Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 28
28 MATUR 26. JÚNÍ 2020 DV
Una í eldhúsinu
Sígild sjónvarpskaka
Sjónvarpskakan klikkar seint og
er alltaf jafn gómsæt. Bæði hef ég
verið að bera hana fram í hringlaga
formi eins og sést hér á myndinni,
en einnig er hægt að baka hana í
aflöngu formi, eða skera hana nið-
ur í sneiðar og taka með í nestis-
boxi í útileguna.
Kakan
4 egg
250 g sykur
3 tsk. vanilludropar
230 g hveiti
3 tsk. lyftiduft
180 ml mjólk
50 g smjör
Byrjið á því að þeyta saman egg
og sykur þar til blandan verður létt
og ljós og setjið vanilludropana
saman við.
Sigtið hveitið og lyftiduftið ofan í
blönduna og hrærið saman við.
Bræðið smjör í potti við vægan hita
ásamt mjólkinni og leyfið aðeins að
kólna áður en blöndunni er hellt
saman við deigið.
Smyrjið form vel að innan með
smjöri og hellið blöndunni í, hægt
er að hafa aflangt form eða hring-
laga, en ég nota yfirleitt hringlaga
form sem er 20 x 8 cm.
Kakan er svo sett í miðjan ofninn á
180 gráður og bökuð þar til hún er
gullinbrún, í um 30 mínútur.
Á meðan kakan er í ofninum að
bakast er tilvalið að blanda kókos-
toppinn.
Kókosfylling á toppinn
100 g smjör
150 g kókosmjöl
180 g púðursykur
60 ml mjólk
Blandið saman smjöri, mjólk og
púðursykri í potti á vægum hita og
passið að hræra vel í blöndunni.
Næst er kókosmjölinu blandað
saman við og hrært vel með sleif.
Kókosfyllingunni er svo smurt ofan
á kökuna volga og kakan borin
fram.
Njótið.
Taco í salatblöðum – lágkolvetna
Það er tilvalið að bera fram sýrðan
rjóma og auka salsasósu með
þessu gúmmelaði.
2 límónur
2 lárperur
Kínakálshaus
eða stór, stökk kálblöð
til þess að bera taco-blönduna
fram á.
Rifinn ostur
500 g nautahakk
1 gul paprika
1 rauð paprika
1 rauðlaukur
1 dós gular baunir
1 rautt chillí
Hreinsið fræin innan úr ef
þið viljið ekki hafa réttinn of
sterkan.
1 dós / krukka salsasósa
1 bréf taco-kryddblanda
Salt og pipar
Agúrka
Tómatar
Ferskt kóríander
Steikið nautahakk á pönnu upp úr
olíu, saltið og piprið að vild, bland-
ið svo taco-kryddinu saman við
hakkið ásamt ½ dl af köldu vatni.
Leyfið að malla aðeins á pönnunni.
Saxið niður grænmetið, paprikur,
chillí, rauðlaukinn og setjið saman
við nautahakkið ásamt gulu baun-
unum og salsasósunni og leyfið
að steikjast vel saman í um 20
mínútur.
Rétt áður en rétturinn er borinn
fram er gott að setja rifinn ost
saman við hakkið og leyfa honum
að blandast vel saman við, einnig
að kreista safa úr límónu yfir.
Leggið salatblöðin (betra að þau
séu heldur stór) á diska og setjið
taco-blönduna á þau, skerið lár-
perurnar í sneiðar og leggið yfir
ásamt fersku köldu grænmeti, til
dæmis gúrku og tómötum. Toppið
með kóríander.
Una Guðmunds á unabakar.is
töfrar hér fram gott laugardags-
kvöld. Kökuna er líka tilvalið að
bjóða upp á í sunnudagskaffinu
og bjóða ömmu og afa í kaffi.
MYNDIR/AÐSENDAR