Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 26. JÚNÍ 2020 DV FÆR GRÓFAR MORÐHÓTANIR Dísa Dungal hefur orðið fyrir linnulausu áreiti af hálfu nethrellis síðustu mánuði. Hún hefur tilkynnt áreitið til lögreglunnar en lítið er þó hægt að aðhafast í málinu. D ísa Dungal stendur ráðalaus gagnvart ókunnugum einstakl- ingi sem hefur ítrekað búið til gervi aðgang á samfélagsmiðl- inum Instagram þar sem hann notast við nafn og myndir af Dísu. Undir nafni hennar hefur hann síðan birt viður- styggilegar hótanir og gróf ummæli. Á Íslandi eru engin lög eða ákvæði sem varða auð- kennisþjófnað og því er rétt- indastaða brotaþola afar veik. Keppir í Miss Universe Iceland Dísa starfar sem einkaþjálfari og jógakennari hjá Hreyfingu en hún er með mastersgráðu í íþrótta- og heilsufræði frá Há- skóla Íslands. Heilbrigður lífsstíll er ekki það eina sem hún hefur áhuga á en á síðasta ári stökk hún út í djúpu laugina og skráði sig til þátttöku í fegurðar- samkeppninni Miss Universe Iceland. Hún lét ekki staðar numið eftir þá keppni því að í október síðastliðnum fékk hún óvænt símtal þar sem henni var boðið að taka þátt í keppninni Miss Multiverse í Punta Cana í Dóminíska lýð- veldinu. Sú keppni er með allt öðru sniði en um er að ræða raunveruleikaþátt þar sem þátttakendur, stúlkur hvaðan- æva úr heiminum, takast á við áskoranir sem reyna á innri styrk þeirra og persónuleika. Keppnin var mikið ævintýri og Dísa kom heim til Íslands reynslunni ríkari. Þessa dag- ana býr hún sig undir að taka þátt í Miss Universe Iceland í annað sinn. Grófar morðhótanir Það var eftir að Dísa kom heim frá Dóminíska lýðveldinu að nethrellirinn umræddi byrjaði að áreita hana á samfélags- miðlinum Instagram. Dísa heldur úti reikningi á miðlin- um undir nafninu @disadungal þar sem hún deilir myndum úr lífi sínu, meðal annars af þátt- töku í fyrrnefndum keppnum. Fylgjendahópurinn er í kring- um fjögur þúsund manns. „Eftir að ég kom heim tók ég eftir því að einhver var að búa til „fake“ aðgang og „tagga“ mig. Einhver var að taka nafnið mitt og stela myndum af mínum aðgangi. Ég tók þessu ekki alvarlega í fyrstu. Þetta var allt á ensku, bjagaðri ensku. Síðan byrjaði hann að áreita og skrifa athugasemdir undir mínu nafni, alls kyns hótanir og móðganir. Ég tók alltaf skjáskot af þessu.“ Dísa segist hafa tilkynnt málið til stjórnenda Insta- gram, en inni á miðlinum er gerviaðgöngum tafarlaust eytt ef tilkynning berst. Það hafði þó lítið að segja; ein- staklingurinn lék sama leik- inn og bjó alltaf til nýjan að- gang í hvert skipti sem Dísa tilkynnti hann. „Ég lokaði síðan fyrir at- hugasemdir inni á síðunni minni, þannig að einungis þeir sem ég sjálf er að fylgja gætu kommentað hjá mér. Það sem hann gerði þá var að búa til gerviaðgang þar sem hann notaði myndir af mínum fylgj- endum, vinkonum og þátttak- endum í Miss Universe Ice- land, og byrjaði svo að hóta bæði þeim og mér.“ Hún segir að hótanirnar hafi verið virkilega grófar. „Yfirleitt morðhótanir, eins og „I’ll slaughter you with knife“ eða „I’ll bomb you“. Það undarlega er að net- hrellirinn virðist vera mun virkari í áreitinu á virkum dögum heldur en á frídögum og helgidögum. „Það er greini- lega brjálæðislega mikill tími sem hann eyðir í þetta. Í heil- an mánuð var hann alla virka daga frá átta til fimm að gera ekkert nema að áreita mig, bjó til tvo til þrjá aðganga á dag, kommentin voru öll í rugli og fylgjendur mínir skildu ekk- ert hvað væri í gangi. Ég hef fengið endalaust af skilaboð- um frá fólki sem er ýmist að benda mér á þetta eða spyrja mig hvað sé eiginlega í gangi.“ Líkt og fyrr segir hefur Dísa enga hugmynd um hver nethrellirinn er eða hvar hann er staddur í heiminum. „Þetta er svo ofboðslega óþægileg staða, að hafa ná- kvæmlega enga hugmynd um hver þetta er. Kanski einhver geðsjúklingur sem ætlar að koma og drepa mig?“ Engin lög ná yfir auðkennisþjófnað Dísa tilkynnti málið til lög- reglunnar fyrr á árinu en var meðal annars tjáð að snúið væri að aðhafast nokkuð, ekki síst ef um erlendan einstakling og erlenda IP-tölu er að ræða. Hún segir málið hafa tekið mikið á sig og valdið henni hugarangri og undirliggjandi kvíða, enda ekkert annað en andlegt ofbeldi. „Ég sjálf gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta var að hafa á mig. Ég var bara að reyna að hrista þetta af mér, eins og svo margir gera,“ segir Dísa, sem fyrir tilstilli góðrar vinkonu leitaði til Bjarkarhlíðar og hefur fengið þar hjálp og stuðning. Lögin eru máttlaus Dísa segist áður hafa orðið fyrir áreiti af hálfu eltihrellis og sú reynsla hafi tvímæla- laust haft þau áhrif að hún sé nú staðráðin í að leita réttar síns. Hún hefur undanfarnar vikur verið í stöðugu sam- bandi við netglæpadeild lög- reglunnar. Þá hefur hún lesið sér mikið til um mál af þessu tagi og kynnt sér lög og regl- ur. Hún vill gera allt sem hún getur til að upplýsa málið. „Ég er auðvitað ekki lögfræðingur en ég þarf bara að gera þetta, annars breytist ekkert.“ Hún segist vilja vekja at- hygli á sinni sögu í von um að benda á hversu veik réttar- staðan er þegar einstaklingur verður fyrir áreiti af þessu tagi. Og það geti komið fyrir hvern sem er. Hún bendir á að saga hennar sé ekkert einsdæmi. Margir þolendur upplifa sig sem berskjaldaða og varnarlausa. Hún segist alltaf hvetja þolendur til að segja frá og deila líðan sinni með öðrum. „Ef þér líður eins og þú sért að verða fyrir of- beldi, þá er þetta ofbeldi.“ Þá segir Dísa að vöntun sé á aðgengi að upplýsingum fyrir þá sem verða fyrir áreiti á netinu. Þolendur upplifi sig oft týnda og ringlaða. „Það væri svo gott ef að það væri hægt finna skýrari leiðbein- ingar um hvernig maður á að bregðast við, hvaða skref sé best að taka og hvaða úrræði séu í boði.“ Hún segir vont að horfa upp á hvað regluverkið sé bindandi hér á landi. „Ég vildi óska að yfirvöld myndu grípa inn í og gera lögreglunni kleift að rannsaka þessa glæpi. Við vitum að það eru til ótrúlega snjallir og færir hakkarar þarna úti sem gætu unnið með lögreglunni. Það verður að endurskoða þessi lög.“ Dísa bendir einnig á hversu mikilvægt það er að varpa aldrei ábyrgðinni yfir á þol- endur. Þolendum eigi aldrei að líða eins og þeir sjálfir séu ástæðan fyrir ofbeldinu. „Ég var til dæmis spurð af hverju ég væri ekki bara búin að loka aðganginum mínum á Insta- gram, þar sem ég er að deila til dæmis módelmyndum af mér þar. En er þá ekki verið að gefa í skyn að ég sé vanda- málið og að þetta sé mér að kenna? Þetta hristir rosalega upp í mér af því að það er ekki ég sem er vandamálið, heldur hann. Auk þess þá er Insta- gram mitt „platform“ sem ég nota til að tengjast fólki og tala við fólk og í tengslum við keppnirnar. Við eigum öll rétt á að hafa þennan vettvang.“ Hún segist vilja sjá meiri stuðning við þolendur. „Ég er viss um að það er margar kon- ur þarna úti sem þora ekki að stíga fram af því að þær eru hræddar um að það verði gert lítið úr þeim. Mig langar að það komi fram að það er engin skömm að verða fyrir ofbeldi. Skömmin liggur hjá gerand- anum.“ n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Dísa hefur enga hugmynd um hver nethrellirinn er eða hvar hann er staddur í heiminum. MYND/ANTON BRINK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.