Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Page 16
26. JÚNÍ 2020 DV16 EYJAN J ón Þór Ólafsson, þing-maður Pírata, er nýr for-maður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði af sér for- mennsku í nefndinni. Taldi hún meirihlutann hafa dregið persónu sína í svaðið og notað hana sem blóraböggul til að koma sér hjá skyldum sínum í máli Kristjáns Þórs Júlíus- sonar sjávarútvegsráðherra, sem væri þaulreynd kúgunar- og þöggunartaktík. Traustið áunnið Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti yfir vantrausti á Jón Þór sem formann, um leið og valið lá fyrir. Þá greiddi Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokki, atkvæði gegn Jóni Þór í at- kvæðagreiðslu um formanns- skiptin, en þingmenn meiri- hlutans ýmist sátu hjá, eða tóku ekki þátt vegna fjarveru. Það liggur því beinast við að spyrja Jón Þór hvort hann telji sig njóta trausts sem for- maður nefndarinnar. „Ég veit nú ekki með það. Við sjáum bara hvernig þetta þróast. Þórhildur Sunna lýsti persónulegum árásum á sig, til að gera henni erfiðara um vik að sinna sínu hlutverki. Ég þarf að vinna mér inn traustið og ég trúi ekki öðru en að ef málefnaleg sjónarmið fái að ráða, muni ég gera það. En annars snýst þetta bara ekki um traust, heldur að nefndin fái að starfa eftir lögum. Það er bara ekkert annað í boði, það er þannig sem ég mun starfa sem formaður, að ganga úr skugga um að nefndin sinni sínu lögbundna hlutverki, sem er meðal annars að hafa eftir- lit með ráðherrum.“ Þá nefnir Jón Þór einn- ig að í gildi sé samningur milli stjórnarmeirihlutans og stjórnarandstöðunnar um skiptingu nefndarformanna, sem staðið hefði verið við: „Annaðhvort gátu menn stað- ið við þann samning eða brotið hann. Og menn eru nú yfirleitt ekki að brjóta slíkt skriflegt samkomulag, það hefði þá haft aðrar afleiðingar.“ Þórhildur á réttri leið Þórhildur Sunna var sjálf gagnrýnd fyrir framgöngu sína af meirihlutanum, hún væri ómálefnaleg og óbilgjörn. Jón Þór vék sér fimlega undan því að svara hvort hann sjálfur hygðist breyta um áherslur í sinni nálgun: „Samkvæmt gögnum máls- ins get ég ekki séð annað en að Þórhildur Sunna hafi ein- faldlega framfylgt lögum og reglum nefndarinnar. Þær eru kýrskýrar, að rannsaka skuli verklag ráðherra. Hún var ekki að gera þetta eitthvað upp á sitt einsdæmi og draga það upp úr hattinum að rannsaka Kristján Þór. Lögin einfaldlega kveða á um það, þegar slík mál koma upp,“ segir Jón Þór. Spurningum ósvarað Hann nefnir vinskap Krist- jáns Þórs við forstjóra Sam- herja, Þorstein Má Baldvins- son, en fyrirtækið er nú til rannsóknar vegna meintra mútumála í Namibíu. Hann segist þegar byrjaður að skoða gögn málsins: „Ég mun rannsaka það og er þegar byrjaður á því. Máli Kristjáns Þórs er ekki lokið. Þar er mörgum spurningum enn ósvarað. Kristján þarf að svara því hvernig hann hefur verið að meta hæfi sitt. Það liggur ekki fyrir. Þá þarf einnig að skoða verkferlana við mat á hæfi ráðherra, því eftir að Sam- herjamálið kom upp var regl- unum um verkferlana breytt, og þá þarf að vita hvernig reglurnar voru þar á undan. Því þá má kannski sjá hvort menn hafi verið að breyta reglum og verkferlum, til þess að gera hlutina þægilegri fyrir ráðherra. Það eru óskir um að fá Kristján Þór fyrir nefndina, til að varpa ljósi á þetta. Því hafnaði meirihlutinn. Hann hafnaði líka að fá Helga Seljan fyrir nefndina, sem gæti vafa- laust upplýst um eitt og annað varðandi þetta mál,“ segir Jón Þór, en fréttamaðurinn Helgi Seljan er meðal þeirra sem upplýstu um Samherjamálið í Kveiksþætti RÚV. Engin sekt sönnuð Aðspurður hvort Jón Þór telji að Kristján Þór hafi óhreint mjöl í pokahorninu gagnvart Samherja, segir hann ekkert benda til þess: „Það er ekkert sem ég hef séð hingað til sem bendir til þess. En nefndin getur ekki sagt til um það nema að sjá öll gögn málsins og rannsaka það til hlítar. Það sem þetta mál snýst auðvitað um er að það er ákveðinn freistni- vandi til staðar hjá sjávarút- vegsráðherra, sem á að hafa almannahagsmuni að leiðar- ljósi. Hættan sem er til staðar er sú að verið sé að draga vagn sérhagsmuna. Þess vegna er það hlutverk og skylda nefndarinnar, ekki síst í svona stóru og umfangsmiklu máli sem varðar eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins og yfirstjórn þess í meintu mútumáli sem teygir sig til margra landa, að upplýsa um málið eins og henni frekast er unnt, samkvæmt þeim reglum sem nefndin starfar eftir. Það hefur enn ekki verið gert. Meirihlutinn vildi þvert á móti loka fyrir frumkvæðis- rannsókn sem var sérstak- lega hafin af minnihlutanum, og tók yfir verkstjórnina í óþökk minnihlutans. Nú vill meirihlutinn loka málinu án þess að það sé upplýst.“ Stenst ekki lög Jón Þór segir lagabókstafinn afar skýran í málinu: „Meirihlutinn vill loka málinu með bókun, áður en minnihlutinn fær svör við þeim spurningum sem hann vill bera upp. Ég get ekki séð hvernig sú málsmeðferð sam- ræmist tilgangi og lagabók- staf nefndarinnar.“ Þá rifjar Jón Þór upp reynslu sína af Landsréttar- málinu fyrir um einu og hálfu ári, en þá var hann óbreyttur nefndarmaður í stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd: „Menn voru að þvæla þessu fram og til baka og nota alls kyns trix til að stöðva það mál og afgreiða það út af borð- inu. Ég hef því persónulega reynslu af svona vinnubrögð- um, en ég mun auðvitað fylgja þessu eftir, innan þess ramma sem lög og reglur segja til um, það er skylda mín sem for- manns.“ n MÁLI KRISTJÁNS ÞÓRS ER EKKI LOKIÐ Jón Þór Ólafsson er nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segir spurningum enn ósvarað en meirihlutinn hafnaði því að fá sjáv- arútvegsráðherra og Helga Seljan fyrir nefndina. Jón Þór segir að það skipti verulegu máli að stjórnarandstaðan fái formannsembætti í nefndum Alþingis. MYND/VILHELM Trausti Salvar Kristjánsson traustisalvar@eyjan.is Kristján þarf að svara því hvernig hann hefur verið að meta hæfi sitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.