Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 18
16,2 milljarða greiddi Kaup- þing til íslenska ríkisins í fyrra vegna sölu á eignarhlut í Arion banka. 20 milljörðum króna nam eigið fé eignarhaldsfélagsins Kristins ehf. í árslok 2019. Íslenskir fiskverkendur ótt-ast að markaðsaðstæður erlendis kunni að versna nokkuð með haustinu sam-fara minnkandi kaupmætti almennings ytra. Breytt neyslumynstur, sem meðal annars felst í lokun fiskborða í matvöru- verslunum og þar með minnkandi eftirspurn eftir ferskum afurðum, gætu að sama skapi klippt út hluta virðiskeðju útflutningsverðmætis íslenskra sjávarafurða. Stór hluti útf lutnings fersks sjávarfangs frá Íslandi fer til Bret- lands. Þar í landi komu stjórnvöld á bótakerfi vegna COVID-19 farald- ursins sem líkist hlutabótakerfinu íslenska að nokkru leyti. Fram að síðustu mánaðamótum gátu vinnuveitendur í Bretlandi sent hinu opinbera reikning fyrir allt að 80 prósentum af launareikn- ingi starfsmanna sinna sem ekki máttu mæta til vinnu. Verður þetta bótakerfi skalað niður smátt og smátt með haustinu. Fram kemur í nýlegri umfjöllun BBC að alls hafi 10 milljónir manna þegið bætur sem þessar frá því í vor, en sam- kvæmt nýjustu tölum frá Bretlandi var fjöldi vinnandi fólks 43,5 millj- ónir þar í landi. Þannig er nærri því fjórði hver maður á vinnumarkaði í Bretlandi á framfæri hins opinbera sem stendur, en óttast er að hrina atvinnuleysis muni skella á landinu með haustinu. „Menn hafa áhyggjur af því að kaupmáttur á okkar helstu mark- aðssvæðum kunni að fara þverr- andi með haustinu þegar ríkissjóð- ur þessara landa hættir að  borga laun stórs hluta vinnuaflsins,“ segir Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri línuútgerðarinnar Vísis, sem hefur verið í fremstu röð við útflutning á ferskum fiski á síðastliðnum árum. Nánast allur fiskur sem skip Vísis landa er veiddur á línu sem skilar afla af háum gæðum og hentar vel til fersks útflutnings. Pétur nefnir að miklar fjárfestingar í vinnslu fyrirtækisins á síðastliðnum fjórum til fimm árum hjálpi þó til við að milda höggið sem hlaust af snarm- innkandi eftirspurn eftir ferskum fiski. „Við getum framleitt allar teg- undir af ferskum og frosnum fiski og getum framleitt 90 prósent frysta afurð einn daginn en skipt yfir í 90 prósent ferska þann næsta. Þar af leiðandi er hægt að mæta breyttum áherslum markaðanna frá degi til dags. Aðaláhyggjur okkar í dag snúa hins vegar að kaupmætti erlendis,“ segir Pétur. Ásamt horfum á minnkandi kaupmætti hafa matvöruverslanir erlendis margar hverjar lokað fisk- borðum með fersku sjávarfangi. Greint var frá því í Markaðinum þann 7. júlí síðastliðinn að Sains- bury's í Bretlandi hefði lokað allf lestum fiskborðum í sínum verslunum, en félagið hefur um 15 prósenta markaðshlutdeild á bresk- um dagvörumarkaði. Bent hefur verið á að opin snerting við matvæli geti hugsanlega orsakað COVID-19 smit milli einstaklinga. Þó að ekk- ert sé sannað í þeim efnum virðast neytendur nú einfaldlega kjósa að kaupa innpökkuð matvæli fremur en að velja sér vænlegt f lak úr fisk- borðinu. Útgerðin og fiskvinnslan G.Run á Grundarfirði á það sammerkt með Vísi í Grindavík að hafa tekið nýja fiskvinnslu í notkun nýlega og hefur því fært sig í auknum mæli yfir í framleiðslu á frystum fiski. „Þessi opna snerting við matvæli er vandamál í dag,“ segir Guðmundur S. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri G.Run. „Þetta er ekki gott fyrir okkur Íslendinga. Við höfum ekkert með að pakka ferskum afurðum í 200-500 gramma neytendapakkn- ingar, það er of dýrt að f lytja það út við núverandi aðstæður,“ segir hann og bætir við: „Þessi innpökk- unarhluti virðiskeðju ferskra afurða gæti því stækkað og við hér norður í hafi eigum mjög erfitt með að taka þann hluta til okkar.“ En þrátt fyrir að horfur séu hugs- anlega í dekkri kantinum með tilliti til afurðaverðs í haust hefur verð á þorski í Bretlandi haldist nokkuð stöðugt frá vorinu. Meðalverð á þorski seldum til Bretlands lækkaði um tvö prósent á fyrstu sex mánuð- um þessa árs miðað við sama tíma- bil í fyrra, samkvæmt gögnum frá Sea Data Center sem tekur saman markaðsverð sjávarafurða. Verð á frystum þorskhnökkum hefur jafn- framt hækkað um 4 prósent sam- fara söluaukningu upp á 60 prósent. Sú söluaukning kemur þó ekki af sjálfu sér því sala á ferskum þorsk- hnökkum hefur dregist saman um 40 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Stórt högg hefur jafnframt verið hoggið í útflutning á slægðum, ferskum þorski, en þar hefur magn dregist saman um helming á tíma- bilinu janúar til júní. Meira framboð á frosnum þorski inn  í Bretland hefur komið illa niður á verði á ýsu, en Bretland er mikilvægasti markaður Íslands fyrir þá tegund. Heildarútf lutt magn ýsu á fyrstu sex mánuðum ársins til Bretlands minnkaði þann- ig um 16 prósent. Er það þrátt fyrir að aukning á útf lutningi frystra ýsuafurða hafi mælst um 40 pró- sent. Bent hefur verið á að veitinga- staðir sem selja fyrst og fremst steiktan fisk og franskar kartöflur, sem er meðal vinsælustu rétta Bret- lands, hafi sætt lagi þegar þeir sáu stóraukið framboð af frosnum þorski frá Íslandi og minnkað inn- kaup á ýsu og tekið inn þorsk í stað- inn, enda alla jafna talinn afgerandi betri matfiskur. Minnkandi kaupmáttur gæti íþyngt afurðaverði fisks Aukið atvinnuleysi í Bretlandi mun líklega koma niður á kaupmætti með haustinu. Bretland einn mikil- vægasti útflutningsmarkaðurinn fyrir íslenskan fisk. Sala á frosnum þorskhnökkum til Bretlands hefur aukist um 60 prósent fyrstu sex mánuði ársins. Sala á samsvarandi ferskri vöru minnkað um 40 prósent. Menn hafa áhyggj- ur af því að kaup- máttur á okkar helstu markaðssvæðum kunni að fara þverrandi með haust- inu þegar ríkissjóður þessara landa hættir að borga laun stórs hluta vinnu- aflsins. Pétur Pálsson framkvæmda- stjóri Vísis Við höfum ekkert með að pakka ferskum afurðum í 200-500 gramma neytendapakkn- ingar. Guðmundur Smári Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri G.Run Útflutningur á ferskum, slægðum þorski í gámum hefur minnkað um helming fyrstu sex mánuði ársins. MYND/GVA Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is Eignarhaldsfélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu og fjárfestis, tapaði 500 milljónum króna á síðasta ári en tapið má að mestu leyti rekja til niðurfærslu á bókfærðu virði dótturfélaga. Kristinn heldur utan um eignar- hluti Guðbjargar í framleiðslu- og heildsölufyrirtækinu ÍSAM, Korp- utorgi, sex öðrum fasteignafélögum og Kassagerð Reykjavíkur, sem eru bókfærðir á samtals 8,3 milljarða króna. Félagið á einnig verðbréf sem voru bókfærð á 8,9 milljarða. Niðurfærsla á dótturfélögum nam samtals 1.336 milljónum króna og vó þar mest niðurfærsla á ÍSAM sem nam milljarði króna. Vaxta- tekjur og verðbreytingar markaðs- verðbréfa voru hins vegar jákvæðar um 1.267 milljónir. Eftir taprekstur ársins er eigið fé Kristins rétt tæp- lega 20 milljarðar króna. ÍV fjárfestingafélag, sem er einn- ig í eigu Guðbjargar, hagnaðist hins vegar um tæplega 1,2 milljarða króna á síðasta ári. Félagið heldur meðal annars utan um eignarhluti í Ísfélagi Vestmannaeyja og Trygg- ingamiðstöðinni. Bókfært virði eignarhlutarins í Ísfélaginu, sem nemur 89 prósentum, nam tæp- lega 15,5 milljörðum króna í lok síðasta árs og hækkaði um tæplega 1,7 milljarða á árinu. Það er lang- stærsta eign félagsins en alls nema þær 17 milljörðum króna. Eigið fé ÍV fjárfestinga nam tæp- lega 17 milljörðum í lok ársins. Sam- anlagt eigið fé beggja félaga nemur því 37 milljörðum króna. – þfh Félag Guðbjargar tapaði hálfum milljarði Eignarhaldsfélagið Kaupþing, sem var um margra ára skeið stærsti hluthafi Arion banka, greiddi út samtals 469 milljónir punda, jafnvirði um 73 milljarða króna á þáverandi gengi, til kröfu- hafa sinna í fyrra en félagið vinnur að því selja eignir svo hægt sé slíta starfsemi félagsins. Þar munaði mestu um sölu Kaup- skila, dótturfélags Kaupþings, á eft- irstandandi þriðjungshlut félagsins í Arion banka á árinu fyrir samtals um 47 milljarða króna. Þá greiddi félagið samtals 16,2 milljarða króna til íslenska ríkisins í samræmi við afkomuskiptasamning í tengslum við sölu á hlut þess í bankanum, að því er fram kemur í skýrslu stjórnar Kaupþings í nýbirtum ársreikningi. Þar segir að töluverður árangur hafi náðst við úrlausn málaferla og ágreiningskrafna, meðal annars innheimta á 113 milljóna punda viðbótargreiðslu frá Oscatello- strúktúrnum vegna samkomulags sem gert var við Robert Tchenguiz og Tchenguiz Discretionary Trust í október 2018. Þá fékkst 97,7 millj- óna evra greiðslu úr gjaldþrota- meðferð Chesterfield United í kjöl- far beiðni Kaupþings til dómstóla á Bresku jómfrúaeyjum um að skipta- stjórum félagsins yrði gert skylt að greiða fjármunina út. Kaupþing náði einnig samkomulagi við Gold- man Sachs í tengslum við langvinn málaferli félaganna. Samtals hefur Kaupþing greitt skuldabréfaeigendum félagsins 2.937 milljónir punda með reiðufé en það samsvarar tæplega 95 pró- sentum af nafnvirði breytanlegu skuldabréfanna sem voru gefin út í ársbyrjun 2016 þegar slitabú Kaup- þings lauk nauðasamningum. Stjórn félagsins segir að í ljósi þess framgangs sem náðst hafi við sölu eigna á síðasta ári hafi hún nú til skoðunar með hvaða hætti sé best að ljúka starfsemi Kaupþings þegar nokkur lykilatriði hafa verið leyst. Slíkt gæti falið í sér sölu allra eftirstandandi eigna og að félagið sé sett í slitameðferð á næstu 12 mán- uðum. Bókfært virði eigna Kaup- þings nam rúmlega 52 milljörðum í árslok 2019. Launakostnaður félagsins – fjöldi starfsmanna var 13 í lok síðasta árs – dróst saman um nærri helming og var um 1.625 milljónir á árinu. Þá minnkaði rekstrarkostnaður, sem samanstendur einkum af aðkeyptri sérfræðiþjónustu, um meira en þrjá milljarða á milli ára og var rúmlega 1.360 milljónir í fyrra. Sjóðir í stýringu bandaríska vog- unarsjóðsins Taconic Capital, sem er stærsti hluthafi Arion banka með liðlega 23 prósenta hlut, er sem fyrr umsvifamesti kröfuhafi Kaupþings með um 48 prósenta hlut. Aðrir helstu kröfuhafar félagsins í árslok 2019 voru Deutsche Bank, Och-Ziff Capital, Attestor Capital, JP Morg- an, Citadel Equity, Kaupthing Singer & Friedlander Limited og Goldman Sachs. – hae Greiddi út 73 milljarða til kröfuhafa  Frank Brosens, stofnandi Taconic, stærsta kröfuhafa Kaupþings. 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.