Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 8
BANDARÍKIN Samkvæmt heim- ildum fréttastofunnar Reuters eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og stjórn hans að ræða það í fullri alvöru að meina eigin borgurum að koma til landsins ef grunur leikur á að þeir séu smitaðir af COVID-19. Á þetta einnig við um þá sem eru ekki ríkisborgarar en hafa varan- lega búsetu í Bandaríkjunum. Heimildarmaður Reuters er hátt- settur embættismaður í banda- ríska stjórnkerfinu. Donald Trump hefur nú þegar, síðan faraldurinn hófst, hert landa- mæraeftirlit til muna og sett ýmsar reglur sem takmarka rétt fólks til að koma eða setjast að í landinu. Meðal annars hefur fólki verið vísað umsvifalaust frá landinu hafi það ekki rétta pappíra en einnig hefur fólki með rétta pappíra verið mein- að að f lytja til landsins. Það yrði hins vegar algjör stefnubreyting að meina eigin borgurum að koma til landsins enda almennt talið að ríki beri ábyrgð á eigin þegnum og geti ekki skikkað önnur ríki til þess að annast þá. Ein helsta ástæðan fyrir þess- ari ákvörðun, verði hún að veru- leika, er uppgangur faraldursins í Mexíkó. Tæplega hálf milljón til- fella hefur verið greind þar og rúm- lega 53 þúsund manns látist vegna veirunnar. Þetta eru langtum lægri tölur en í Bandaríkjunum sjálfum, en Mexíkó er það land þar sem veiran er í hröðustum vexti í dag. Í gær greindust rúmlega 5.500 ný til- felli og 705 dauðsföll urðu, það lang- mesta í heiminum. Ein og hálf milljón manns sem búsett er í Mexíkó hefur tvöfaldan ríkisborgararétt, mexíkóskan og bandarískan. Trump og stjórn hans hafa haft áhyggjur af því að þetta fólk flýi til Bandaríkjanna í stórum stíl og skapi aukið álag á spítalana. En þau fylki sem liggja að Mexíkó hafa mörg farið illa út úr faraldr- inum, svo sem Texas, Kalifornía og Arizona. Óljóst er á hvaða stigi tillagan er í dag en samkvæmt heimildar- manninum er þegar búið að biðja ýmsar ríkisstofnanir að gefa álit sitt á henni og skila fyrir þriðjudaginn 11. ágúst. Enginn ákveðinn tíma- rammi hefur verið settur um hve- nær þetta yrði síðan tilkynnt eða framkvæmt. Áætlað er að um 9 milljónir manna utan Bandaríkjanna hafi bandarískan ríkisborgararétt. Utan Mexíkó búa um 700 þúsund í Ind- landi, 600 þúsund á Filippseyjum, 300 þúsund í Þýskalandi og 200 þús- und í Frakklandi, Bretlandi, Ísrael og Dóminíska lýðveldinu. Um 750 Bandaríkjamenn búa hér á Íslandi. kristinnhaukur@frettabladid.is Trump íhugar að loka á bandaríska þegna Bandaríkjaforseti og stjórn hans skoða nú möguleika á að meina eigin þegn- um og þeim sem hafa fasta búsetu í Bandaríkjunum að koma til landsins, liggi fyrir grunur um COVID-19 smit. Hafa áhyggjur af álagi á heilbrigðiskerfið. Bandaríkjaforseti óttast að mikill fjöldi flýi heim frá Mexíkó. MYND/AFP 9 milljónir Bandaríkjamanna búa erlendis, þar af 750 á Íslandi. Staðið í röð Íbúar í Hong Kong tóku daginn snemma í gær og stóðu margir í röð til að kaupa dagblaðið Apple Daily News. Eigandi blaðsins, Jimmy Lai, var handtekinn í fyrradag á grundvelli umdeildra laga um þjóðaröryggi. Blaðið, sem styður lýðræðisumbætur í Hong Kong, var prentað í hálfri milljón eintaka í gær, en upplagið er vanalega hundrað þúsund. MYND/GETTY ÍRAN Stjórnvöld í Íran hafa hand- tekið fimm manns sem eru sakaðir um njósnir fyrir erlend ríki. Reut- ers fréttastofan greinir frá því að minnst tveir einstaklinganna hafi þegar verið dæmdir í fangelsi. Talsmaður íranskra stjórnvalda sagði á blaðamannafundi að einn hinna fimm, Shahram Shirkhani, hefði verið dæmdur í fangelsi vegna njósna fyrir Bretland. Hann hafi reynt að fá íranska embættismenn til að ganga til liðs við bresku leyni- þjónustuna MI6. Þá var Masoud Mosaheb, varafor- maður Vináttufélags Írans og Aust- urríkis dæmdur í tíu ára fangelsi. Hann var sakfelldur fyrir að hafa deilt upplýsingum um eldflauga- og kjarnorkuáætlanir Írans með leyni- þjónustum Ísraels og Þýskalands. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðu- neyti Austurríkis segir að unnið verði að því að fá Mosaheb, sem er bæði með ríkisfang í Íran og í Austurríki, látinn lausan. Íran viðurkennir hins vegar ekki tvöfalt ríkisfang. Á blaðamannafundinum voru ekki gefnar upplýsingar um hina þrjá einstaklingana. Þó kom fram að handtökurnar hefðu verið gerðar í utanríkis-, varnarmála- og orku- málaráðuneytum landsins auk Kjarnorkustofnunarinnar. – sar Fimm handteknir fyrir njósnir Írönskum stjórnvöldum mótmælt í Berlín fyrr í sumar. MYND/GETTY 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.