Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 24
Skotsilfur Leiðtogi stjórnarandstöðu Hvíta-Rússlands hafnar úrslitum og fer frá landinu
Svetlana Tikhanovskaya, sem laut í lægra haldi í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi gegn sitjandi forseta, fór frá landinu eftir að hafa hafnað
niðurstöðum kosninganna. Mun hún hitta börn sín sem eru í ónefndu Evrópuríki. Alexander Lukashenko, sem hefur verið forseti frá 1994, er
kallaður síðasti einræðisherra Evrópu vegna framgöngu sinnar gagnvart andstæðingum. Eiginmaður Svetlönu Tikhanovskaya, Serge Tik-
hanovsky, hefur setið í fangelsi frá því í maí fyrir að æsa til uppreisnar gegn ríkinu með framboði sínu til höfuðs Lukashenko. MYND/EPA
✿ Tekjur eftir atvinnumissi
Hlutfall af tekjum fyrir atvinnumissi, hjá barnlausum
einstaklingi með 67% af meðaltekjum fyrir atvinnumissi
0
10
20
30
40
50
60
70
80
n eftir 2 mánuði n eftir 6 mánuði n eftir 1 ár n eftir 2 ár
Ísland OECD meðaltal
✿ Ráðstöfunartekjur 2019. Kaupmáttarleiðrétt í Bandaríkjadölum.
Barnlaus einstaklingur með 67% af meðaltekjum
0
5.000
10.000
15.000
20.000
25.000
30.000
35.000
40.000
45.000
50.000
Sv
iss
Lú
xe
mb
org
Ho
lla
nd
Írla
nd
Kó
rea
Ísla
nd
Ás
tra
lía
No
reg
ur
Bre
tla
nd
Þý
ska
lan
d
Au
stu
rrík
i
Ba
nd
arí
kin
Be
lgí
a
Da
nm
örk
Fin
nla
nd
Sv
íþj
óð
Jap
an
Ka
na
da
Ísr
ae
l
Fra
kk
lan
d
OE
CD
-m
eð
alt
al
Ný
ja-
Sjá
lan
d
Íta
lía
Sp
án
n
Gr
ikk
lan
d
Eis
tla
nd
Po
rtú
ga
l
Té
kk
lan
d
Pó
lla
nd
Sló
ve
nía
Tyr
kla
nd Síl
e
Un
gv
erj
ala
nd
Sló
va
kía
Me
xík
ó
Almenn sátt er í sam-félaginu um að styðja við þá sem minna ha fa mil l i ha nd-anna og eru hjálpar-þurfi. Velferðarkerfi
okkar er í grunninn byggt upp til að
aðstoða þann hóp og tilgangur bóta
að veita þeim öryggisnet.
Tillögur hafa borist úr ýmsum
áttum um hækkun atvinnuleysis-
bóta og munu slíkar tillögur eflaust
verða enn meira áberandi í haust,
þegar skammtímaúrræði ríkisstjórn-
arinnar taka enda og efnahagslægðin
dýpkar enn yfir landinu. Hugmyndir
um hækkun bótanna er þó nauðsyn-
legt að skoða í samhengi við aðrar
stærðir og með tilliti til þess hver
langtímaáhrifin gætu orðið fyrir
ríkissjóð og samfélagið allt.
Markmið laga um atvinnuleysis-
tryggingar er að tryggja launafólki
eða sjálfstætt starfandi einstakl-
ingum tímabundna fjárhagsaðstoð
meðan þeir leita nýrrar vinnu. Gæta
þarf jafnvægis þannig að aðstoðin
f leyti atvinnulausum í gegnum
tímabil atvinnuleitar, án þess að
verulegar fjárhagsáhyggjur séu til
staðar, en hafi þó ekki letjandi áhrif
á atvinnuleit.
Fjöldi rannsókna hefur sýnt að
háar bætur í samhengi við laun á
vinnumarkaði dragi úr hvata til
atvinnuleitar og hafi þannig áhrif til
aukins atvinnuleysis með tilheyr-
andi útgjöldum úr sameiginlegum
sjóðum. Einnig hefur verið sýnt fram
á að það sé samband milli lengdar
bótatímabils og lengdar tímabils
atvinnuleysis.
Það er því ekki einungis undir
atvinnurekendum komið að skapa
störf heldur þarf að vera nægur
hvati til staðar fyrir fólk í atvinnu-
leit til að ganga í þau störf sem í boði
eru. Nýleg dæmi innanlands benda
til vandamála þessu tengd, en á til-
teknum ferðamannastöðum í júlí
reyndist þrautin þyngri að fá fólk í
Varasamur vítahringur
Anna Hrefna
Ingimundar-
dóttir,
forstöðu-
maður efna-
hagssviðs
Samtaka at-
vinnulífsins
vinnu þrátt fyrir mikið atvinnuleysi
á svæðinu.
Atvinnuleysisbætur eru nú þegar
háar hérlendis. Ef horft er til tekju-
lægri einstaklinga (með 67% af
meðallaunum) þá er munur á tekjum
fyrir og eftir atvinnumissi einn sá
minnsti hér á landi borið saman við
önnur OECD ríki. Þetta gildir hvort
sem horft er til tveggja mánaða eftir
atvinnumissi eða tveggja ára.
Hér á landi eru einnig greidd há
laun. Sé horft til þeirra tekjulægri,
hvort sem um er að ræða hjón eða
einstaklinga með eða án barna eru
Íslendingar í öllum tilfellum í efsta
fjórðungi ríkja OECD þegar kemur
að kaupmáttarleiðréttum ráðstöf-
unartekjum. Með öðrum orðum
eru örfá ríki í heiminum sem státa
af hærri ráðstöfunartekjum borgar-
anna en Ísland, jafnvel þó tekið sé
sérstakt tillit til þeirra tekjulægri og
kaupmáttar. Svo virðist sem nátt-
úrulegt atvinnuleysi hafi aukist hér-
lendis á undanförnum árum sökum
grundvallarbreytinga á uppbygg-
ingu vinnumarkaðarins. Því má eiga
von á að jafnvægisatvinnuleysi hér á
landi aukist frekar en minnki. Sé ætl-
unin að hækka bætur enn frekar eða
lengja bótatímabil mun atvinnulífið
þurfa að standa undir þeim kostnaði
í gegnum hærri álögur. Hátt trygg-
ingagjald er nú þegar áhyggjuefni hjá
atvinnurekendum þvert á greinar.
Frekari hækkun gjaldsins væri til
þess fallin að hamla fjölgun starfa,
sem vinnur gegn markmiðinu um
minna atvinnuleysi.
Skortur á langtímaábyrgð er eitt
stærsta vandamál lýðræðisríkja. Oft
eru takmarkaðar greiningar gerðar
á efnahagslegum afleiðingum stefna
sem geta haft veruleg áhrif á allt efna-
hagslíf þjóðar um ókomna tíð. Hinu
fullkomna lánshæfismati þýska
ríkisins steðjar ógn af slíkri stefnu,
en lífeyrisskuldbindingar þar í landi
eru að nær öllu leyti ófjármagnaðar.
Núvirði ófjármagnaðra skuldbind-
inga Bandaríkjanna vegna velferðar-
kerfa þeirra hleypur á tugum ef ekki
hundruðum billjóna dollara. Þetta
eru risavaxin vandamál og engar
góðar lausnir eru í sjónmáli.
Það er óábyrgt að kalla eftir nýjum
loforðum án þess að gerð sé grein
fyrir afleiðingum þeirra og kostnaði
fyrir skattgreiðendur. Enn óábyrg-
ara er fyrir stjórnmálamenn að láta
undan slíku ákalli án þess að ganga
úr skugga um að hægt sé að fjár-
magna loforðin á sjálf bæran hátt.
Tekjur ríkissjóðs eru takmarkaðar.
Síaukin skattheimta leiðir til stöðn-
unar í hagkerfinu sem skerðir getu
hins opinbera til að standa undir vel-
ferðarsamfélaginu til lengdar. Það er
varasamur vítahringur.
Erfiðar aðstæður
Landsbankinn,
sem Lilja Björk
Einarsdóttir
stýrir, stendur
að uppbygg-
ingu á nýjum
og veglegum
höfuðstöðvum.
Bankinn gerir ráð fyrir leigja út
eða selja frá sér um 6.500 fer-
metra en í áætlunum er miðað við
að það standi að minnsta kosti
undir byggingarkostnaði. Það er
hins vegar ekkert gefið. Ástandið
í miðbænum er ekki gott og víða
stendur verslunarhúsnæði tómt.
Verð á atvinnuhúsnæði lækkaði
um tæp 12 prósent að raunvirði
á milli ára á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs. Í desember 2011 hafði
verðið lækkað um 63 prósent frá
því að það náði hápunkti vorið
2008. Til að bæta gráu ofan á svart
er útlit fyrir holskeflu framboðs af
skrifstofuhúsnæði í miðbænum.
Niðursveifla stöðvar ekki upp-
bygginguna enda eru þetta að
mestu leyti ríkisframkvæmdir.
Allt breytt
Bankarnir eru að
sópa til sín hús-
næðislánum.
Uppgreiðslur
á sjóðsfélaga-
lánum voru
meiri en ný útlán
lífeyrissjóða í júní en
það hefur ekki gerst síðan 2009.
Neytendur vilja óverðtryggð lán
og finna ekki nægilega góð kjör
hjá sjóðunum, nema þá kannski
hjá Birtu, sem er stýrt af Ólafi
Sigurðssyni. Ekki þarf að leita
langt aftur í tímann til þess að
finna dæmi um orðræðu banka-
stjóra og annarra haghafa um að
bankarnir gætu ómögulega keppt
við lífeyrissjóðina í því að bjóða
góð kjör á húsnæðislánum. Banka-
skatturinn var þeim fjötur um fót.
Síðan þá hefur bankaskatturinn
lækkað lítillega en velta má fyrir
sér hvort skyndileg samkeppnis-
hæfni sé vegna lækkunarinnar eða
að bankarnir koma ekki peningum
í vinnu með öðrum hætti.
Betri díl?
Fjölmiðlinum
Stundina skortir
jarðtengingu
í skrifum um
kaup Festi á
Íslenskri orku-
miðlun. Gert er
tortryggilegt að
Eggert Þór Kristófersson, for-
stjóri Festis, hafi unnið fyrir Bjarna
Ármannsson, aðaleiganda ÍO, fyrir
níu árum. Þá er bent á að Þórður
Már Jóhannesson, stjórnarmaður
í Festi, og Bjarni séu vinir. Það sem
Stundin kýs að líta framhjá er að
„innanbúðarmenn Bjarna“ í Festi
tapa peningum á að kaupa fyrir-
tæki á yfirverði. Þórður Már er á
meðal stærstu hluthafa Festis og
illa ígrunduð kaup geta bitnað á
bónusi Eggerts og rýrt virði hluta-
bréfa hans. Misstígi forstjórinn sig
gæti það leitt til þess að hlut-
hafar vísi honum á dyr. Allir hlut-
hafar, meðal annars lífeyrissjóðir,
samþykktu kaupin á aðalfundi.
Spurningin er því: Hvers vegna í
ósköpunum ættu vinirnir að gefa
Bjarna betri díl en öðrum?
1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN