það á náttúrulegan hátt, þar er allt róf tilfinninga.” Týnd eins og aðrir Til þess að ramma inn þetta dag- bókarform ákvað hún að hefja plötuna á nokkurs konar formála. „Þar klippti ég saman gamlar dagbókarfærslur frá sjálfri mér og endar formálinn á orðum frá 16 ára mér: „Ég gerði eiginlega ekk- ert í vetrarfríinu, nema ég ákvað að ég ætla örugglega að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins - Ég veit ekkert hvað ég er að gera við líf mitt”. Á þeim orðum hefst svo platan. Mér fannst þau skemmtileg því að þau lýstu á svo einlægan hátt sköpunarferlinu fyrir mér. Ég var bara týnd eins og aðrir á framhalds- skólaárunum að reyna að finna til- gang og leið til þess að túlka minn eigin veruleika,“ segir Elín. Platan er fyrsta sólóplata Elínar. „Lögin spruttu upp úr mér í gegnum unglingsárin en ég hafði ekki hugsað mér að gefa neitt þeirra út endilega. Ég áttaði mig samt fljótlega á því að ég ætti erfitt með að halda áfram að semja og fá hugmyndir þegar mér fannst ekk- ert fullklárað. Loks réðst ég í það að taka plötuna upp. Við tókum flesta grunna upp síðasta sumar og restina tók ég upp smátt og smátt í vetur. Ég var mjög bjartsýn á að geta rumpað þessu af á meðan ég byrjaði fyrsta árið í leiklistarskólanum,“ segir hún. Það reyndist svo aðeins meira krefjandi en hún hafði gert ráð fyrir. „Þegar COVID skall á sá ég sókn- arfæri og við sem unnum að plöt- unni settum upp lítið hljóðver inni í stofu og kláruðum þetta loksins. Slagverksleikarinn sendi heima- upptökur úr sóttkví, samskipti voru að mestu í gegnum fjarfundi og ég sprittaði gítarinn minn í fyrsta sinn,“ segir Elín. Hafði gott af ferlinu Lög Elínar eru mjög einlæg og per- sónuleg, finnst henni ekkert erfitt vera svona opin í lagagerðinni? „Ég held að fyrir mig þá skipti höfuðmáli að hafa frá einhverju að segja, eða að hafa áhrif á hlustand- ann. Þar er mín köllun í listsköpun almennt. Ég held að það sé ekki nauðsynlegt að vera persónulegur en kannski er það góður staður til að byrja á. Í hreinskilni þá reyndist þetta mér mjög erfitt ferli en ég hafði gott af því,“ segir hún. Á tímabili þegar platan var nán- ast tilbúin segist Elín hafa fengið efasemdir um að aðrir myndu ná að tengja við hana. „Ég hafði áhyggjur af því að list- hneigð mín væri frekar einhvers- konar geðheilsuröskun og ég væri kannski bara ein um að upplifa þetta tilfinningaróf. Ég er fegin að ég kláraði þetta samt og ég róaðist f ljótt eftir að heyra frá fólki sem tengdi við það sem ég skrifaði. Ég held að þegar þú heldur á afurð mikillar sjálfsrann- sóknar sé eðlilegt að vera stress- aður. En það fallega við tónlistina er að þegar maður varpar speglinum heiðarlega að sjálfum sér virðast aðrir geta speglað sig líka.“ Gerir ábreiðu af lagi Páls Óskars Elín segist hafa náð að spila aðeins þann tíma sem leið á milli samkomu banna. „Það gaf mér mikla orku til að halda áfram. Ég spilaði með band- inu mínu á svona COVID-vænu lif- andi streymi. Ég íhugaði að halda gúmmíhönskunum í atriðinu en engum að óvörum þá virkar það ekki þegar maður handleikur gítar.“ Til stóð að halda útgáfutónleika á Kaffi Flóru í ágúst. „Nú virðist það ekki öruggasta tímasetningin. Ég verð þess vegna því miður að fresta þeim um stund. Kannski væri hægt að reyna að halda fjarlægðarmörkum og fjölda- takmörkunum en ég vil frekar halda tónleikana þegar fólki líður þægilegar og betur, bæði að mæta og að spila. Það verður vonandi sem fyrst.“ Núna vinnur Elín að sinni eigin útgáfu af poppslagara frá Páli Óskari. „Ég hef alltaf verið mikill Palla- aðdáandi og þykir vænt um tón- listina hans. Það má því búast við Palla-ábreiðu frá mér á næstunni. Ég er líka að vinna í fullt af tónlist og langar mikið að fá að vinna með öðrum,“ segir hún. Plötuna Með öðrum orðum er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum og Spotify. steingerdur@frettabladid.is Samdi plötu út frá dagbókarfærslum Söng- og leikkonan Elín Hall gaf út plötuna Með öðrum orðum í júlí. Textana byggði hún á dagbókarfærslum frá unglingsárunum. Textar Elínar eru persónulegir en hún óttaðist um stund að fáir næðu að tengja við plötuna. Elín Hall, sem stundar nám í leiklist við LHÍ, þótti vinna mikinn leiksigur á sínum tíma fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.