Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 4
Þetta er því miður þekkt víða um heim og getur verið stór- hættulegt og aðför að fréttamennsku og lýðræðinu. Kolbeinn Ótt- arsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna Rannsókn brunans miðar vel og er langt komin. VP Múrari ehf Flísalögn, múrviðgerðir og alhliða málningavinna innan og utanhús. Parketlögn og fleira. Leitaðu verðtilboða þér að kostnaðarlausu Sími 766-3597 – vpmurari@gmail.com SJÁVARÚTVEGUR Hinn glænýi drátt­ arbátur Faxaf lóahafna, Magni, hefur undanfarnar vikur verið í slipp í Rotterdam í Hollandi. Báturinn kom til landsins í febrú­ arlok og var kynntur til leiks sem öf lugasti og fullkomnasti dráttar­ bátur landsins enda var kaupverð hans rúmur 1 milljarður króna. Fljótlega kom þó í ljós að ekki væri allt  með felldu varðandi virkni bátsins og ýmis vandamál komu upp varðandi aðalvél hans og spil­ ið, sem eðli málsins samkvæmt er grundvallaratriði að sé í lagi hvað dráttarbáta varðar. „Spilið var í ólagi auk þess sem röng olía var notuð á bátinn þegar honum var siglt til Íslands. Því þarf að hreinsa alla tanka og lagnir báts­ ins,“ segir Gísli Gíslason, fráfarandi hafnarstjóri Faxaflóahafna. Magni var smíðaður af hollenska fyrirtækinu Damen í skipasmíða­ stöð þess í Hi Phong í Víetnam. Áhöfn frá skipasmíðastöðinni sigldi bátnum frá Víetnam til Reykjavíkur og því voru mistök á hennar ábyrgð. „Faxaflóahafnir munu ekki bera neinn kostnað af þessum mis­ tökum né göllum á skipinu,“ segir Gísli. Þessi uppákoma hafi verið afar bagaleg en að tímasetningin hafi verið huggun harmi gegn enda er minna um stórar skipakomur á tímum kórónaveirufaraldursins auk þess sem meiri þörf er á öf l­ ugum dráttarbát að vetri til. Gísli segir að viðgerð bátsins eigi að ljúka í ágúst og hann verði vonandi kominn til landsins fyrir ágústlok.  – bþ Vona að viðgerð á glænýjum dráttarbát ljúki fyrir lok mánaðarins Gísli Gíslason er fráfarandi hafnar- stjóri Faxaflóahafna sem á Magna. FJÖLMIÐLAR Ríkisútvarpið hafn­ ar alfarið ásökunum Samherja á hendur sér og Helga Seljan frétta­ manni um að fölsuð gögn hafi verið notuð við vinnslu Kastljóssþáttar um Samherja árið 2012. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Samherji látið útbúa þætti á mynd­ bandaveitunni YouTube, fyrsti þátturinn var sýndur í gær en þar var því haldið fram að Helgi hefði á einn eða annan hátt falsað skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs við gerð Kastljóssþáttarins. Helgi segir í yfirlýsingu að skýrsl­ an hafi verið gerð af þáverandi for­ stjóra Verðlagsstofu. „Það, hvers vegna núverandi starfsmaður Verð­ lagsstofu hafnar því núna, 8 árum eftir birtingu þess í sjónvarpi, að það hafi verið gert, er með nokkrum ólíkindum, þó ekki sé fastar að orði kveðið,“ segir í yfirlýsingu Helga. Þá sé það alrangt að átt hafi verið við skjalið eða því breytt. „Sundur­ klippt ummæli um að átt hafi verið við skjalið, vísa eingöngu til þess að áður en það var birt voru per­ sónugreinanlegar upplýsingar, sem hefðu getað vísað á heimildarmann, afmáðar af því. Það að snúið sé út úr því með þeim hætti sem gert er, segir alla söguna um raunverulegan tilgang þessarar myndbandagerðar Þorsteins Más og félaga.“ Verðlagsstofa hafi ekki viljað staðfesta neitt opinberlega en það þýði ekki að skýrslan hafi ekki verið unnin. Vísar Helgi þá í bréf starfs­ manna Verðlagsstofu til stjórnar stofnunarinnar. „Þar er jafnframt staðfest að „mál“ tengt Samherja sé til skoðunar innan stofnunarinnar og áhersla lögð á að þögn ríki um málið af hendi stjórnarinnar, enda geti annað orðið til að „tefja og jafnvel skaða mál sem eru til rann­ sóknar/meðferðar hjá Verðlagsstofu og úrskurðarnefnd“.“ Þá hafi Seðla­ bankinn fengið afrit af skýrslunni. Í þættinum er rætt við Jóhannes Pálsson, fyrrverandi framkvæmda­ stjóra hjá Síldarvinnslunni, sem segir að Helgi hafi talað um að „taka niður“ Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, í janúar 2012. Þetta segir Helgi alrangt og þar sem augljós tengsl séu milli Jóhann­ esar og Þorsteins sé það galið að hann hafi talað á þann hátt. „Sam­ tal okkar Jóhannesar í umrætt sinn sneri að hvort hann hefði í störfum sínum fyrir Síldarvinnsluna orðið var við að afurðakaup Samherja af skipum Síldarvinnslunnar færu fram á lægra verði en gekk og gerðist, eins og frásagnir sjómanna fyrirtækisins og kvartanir til Verð­ lagsstofu sögðu til um,“ segir Helgi. Hann segir tilganginn með þætti Samherja tvíþættan, annars vegar að hafa æruna af blaðamönnum og hins vegar að dreifa athyglinni frá rannsókn héraðssaksóknara á Sam­ herja vegna meintrar mútustarf­ semi í Namibíu. Félag fréttamanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem Samherji er harðlega gagn­ rýndur. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir það gagnrýnivert af hálfu Samherja að beina spjótum sínum að Helga. „Ég get ekki betur séð en að þarna séu auðmenn að nýta fjármagn sitt í persónulega herferð gegn nafn­ greindum fréttamanni. Þetta er því miður þekkt víða um heim og getur verið stórhættulegt og aðför að fréttamennsku og lýðræðinu,“ segir Kolbeinn. Hann segir þáttinn ekki réttu aðferðina til að gagnrýna frétta­ flutning. „Við höfum sem réttarríki búið til kerfi. Stjórnendur Samherja kjósa að fara ekki eftir því, heldur nýta sér fjármagn sitt á þennan hátt. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef þetta verður einhvern lenska.“ arib@frettabladid.is Vísa ásökunum Samherja á bug Ríkisútvarpið hafnar alfarið ásökunum Samherja um að fölsuð gögn hafi verið notuð við vinnslu Kast- ljóssþáttar um Samherja árið 2012. Þingmaður segir áhyggjuefni ef fyrirtæki fara sömu leið og Samherji. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri hefur boðað frekari umfjöllun um Ríkisútvarpið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI L Ö G R E G L U M Á L Hér að s dómu r Reykja víkur úr skurðaði í gær mann á sjö tugs aldri í fjögurra vikna áfram haldandi gæslu varð hald vegna brunans á Bræðra borgar stíg í lok júní síðastliðins. Rök studdur grunur  er um að eldurinn hafi kviknað af manna völdum. Að því er kemur fram í til­ kynningu frá lög reglunni á höfuð­ borgar svæðinu verður maðurinn í gæslu varð haldi til 8. septem ber næst komandi en hann hefur verið í gæslu varð haldi frá 26. júní vegna gruns um aðild að elds voðanum. Lögreglan greindi frá því í síðustu viku að rannsókn á brunanum við Bræðraborgarstíg miðaði vel og hún væri langt komin. Alls létust þrír í brunanum. Maðurinn var hand tekinn sama dag og bruninn átti sér stað en málið er rann sakað sem mann dráp af á setningi. Þá er maðurinn einn­ ig grunaður um brot gegn vald­ stjórninni, að hafa valdið elds voða sem hafði í för með sér al manna­ hættu og hafa stofnað lífi annarra í hættu.  – fbl Gæsluvarðhald í brennumáli framlengt Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg í lok júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK S J ÁVA R Ú T V E G U R Guðmu ndu r Ragnarsson, f y r r verandi for­ maður Félags vélstjóra og málm­ tæknimanna, segist hafa fengið sömu gögn í hendur og Helgi Seljan byggði umfjöllun sína á um hugsanleg lögbrot Samherja árið 2012. Þetta kom fram á vef Stundarinnar. Í umfjöllun Helga á sínum tíma, sem sjónvarpað var í Kastljóss­ þætti á RÚV, kom fram að gögnin hafi verið tekin saman á Verðlags­ stofu skiptaverðs á sínum tíma. Á forsíðu Fréttablaðsins í gær hélt Þorsteinn Már Baldvinsson því hins vegar fram að umrædd gögn hefðu verið fölsuð. Samkvæmt samskiptum Samherja við starfs­ mann Verðlagsstofu í apríl á þessu ári, hefði komið fram að engar upplýsingar væru fyrir hendi um að gögnin hefðu verið tekið saman þar. Vísaði Þorsteinn í umfjöllun Samherja í sérstökum þætti sem birtur var á Youtube þar sem ljósi var varpað á þessa hlið, að sögn Þorsteins. Er það mat Þorsteins að umfjöllun Helga og meint gagna­ fölsun hafi orðið að kveikjan að umfangsmikilli gjaldeyrisrann­ sókn Seðlabankans á fyrirtækinu. Auk fullyrðinga Guðmundar Ragnarssonar, birti RÚV harðorða yfirlýsingu þar sem árás Samherja á æru og trúverðugleika Helga Selj­ an var fordæmd. Í yfirlýsingunni var því einnig vísað alfarið á bug að gögnin hafi verið fölsuð. Samherji brást strax við yfirlýsingunni með því að krefjast þess að gögnin yrðu gerð opinber til þess að varpa ljósi á málið. – bþ Segist líka hafa fengið gögnin í sínar hendur Guðmundur Ragnarsson 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.